Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2019 21:30 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði. vísir/daníel þór Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. Það þýðir einfaldlega að það dugir okkar mönnum ekki lengur að vinna lokaleiki riðilsins. Tyrkjum mun alltaf duga að vinna Andorra til þess að fara á EM. Strákarnir munu þó fá annað tækifæri í umspili sem hefst í mars.Magnað afrek hjá Kolbeini Leikurinn í kvöld fer seint í sögubækurnar fyrir gæði og skemmtun. Hann fer þó í sögubækurnar fyrir að Kolbeinn Sigþórsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með landsliðinu. Ótrúlegt afrek og ekki síst í ljósi þess sem gengið hefur á hjá framherjanum á síðustu árum. Hann hefði getað bætt metið er Ísland fékk vítaspyrnu en Gylfi Þór Sigurðsson tók spyrnuna og lét verja frá sér. Gylfi sterkur en það lá ekki fyrir honum að skora í kvöld. Hann átti líka aukaspyrnu sem fór í stöngina. Vítaspyrnan var slök hjá honum. Það gerðist í raun lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í leiknum. Okkar mönnum gekk illa að skapa færi og Andorramenn lágu djúpt til baka.Arnór braut ísinn Ísinn var loks brotinn á 38. mínútu. Guðlaugur Victor átti fallega fyrirgjöf í teiginn, Kolbeinn skallaði hann fyrir fætur hins unga Arnórs Sigurðssonar sem kom honum í netið. Fyrsta landsliðsmark Arnórs og alveg örugglega ekki það síðasta. Fyrir utan markið var fátt að tala um. Liðið var frekar kraftlaust og lét Andorra-menn fara í taugarnar á sér. Það var vitað mál að það myndu gestirnir gera en engu að síður gengu strákarnir í gildruna. Forskotið var þó gott í hálfleikinn.Svekkjandi tíðindi Gestirnir voru í raun aldrei líklegir til þess að skora og því í raun bara spurning hversu stór sigur okkar manna yrði. Annað markið kom á 65. mínútu. Ragnar Sigurðsson átti sendingu fram, Kolbeinn pakkaði einum varnarmanni saman og skoraði laglega í sínu sögulega marki. Þrátt fyrir fleiri færi þá náðu strákarnir ekki að bæta við en þeir kláruðu þetta skylduverkefni. Brosið var fljótt að breytast í skeifu er þeir löbbuðu af velli og fengu að heyra að Tyrkir hefðu jafnað gegn Frökkum. Það voru afar svekkjandi tíðindi en þeir munu fá fleiri tækifæri til þess að komast á EM. Þessari baráttu er ekki lokið. EM 2020 í fótbolta
Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. Það þýðir einfaldlega að það dugir okkar mönnum ekki lengur að vinna lokaleiki riðilsins. Tyrkjum mun alltaf duga að vinna Andorra til þess að fara á EM. Strákarnir munu þó fá annað tækifæri í umspili sem hefst í mars.Magnað afrek hjá Kolbeini Leikurinn í kvöld fer seint í sögubækurnar fyrir gæði og skemmtun. Hann fer þó í sögubækurnar fyrir að Kolbeinn Sigþórsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með landsliðinu. Ótrúlegt afrek og ekki síst í ljósi þess sem gengið hefur á hjá framherjanum á síðustu árum. Hann hefði getað bætt metið er Ísland fékk vítaspyrnu en Gylfi Þór Sigurðsson tók spyrnuna og lét verja frá sér. Gylfi sterkur en það lá ekki fyrir honum að skora í kvöld. Hann átti líka aukaspyrnu sem fór í stöngina. Vítaspyrnan var slök hjá honum. Það gerðist í raun lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í leiknum. Okkar mönnum gekk illa að skapa færi og Andorramenn lágu djúpt til baka.Arnór braut ísinn Ísinn var loks brotinn á 38. mínútu. Guðlaugur Victor átti fallega fyrirgjöf í teiginn, Kolbeinn skallaði hann fyrir fætur hins unga Arnórs Sigurðssonar sem kom honum í netið. Fyrsta landsliðsmark Arnórs og alveg örugglega ekki það síðasta. Fyrir utan markið var fátt að tala um. Liðið var frekar kraftlaust og lét Andorra-menn fara í taugarnar á sér. Það var vitað mál að það myndu gestirnir gera en engu að síður gengu strákarnir í gildruna. Forskotið var þó gott í hálfleikinn.Svekkjandi tíðindi Gestirnir voru í raun aldrei líklegir til þess að skora og því í raun bara spurning hversu stór sigur okkar manna yrði. Annað markið kom á 65. mínútu. Ragnar Sigurðsson átti sendingu fram, Kolbeinn pakkaði einum varnarmanni saman og skoraði laglega í sínu sögulega marki. Þrátt fyrir fleiri færi þá náðu strákarnir ekki að bæta við en þeir kláruðu þetta skylduverkefni. Brosið var fljótt að breytast í skeifu er þeir löbbuðu af velli og fengu að heyra að Tyrkir hefðu jafnað gegn Frökkum. Það voru afar svekkjandi tíðindi en þeir munu fá fleiri tækifæri til þess að komast á EM. Þessari baráttu er ekki lokið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti