Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2019 18:45 Stjórnarhermenn í bænum Til Temir í dag. AP/Baderkhan Ahmad Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásarinnar í Sýrland. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, brást við á blaðamannafundi og sagði að andstaða við innrásina byggðist á misskilningi. Fundir með leiðtogum Breta og Þjóðverja hafi sýnt að lítill skilningur væri á málstað Tyrkja, en Tyrkir álíta hersveitir Kúrda hryðjuverkasamtök. „Við erum Atlantshafsbandalagsríki. Vinsamlegast hafið í huga að þessi ríki eru það líka. Ég vek athygli á fimmtu grein NATO-samningsins [um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Nú stöndum við frammi fyrir þrýstingi og árásum hryðjuverkasamtaka. Með hverjum ættu þessi ríki að standa ef við tökum tillit til fimmtu greinarinnar? Þau ættu að standa með okkur,“ sagði Erdogan.Stjórnarherinn mættur Bærinn Til Temir er á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, stutt frá landamærunum að Tyrklandi. Tugir hafa verið fluttir á sjúkrahús í bænum eftir árásir tyrkneska hesrins undanfarna daga. Í dag sýndu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar frá því að nú væri stjórnarherinn kominn á vettvang í Til Temir. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem stjórnarherinn lætur sjá sig á þessum stað. Á þeim tíma ákvað Bashar al-Assad forseti að leyfa Kúrdum að halda svæðinu og var herinn sendur að berjast við uppreisnarmenn á öðrum svæðum. Kúrdar og Assad-stjórnin komust að samkomulagi í gærkvöldi. Bandalagið markar ákveðin kaflaskil fyrir hersveitir Kúrda, sem börðust áður með Bandaríkjunum gegn Íslamska ríkinu. Eftir að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrás Tyrkja, hafa Kúrdar nú snúið sér til Assads, sem hefur svo sjálfur notið stuðnings Rússa. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásarinnar í Sýrland. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, brást við á blaðamannafundi og sagði að andstaða við innrásina byggðist á misskilningi. Fundir með leiðtogum Breta og Þjóðverja hafi sýnt að lítill skilningur væri á málstað Tyrkja, en Tyrkir álíta hersveitir Kúrda hryðjuverkasamtök. „Við erum Atlantshafsbandalagsríki. Vinsamlegast hafið í huga að þessi ríki eru það líka. Ég vek athygli á fimmtu grein NATO-samningsins [um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Nú stöndum við frammi fyrir þrýstingi og árásum hryðjuverkasamtaka. Með hverjum ættu þessi ríki að standa ef við tökum tillit til fimmtu greinarinnar? Þau ættu að standa með okkur,“ sagði Erdogan.Stjórnarherinn mættur Bærinn Til Temir er á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, stutt frá landamærunum að Tyrklandi. Tugir hafa verið fluttir á sjúkrahús í bænum eftir árásir tyrkneska hesrins undanfarna daga. Í dag sýndu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar frá því að nú væri stjórnarherinn kominn á vettvang í Til Temir. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem stjórnarherinn lætur sjá sig á þessum stað. Á þeim tíma ákvað Bashar al-Assad forseti að leyfa Kúrdum að halda svæðinu og var herinn sendur að berjast við uppreisnarmenn á öðrum svæðum. Kúrdar og Assad-stjórnin komust að samkomulagi í gærkvöldi. Bandalagið markar ákveðin kaflaskil fyrir hersveitir Kúrda, sem börðust áður með Bandaríkjunum gegn Íslamska ríkinu. Eftir að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrás Tyrkja, hafa Kúrdar nú snúið sér til Assads, sem hefur svo sjálfur notið stuðnings Rússa.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira