Trump sagður fordæma „óhugnanlegt“ myndband sem sýnt var í golfklúbbi hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 15:30 Donald Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmi sterklega óhugnanlegt tilbúið myndband þar sem meðal annars sjá má persónu sem líkist forsetanum skjóta, stinga og ráðast á fjölmiðla og pólítiska andstæðinga hans.New York Times greindi frá því í dag að myndbandið hafi verið sýnt á ráðstefnu fyrir stuðningsmenn Trump sem haldin var á Doral-golfklúbbi hans í Flórída í síðustu viku. Ráðstefnan var haldin á vegum American Priority en forsvarsmenn samtakanna segjast hvorki hafa séð, samþykkt né heimilað birtingu myndbandsins á ráðstefnunni. Meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni voru Donald Trump Jr., sonur Trump og Sarah Huckabee Sanders, fyrrverandi talsmaður forsetans. Þau segjast hvorugt hafa séð myndbandið sem um ræðir. New York Times greinir frá því að á myndbandinu megi meðal annars sjá atriði þar sem búið er að klippa andlit Trump inn á atriði í myndinni Kingsman: The Secret Service. Þar slátrar Trump kirkjugestum í „Kirkju falsfrétta“en á andlit þeirra var búið að klippa myndir af pólitískum andstæðingum hans eða merkjum fjölmiðla. Talsmaður Trump segir að forsetinn hafi ekki séð myndbandið en ætli sér að sjá það „innan tíðar.“ „Miðað við það sem hann hefur heyrt þá fordæmir hann myndbandið sterklega,“ segir Stephani Grisham, talsmaður Hvíta hússins á Twitter.Re: the video played over the weekend: The @POTUS@realDonaldTrump has not yet seen the video, he will see it shortly, but based upon everything he has heard, he strongly condemns this video. — Stephanie Grisham (@PressSec) October 14, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmi sterklega óhugnanlegt tilbúið myndband þar sem meðal annars sjá má persónu sem líkist forsetanum skjóta, stinga og ráðast á fjölmiðla og pólítiska andstæðinga hans.New York Times greindi frá því í dag að myndbandið hafi verið sýnt á ráðstefnu fyrir stuðningsmenn Trump sem haldin var á Doral-golfklúbbi hans í Flórída í síðustu viku. Ráðstefnan var haldin á vegum American Priority en forsvarsmenn samtakanna segjast hvorki hafa séð, samþykkt né heimilað birtingu myndbandsins á ráðstefnunni. Meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni voru Donald Trump Jr., sonur Trump og Sarah Huckabee Sanders, fyrrverandi talsmaður forsetans. Þau segjast hvorugt hafa séð myndbandið sem um ræðir. New York Times greinir frá því að á myndbandinu megi meðal annars sjá atriði þar sem búið er að klippa andlit Trump inn á atriði í myndinni Kingsman: The Secret Service. Þar slátrar Trump kirkjugestum í „Kirkju falsfrétta“en á andlit þeirra var búið að klippa myndir af pólitískum andstæðingum hans eða merkjum fjölmiðla. Talsmaður Trump segir að forsetinn hafi ekki séð myndbandið en ætli sér að sjá það „innan tíðar.“ „Miðað við það sem hann hefur heyrt þá fordæmir hann myndbandið sterklega,“ segir Stephani Grisham, talsmaður Hvíta hússins á Twitter.Re: the video played over the weekend: The @POTUS@realDonaldTrump has not yet seen the video, he will see it shortly, but based upon everything he has heard, he strongly condemns this video. — Stephanie Grisham (@PressSec) October 14, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30