„Hún verður að fá fataherbergi eins og mamma sín“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. október 2019 09:00 Hanna Rún Bazev Óladóttir ætlar sér að komast á HM í dansi á næsta ári og hefur sett sér stór markmið fyrir dansferilinn eftir meðgönguna. Vísir/Vilhelm Hanna Rún Bazev Óladóttir á von á barni í kringum áramótin en hún er strax búin að plana endurkomu á dansgólfið í febrúar. Hanna Rún og eiginmaður hennar Nikita hafa ekki keppt saman á dansgólfinu í tæp tvö ár og eru ótrúlega spennt að snúa aftur. Hún þarf þó að taka því rólega það sem eftir er af meðgöngunni vegna fyrirmæla ljósmóður. „Ég finn miklu meira fyrir því að ég er ólétt núna, heldur en þegar ég var ófrísk af Vladimir,“ segir Hanna Rún en hún er komin á 29.viku meðgöngunnar. „Ég er með miklu meiri verki. Ég er með meiri verki í grindinni og ég var hjá ljósmóður í gær og hún var að sega að ég þyrfti að hætta í ræktinni af því að ég er með svo rosalega mikið af samdráttum, ég er byrjuð að fá svo marga samdrætti á dag yfir allan daginn.“ Augnhárin duttu af í byrjun meðgöngu Daginn sem blaðamaður hitti Hönnu Rún hafði hún fengið fjórtán samdrætti á innan við tveimur klukkutímum og fann að það væri kominn tími til að slaka aðeins meira á. „Nú þarf ég bara að taka því sjúklega rólega. Með Vladimir var ég að keppa á heimsmeistaramóti komin þrjá mánuði á leið en hefði aldrei getað það núna, það var farið að sjást svo mikið á mér og svo var ég að drepast í bakinu. Ég hefði aldrei getað það svo það er mikill munur.“ Hanna Rún upplifði mikla ógleði fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar en að öðru leiti hefur þetta verið gjörólík upplifun. „Með Vladimir þá var húðin mín ótrúlega góð, allar bólur hurfu og ég var svona „glowie“ eins og fólk kallaði það. Ég var ekki að finna það með hana fyrstu mánuðina, ég steyptist öll út í bólum á andlitinu, bringunni, bakinu og öxlunum. Ég var öll í bólum, ég var í sjokki þetta var svo mikið. Það er talað um það geti oft verið svo mikill munur á stelpu og strák. Í Rússlandi er alltaf talað um að ef þú gengur með stelpu, að stelpan steli þá fegurðinni frá mömmunni, ég hugsaði já það er alveg greinilegt,“ segir Hanna Rún og hlær. „Augnhárin mín voru líka að detta af og hárið byrjaði að þynnast. Þegar ég var ófrísk af Vladimir byrjaði hárið mitt að þykkna, það var ekki fyrr en í brjóstagjöfinni sem það fór að detta af.“Hanna Rún og NikitaÚr einkasafniAfskiptasemi ókunnugra Hanna Rún segir að það hafi verið mjög þægilegt að vera í fjölskyldufríi í Rússlandi fyrstu mánuði meðgöngunnar. „Mér langaði ekki að segja frá því strax að ég væri ólétt. Með Vladimir var ég að fá svo mikið af leiðinlegum athugasemdum, endalaust verið að skipta sér af mér. Ég var ennþá að dansa mikið á þeim tíma.“ Margir höfðu skoðun á því að Hanna Rún væri að keppa ófrísk, að hún æfði of mikið og svo framvegis. Einnig hafi fólk verið að senda henni hræðilegar sögur sem hafi látið henni líða óþægilega. „Ef að ég fékk mér snakkpoka á kósýkvöldi var fólk að senda mér skilaboð um að ég ætti ekki að vera að fá mér snakk ef ég ætlaði ekki að binda vökvann í líkamanum og safna bjúgi. Ég var að verða geðveik á þessu öllu.“ Hún var því fegin að vera alveg laus við slíkar athugasemdir í þetta skiptið. Hanna Rún er með stóran fylgjendahóp á Facebook, Instagram og Snapchat og fylgjast þúsundir með hennar daglega lífi þar. „Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég komst að því að ég væri ólétt, hvernig verður þetta? Í Rússlandi vorum við bara að njóta, ég gat verið á bumbunni og ekkert að spá í því hver væri að fylgjast með.“ Hanna Rún og Nikita tilkynntu að þau ættu von á barni, eftir 20.vikna sónarinn þar sem þau fengu að vita að það væri lítil stelpa á leiðinni. „Þegar ég tilkynnti þetta sagði ég ástæðuna fyrir því að ég væri að gera það svona seint og ég hef ekki fengið eina athugasemd síðan. Ég held nefnilega að fólk fatti ekki alltaf hvað það er að segja, þegar ég sagði þetta hefur fólk passað sig.“Hanna Rún hefur breytt bílskúrnum í leikherbergi fyrir Vladimir son sinn, hér er hann að mála í leikherberginu.Úr einkasafniTalar við mömmu og pabba alla daga Hún er þakklát fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem hún fær frá fylgjendum sínum og að snappið hennar hafi hjálpað einhverjum eða gefið öðrum foreldrum sniðugar hugmyndir af einhverju til að gera með börnum. „Mér finnst allir vera vinir mínir því að ég fæ svo ótrúlega mörg falleg skilaboð á dag. Ég var vön því að fólk væri að baktala mig þegar ég var yngri. Eftir að ég fór á Snapchat þá kynntist fólk mér betur og hætti að dæma mig út frá myndum eða dansinum, sá persónuleikann.“ Hanna Rún vinnur í Gullsmiðju Óla sem er fyrirtæki föður hennar, hún er mjög náin foreldrum sínum og systrum og reynir að tala við þau alla daga. „Ég fer á hverjum degi í vinnuna til pabba og kíki á mömmu í kaffi, ef ég heyri ekki í þeim á hverjum degi eða sé þau ekki, þá er það bara skrítið. Það verður að gerast á hverjum degi. Við erum ótrúlega náin fjölskylda sem er yndislegt.“Úr einkasafniFékk einkaleyfi á hálsmenin Í versluninni eru seldir hlutir frá Hönnu Rún sjálfri, eins og barnaskór sem hún hefur skreytt með steinum. Svo fékk hún einnig hugmynd af hálsmeni, sem fjölskyldan er nú komin með einkaleyfi á. „Þetta var hugmynd sem poppaði upp þegar ég var við eldhúsborðið hjá mömmu og pabba,“ segir Hanna Rún um hálsmenið Ég er. „Þá fór ég að teikna þetta niður. Ég fæ oft skilaboð frá fólki um það sem það hefur gengið í gegnum, fólk er að segja mér frá lífi sínu. Það er ótrúlegt hvað fólk treystir mér mikið og ég fann það fyrir jólin í fyrra að það eru margir sem kvíða fyrir jólunum og margir að ganga í gegnum eitthvað erfitt.“ Hanna Rún fékk föður sinn með sér í verkefnið, en hann er gullsmiður og handgerir hálsmenin.„Þau eru handsöguð þannig að hringurinn er ekki fullkomið, sem tákn um að það eru engir tveir eins og enginn er fullkominn.“ Framan á hálsmenunum er áletrað „Ég er“ og aftan á eru svo skrifuð orð sem lýsa einstaklingnum sem ber menið. Sjálf er Hanna Rún með fimm orð sem systur hennar völdu þegar þær gáfu henni hálsmenið. „Það eru ekkert allir sem að gefa þetta sem gjöf, sumir vilja gera þetta fyrir sjálfan sig. Þetta er búið að vera svo ótrúlega vinsælt að við sóttum um einkaleyfi á þeim, það er komið skilti inn í búð þannig að það er ekki hægt að stela hugmyndinni eða herma eftir henni, það er bara bannað.“ Hanna Rún segir að það sé gaman að sjá hvað það er misjafnt hvað fólk velur að láta skrifa á bakhliðina. „Það voru dætur sem að komu um daginn að kaupa fyrir mömmu sína sem var að fara í aðgerð, ótrúlega hraust kona sem fékk eitthvað slæmt sem þurfti að skera í burtu. Þær vildu gefa henni hálsmenið fyrir aðgerð og á því stóð „Ég er hraust“ svo hún gæti einbeitt sér að því.“ Hanna Rún ætlar sér að fylla þessa fataslá með kjólum sem hún er að skreyta með steinum fyrir litlu stelpuna sem væntanleg er í desember.Úr einkasafniByrjuð að undirbúa barnaherbergið Hanna Rún segir að fjölskyldan sé mjög spennt fyrir komu barnsins en settur dagur er 30. desember. Hún er sjálf mikið jólabarn og ætlar því að reyna að undirbúa barnaherbergið snemma svo hún geti notað jólamánuðinn í að skreyta og njóta jólaundirbúningsins. „Með Vladimir gekk ég næstum 42 vikur svo ég var búin að gera ráð fyrir því að gera það með hana líka en maður veit samt aldrei. Við eigum barnavagn en hann er grænn svo ég veit ekki alveg en það er alveg slatti sem mig langar í. Við erum búin að kaupa skiptiborð og við ætlum að kaupa fataskápa á eftir því hún verður með fataherbergi, hún verður að fá fataherbergi eins og mamma sín. Við ætlum að gera sætt prinsessuherbergi handa henni sem við erum búin að undirbúa.“ Í sínum frítíma hefur Hanna Rún verið að setja skrautsteina á dúkkukjóla, danskjóla, brúðarkjóla, barnaskó og barnakjóla. Hún er nú þegar byrjuð að skreyta föt fyrir stelpuna sína. „Ég er að skreyta fyrir hana kjóla, þannig að hún verður með svona slá með kjólum og kristalsskóm og svo verður hún með skápa með meira dagsdaglega fötum, það bara verður að vera. Ég er búin að vera að bíða eftir því að vinkonur mínar eignist stelpu en þær eiga bara stráka. Ég get aldrei verið að gefa handsteinaða kjóla eftir mig, þetta voru allt bara strákar. Systur mínar eru líka bara með stráka.“ Hanna Rún er byrjuð að taka einkatíma í fatasaum og gæti alveg hugsað sér að starfa sem kjólahönnuður í framtíðinni. „Ég í rauninni gæti bara verið að gera kjóla vegna þess að ég fæ svo ótrúlega margar fyrirspurnir um að sauma. Ég segi alltaf nei af því að ég er ekki lærð.“Hanna Rún hefur hannað brúðarkjól frá grunni en einnig tekur hún að sér að skreyta brúðarkjóla með kristöllum og steinum. Hún gæti hugsað sér að starfa við þetta í framtíðinni.Úr einkasafniÆtlar sér að komast á HM Hanna Rún hefur átt glæsilegan feril sem dansari og týndi tölunni á bikurum sínum eftir að þeir urðu fleiri en hundrað. Hún og Nikita hafa aldrei keppt saman á HM sem professional dansarar og stefna á að ná því markmiði strax á næsta ári. „Ég hef ekkert verið að dansa fyrir utan að vanga heima í stofu. En ég hef verið í þjálfun hjá Unni systur á morgnanna en svo núna þarf ég að fara að passa mig.“ Nikita og Hanna Rún kynntust þegar þau urðu dansfélagar og hafa síðan þá gift sig og stofnað fjölskyldu saman. Þau hafa ekki dansað saman í tvö ár en ætla að byrja aftur á því strax eftir fæðinguna. „Það veit enginn af því, það héldu allir að við værum hætt,“ segir Hanna Rún spennt. „Við ætlum að koma aftur og ég er byrjuð að hanna kjóla. Það er búið að bóka fyrstu sýninguna okkar, þann 1. mars. Ég hef þá tvo mánuði til að koma mér í form og svona.“ Þau hjónin hafa aldrei farið á HM professional í dansi og ætla þau að toppa sig á næsta ári og ná því markmiði. „Við ætlum að koma miklu sterkari til baka, við stefnum á að komast á HM á næsta ári. Við þurfum fyrst að keppa á Íslandsmótinu hér og lenda í fyrsta eða öðru sæti. Þetta verður ótrúlega spennandi, þetta gefur mér tilhlökkun. Við erum að fara að koma með annað barn svo mamma og pabbi hafa boðist til þess að koma með okkur í þetta ferðalag. Það er svo gott að vera með svona góða foreldra sem geta stutt svona við okkur.“ Dans Tengdar fréttir Hanna Rún fékk matareitrun: „Ég hélt að ég myndi deyja“ "Ég er aðeins skárri í dag,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir sem fékk matareitrun í gær. Hún gat því lítið sem ekkert æft fyrir næsta þátt í Allir geta dansað. 25. apríl 2018 14:00 Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra. 3. maí 2018 12:30 Sigurður og Hanna Rún fengu brons Siguruður Már Atlason og Hanna Rún Bazev Óladóttir unnu brons á UK Open 10 Dance. 9. október 2018 17:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Hanna Rún Bazev Óladóttir á von á barni í kringum áramótin en hún er strax búin að plana endurkomu á dansgólfið í febrúar. Hanna Rún og eiginmaður hennar Nikita hafa ekki keppt saman á dansgólfinu í tæp tvö ár og eru ótrúlega spennt að snúa aftur. Hún þarf þó að taka því rólega það sem eftir er af meðgöngunni vegna fyrirmæla ljósmóður. „Ég finn miklu meira fyrir því að ég er ólétt núna, heldur en þegar ég var ófrísk af Vladimir,“ segir Hanna Rún en hún er komin á 29.viku meðgöngunnar. „Ég er með miklu meiri verki. Ég er með meiri verki í grindinni og ég var hjá ljósmóður í gær og hún var að sega að ég þyrfti að hætta í ræktinni af því að ég er með svo rosalega mikið af samdráttum, ég er byrjuð að fá svo marga samdrætti á dag yfir allan daginn.“ Augnhárin duttu af í byrjun meðgöngu Daginn sem blaðamaður hitti Hönnu Rún hafði hún fengið fjórtán samdrætti á innan við tveimur klukkutímum og fann að það væri kominn tími til að slaka aðeins meira á. „Nú þarf ég bara að taka því sjúklega rólega. Með Vladimir var ég að keppa á heimsmeistaramóti komin þrjá mánuði á leið en hefði aldrei getað það núna, það var farið að sjást svo mikið á mér og svo var ég að drepast í bakinu. Ég hefði aldrei getað það svo það er mikill munur.“ Hanna Rún upplifði mikla ógleði fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar en að öðru leiti hefur þetta verið gjörólík upplifun. „Með Vladimir þá var húðin mín ótrúlega góð, allar bólur hurfu og ég var svona „glowie“ eins og fólk kallaði það. Ég var ekki að finna það með hana fyrstu mánuðina, ég steyptist öll út í bólum á andlitinu, bringunni, bakinu og öxlunum. Ég var öll í bólum, ég var í sjokki þetta var svo mikið. Það er talað um það geti oft verið svo mikill munur á stelpu og strák. Í Rússlandi er alltaf talað um að ef þú gengur með stelpu, að stelpan steli þá fegurðinni frá mömmunni, ég hugsaði já það er alveg greinilegt,“ segir Hanna Rún og hlær. „Augnhárin mín voru líka að detta af og hárið byrjaði að þynnast. Þegar ég var ófrísk af Vladimir byrjaði hárið mitt að þykkna, það var ekki fyrr en í brjóstagjöfinni sem það fór að detta af.“Hanna Rún og NikitaÚr einkasafniAfskiptasemi ókunnugra Hanna Rún segir að það hafi verið mjög þægilegt að vera í fjölskyldufríi í Rússlandi fyrstu mánuði meðgöngunnar. „Mér langaði ekki að segja frá því strax að ég væri ólétt. Með Vladimir var ég að fá svo mikið af leiðinlegum athugasemdum, endalaust verið að skipta sér af mér. Ég var ennþá að dansa mikið á þeim tíma.“ Margir höfðu skoðun á því að Hanna Rún væri að keppa ófrísk, að hún æfði of mikið og svo framvegis. Einnig hafi fólk verið að senda henni hræðilegar sögur sem hafi látið henni líða óþægilega. „Ef að ég fékk mér snakkpoka á kósýkvöldi var fólk að senda mér skilaboð um að ég ætti ekki að vera að fá mér snakk ef ég ætlaði ekki að binda vökvann í líkamanum og safna bjúgi. Ég var að verða geðveik á þessu öllu.“ Hún var því fegin að vera alveg laus við slíkar athugasemdir í þetta skiptið. Hanna Rún er með stóran fylgjendahóp á Facebook, Instagram og Snapchat og fylgjast þúsundir með hennar daglega lífi þar. „Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég komst að því að ég væri ólétt, hvernig verður þetta? Í Rússlandi vorum við bara að njóta, ég gat verið á bumbunni og ekkert að spá í því hver væri að fylgjast með.“ Hanna Rún og Nikita tilkynntu að þau ættu von á barni, eftir 20.vikna sónarinn þar sem þau fengu að vita að það væri lítil stelpa á leiðinni. „Þegar ég tilkynnti þetta sagði ég ástæðuna fyrir því að ég væri að gera það svona seint og ég hef ekki fengið eina athugasemd síðan. Ég held nefnilega að fólk fatti ekki alltaf hvað það er að segja, þegar ég sagði þetta hefur fólk passað sig.“Hanna Rún hefur breytt bílskúrnum í leikherbergi fyrir Vladimir son sinn, hér er hann að mála í leikherberginu.Úr einkasafniTalar við mömmu og pabba alla daga Hún er þakklát fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem hún fær frá fylgjendum sínum og að snappið hennar hafi hjálpað einhverjum eða gefið öðrum foreldrum sniðugar hugmyndir af einhverju til að gera með börnum. „Mér finnst allir vera vinir mínir því að ég fæ svo ótrúlega mörg falleg skilaboð á dag. Ég var vön því að fólk væri að baktala mig þegar ég var yngri. Eftir að ég fór á Snapchat þá kynntist fólk mér betur og hætti að dæma mig út frá myndum eða dansinum, sá persónuleikann.“ Hanna Rún vinnur í Gullsmiðju Óla sem er fyrirtæki föður hennar, hún er mjög náin foreldrum sínum og systrum og reynir að tala við þau alla daga. „Ég fer á hverjum degi í vinnuna til pabba og kíki á mömmu í kaffi, ef ég heyri ekki í þeim á hverjum degi eða sé þau ekki, þá er það bara skrítið. Það verður að gerast á hverjum degi. Við erum ótrúlega náin fjölskylda sem er yndislegt.“Úr einkasafniFékk einkaleyfi á hálsmenin Í versluninni eru seldir hlutir frá Hönnu Rún sjálfri, eins og barnaskór sem hún hefur skreytt með steinum. Svo fékk hún einnig hugmynd af hálsmeni, sem fjölskyldan er nú komin með einkaleyfi á. „Þetta var hugmynd sem poppaði upp þegar ég var við eldhúsborðið hjá mömmu og pabba,“ segir Hanna Rún um hálsmenið Ég er. „Þá fór ég að teikna þetta niður. Ég fæ oft skilaboð frá fólki um það sem það hefur gengið í gegnum, fólk er að segja mér frá lífi sínu. Það er ótrúlegt hvað fólk treystir mér mikið og ég fann það fyrir jólin í fyrra að það eru margir sem kvíða fyrir jólunum og margir að ganga í gegnum eitthvað erfitt.“ Hanna Rún fékk föður sinn með sér í verkefnið, en hann er gullsmiður og handgerir hálsmenin.„Þau eru handsöguð þannig að hringurinn er ekki fullkomið, sem tákn um að það eru engir tveir eins og enginn er fullkominn.“ Framan á hálsmenunum er áletrað „Ég er“ og aftan á eru svo skrifuð orð sem lýsa einstaklingnum sem ber menið. Sjálf er Hanna Rún með fimm orð sem systur hennar völdu þegar þær gáfu henni hálsmenið. „Það eru ekkert allir sem að gefa þetta sem gjöf, sumir vilja gera þetta fyrir sjálfan sig. Þetta er búið að vera svo ótrúlega vinsælt að við sóttum um einkaleyfi á þeim, það er komið skilti inn í búð þannig að það er ekki hægt að stela hugmyndinni eða herma eftir henni, það er bara bannað.“ Hanna Rún segir að það sé gaman að sjá hvað það er misjafnt hvað fólk velur að láta skrifa á bakhliðina. „Það voru dætur sem að komu um daginn að kaupa fyrir mömmu sína sem var að fara í aðgerð, ótrúlega hraust kona sem fékk eitthvað slæmt sem þurfti að skera í burtu. Þær vildu gefa henni hálsmenið fyrir aðgerð og á því stóð „Ég er hraust“ svo hún gæti einbeitt sér að því.“ Hanna Rún ætlar sér að fylla þessa fataslá með kjólum sem hún er að skreyta með steinum fyrir litlu stelpuna sem væntanleg er í desember.Úr einkasafniByrjuð að undirbúa barnaherbergið Hanna Rún segir að fjölskyldan sé mjög spennt fyrir komu barnsins en settur dagur er 30. desember. Hún er sjálf mikið jólabarn og ætlar því að reyna að undirbúa barnaherbergið snemma svo hún geti notað jólamánuðinn í að skreyta og njóta jólaundirbúningsins. „Með Vladimir gekk ég næstum 42 vikur svo ég var búin að gera ráð fyrir því að gera það með hana líka en maður veit samt aldrei. Við eigum barnavagn en hann er grænn svo ég veit ekki alveg en það er alveg slatti sem mig langar í. Við erum búin að kaupa skiptiborð og við ætlum að kaupa fataskápa á eftir því hún verður með fataherbergi, hún verður að fá fataherbergi eins og mamma sín. Við ætlum að gera sætt prinsessuherbergi handa henni sem við erum búin að undirbúa.“ Í sínum frítíma hefur Hanna Rún verið að setja skrautsteina á dúkkukjóla, danskjóla, brúðarkjóla, barnaskó og barnakjóla. Hún er nú þegar byrjuð að skreyta föt fyrir stelpuna sína. „Ég er að skreyta fyrir hana kjóla, þannig að hún verður með svona slá með kjólum og kristalsskóm og svo verður hún með skápa með meira dagsdaglega fötum, það bara verður að vera. Ég er búin að vera að bíða eftir því að vinkonur mínar eignist stelpu en þær eiga bara stráka. Ég get aldrei verið að gefa handsteinaða kjóla eftir mig, þetta voru allt bara strákar. Systur mínar eru líka bara með stráka.“ Hanna Rún er byrjuð að taka einkatíma í fatasaum og gæti alveg hugsað sér að starfa sem kjólahönnuður í framtíðinni. „Ég í rauninni gæti bara verið að gera kjóla vegna þess að ég fæ svo ótrúlega margar fyrirspurnir um að sauma. Ég segi alltaf nei af því að ég er ekki lærð.“Hanna Rún hefur hannað brúðarkjól frá grunni en einnig tekur hún að sér að skreyta brúðarkjóla með kristöllum og steinum. Hún gæti hugsað sér að starfa við þetta í framtíðinni.Úr einkasafniÆtlar sér að komast á HM Hanna Rún hefur átt glæsilegan feril sem dansari og týndi tölunni á bikurum sínum eftir að þeir urðu fleiri en hundrað. Hún og Nikita hafa aldrei keppt saman á HM sem professional dansarar og stefna á að ná því markmiði strax á næsta ári. „Ég hef ekkert verið að dansa fyrir utan að vanga heima í stofu. En ég hef verið í þjálfun hjá Unni systur á morgnanna en svo núna þarf ég að fara að passa mig.“ Nikita og Hanna Rún kynntust þegar þau urðu dansfélagar og hafa síðan þá gift sig og stofnað fjölskyldu saman. Þau hafa ekki dansað saman í tvö ár en ætla að byrja aftur á því strax eftir fæðinguna. „Það veit enginn af því, það héldu allir að við værum hætt,“ segir Hanna Rún spennt. „Við ætlum að koma aftur og ég er byrjuð að hanna kjóla. Það er búið að bóka fyrstu sýninguna okkar, þann 1. mars. Ég hef þá tvo mánuði til að koma mér í form og svona.“ Þau hjónin hafa aldrei farið á HM professional í dansi og ætla þau að toppa sig á næsta ári og ná því markmiði. „Við ætlum að koma miklu sterkari til baka, við stefnum á að komast á HM á næsta ári. Við þurfum fyrst að keppa á Íslandsmótinu hér og lenda í fyrsta eða öðru sæti. Þetta verður ótrúlega spennandi, þetta gefur mér tilhlökkun. Við erum að fara að koma með annað barn svo mamma og pabbi hafa boðist til þess að koma með okkur í þetta ferðalag. Það er svo gott að vera með svona góða foreldra sem geta stutt svona við okkur.“
Dans Tengdar fréttir Hanna Rún fékk matareitrun: „Ég hélt að ég myndi deyja“ "Ég er aðeins skárri í dag,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir sem fékk matareitrun í gær. Hún gat því lítið sem ekkert æft fyrir næsta þátt í Allir geta dansað. 25. apríl 2018 14:00 Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra. 3. maí 2018 12:30 Sigurður og Hanna Rún fengu brons Siguruður Már Atlason og Hanna Rún Bazev Óladóttir unnu brons á UK Open 10 Dance. 9. október 2018 17:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Hanna Rún fékk matareitrun: „Ég hélt að ég myndi deyja“ "Ég er aðeins skárri í dag,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir sem fékk matareitrun í gær. Hún gat því lítið sem ekkert æft fyrir næsta þátt í Allir geta dansað. 25. apríl 2018 14:00
Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra. 3. maí 2018 12:30
Sigurður og Hanna Rún fengu brons Siguruður Már Atlason og Hanna Rún Bazev Óladóttir unnu brons á UK Open 10 Dance. 9. október 2018 17:00