Fjölskyldur redda ríkinu Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. október 2019 07:00 Á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni mun ég líklega ekki geta klætt mig í sokka. Enn sem komið er á ég ekki í vandræðum með þessa mikilvægu iðju. Ég reyni meira að segja að temja mér þá venju að fara í sokka standandi á einum fæti. Þannig þjálfa ég jafnvægisskynið í leiðinni. Í kollinum hef ég komið mér upp plani varðandi það hvað gera skuli daginn sem ég dett í fyrsta skipti við svona sokkaaðgerð. Sú bylta verður án efa aumingjaleg. Lág stuna. Dynkur. Mikilvægt verður að halda andliti. Detti ég hef ég því ákveðið — verði einhver vitni — að ég muni umsvifalaust taka armbeygjur. Þar með mun líta út fyrir að vera mín á gólfinu hafi tilgang. Vaxandi stirðleika mun gæta. Aldurinn færist yfir. Mikið afskaplega má maður vera þakklátur fyrir hvern þann dag sem maður býr við fulla heilsu. En svo mun koma að því. Maður getur ekki hluti. Kannski lendir maður í slysi einhvern tímann og verður meira eða minna alveg upp á aðra kominn. Slíkt hendir. Þá blasir spurningin við: Hvað gerist? Verður mér sinnt? Níu prósent Á dögunum kom út skýrsla á vegum Eurostat. Hún staðfestir illan grun. Í ljós kom að á Íslandi er það fyrirkomulag algengast í Evrópu, að aðstandendur séu látnir sjá um að aðstoða fólk sem þarf umönnun. Hið opinbera, sem á að sjá um velferðarkerfið fyrir skattfé, veltir ábyrgðinni samviskulaust á fjölskyldur landsins. Um 9% uppkominna Íslendinga verja drjúgum hluta af tíma sínum í að sinna ættingjum sem þurfa umönnun. Þetta geta til dæmis verið aldraðir foreldrar, langveik börn eða fólk með fötlun. Á Norðurlöndum er þetta hlutfall að meðaltali 3%. Þessi svakalegi munur sýnir svart á hvítu hvernig velferðarkerfið er í grundvallaratriðum öðruvísi rekið hér en annars staðar á Norðurlöndum. Á meðan spekingar rökræða hér af listfengi nánast endalaust um það hvort velferðarkerfið eigi að vera ríkisrekið eða einkarekið hefur raunveruleikinn sinn gang. Einhver þarf jú að sinna fólkinu. Velferðarkerfið er því að stórum hluta fjölskyldurekið. Aðstandendum rennur blóðið til skyldunnar. Þeir sjá um að sinna þörfinni sem hið opinbera hundsar. Íslenska leiðin Svona er hægt að nýta ást og kærleika nákominna til að spara fé í ráðuneytum. Excelskjöl með vaktaplönum systkina — við umönnun aldraðra foreldra — hanga á ísskápum. Eiginmanni er gefið frí einu sinni í viku við umönnun eiginkonu með Alzheimer. Á laugardögum taka börnin keflið. Móðir gefur vinnuna upp á bátinn til að sinna langveiku barni. Öldruð bakveik eiginkona kemur eiginmanni sínum á klósettið. Þrekvirki eru unnin á hverjum degi. Er þetta ekki módel sem Íslendingar mættu stæra sig meira af? Er ekki lag að flytja út þessa tegund af velferðarkerfi? Á Íslandi eru aðstandendur undir mestu álagi allra í Evrópu. Heyra má fyrir sér hvernig setningin gæti hljómað á alþjóðlegri ráðstefnu um velferðarmál: „In Iceland we are proud to have built a welfare system that puts a large portion of the care responsibilities on the shoulders of relatives.“ Þetta, ásamt árangri í kynjajafnrétti og nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda, skilgreinir auðvitað hina miklu fyrirmyndarstöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna. Meðvituð stefna Á sumum sviðum ríkir þónokkur sátt um það að fólkið í landinu, í sjálfboðaliðastarfi eða í gegnum skipulögð samtök, sjái um mikilvæga starfsemi. Björgunarsveitirnar eru dæmi um þetta. Áfengismeðferðir líka. Hins vegar held ég að það megi óhikað fullyrða að það fyrirkomulag að aðstandendur sjái um velferðarkerfið að stórum hluta sé fullkomlega órætt og um það ríki engin sátt. Það er þó útlit fyrir að þetta sé meðvituð stefna. Nú síðast rataði í fréttir að fötluð börn eigi helst ekki að fá notendastýrða persónulega aðstoð. Ekki er til fé, er sagt. En hver er þá pælingin? Eiga börnin að sjá um sig sjálf? Eiga þau að éta það sem úti frýs? Nei. Aðstandendur redda. Af sjónarhóli kerfis sem er upptekið við að sóa peningum í alls konar dót eins og misheppnað íbúðabrask eða kola- og peningabrennandi stóriðju koma aðstandendur sterkir inn þegar svona mál eins og umönnun þurfandi fólks er annars vegar. Bingó. Fyrst þessi aðferð kemur svona vel til greina í velferðarkerfinu má spyrja sig hvers vegna þetta er þá ekki gert á fleiri sviðum. Leggja mætti niður leikskólana. Mamma og pabbi redda. Til hvers að hafa lögreglu? Nágrannavakt er feykinóg. Leggja má niður sorphirðu. Fólk getur farið með tunnurnar sjálft. Þetta yrði skilvirkt þjóðfélag eða hitt þó heldur. Allir á flandri við að redda. Fólk búið á því. Útkeyrt verður það fyrr að öryrkjum sjálft. En hvaða máli skiptir það? Það verða alltaf til ferskir aðstandendur. Það er snilldin. Þeir munu alltaf hlaupa til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni mun ég líklega ekki geta klætt mig í sokka. Enn sem komið er á ég ekki í vandræðum með þessa mikilvægu iðju. Ég reyni meira að segja að temja mér þá venju að fara í sokka standandi á einum fæti. Þannig þjálfa ég jafnvægisskynið í leiðinni. Í kollinum hef ég komið mér upp plani varðandi það hvað gera skuli daginn sem ég dett í fyrsta skipti við svona sokkaaðgerð. Sú bylta verður án efa aumingjaleg. Lág stuna. Dynkur. Mikilvægt verður að halda andliti. Detti ég hef ég því ákveðið — verði einhver vitni — að ég muni umsvifalaust taka armbeygjur. Þar með mun líta út fyrir að vera mín á gólfinu hafi tilgang. Vaxandi stirðleika mun gæta. Aldurinn færist yfir. Mikið afskaplega má maður vera þakklátur fyrir hvern þann dag sem maður býr við fulla heilsu. En svo mun koma að því. Maður getur ekki hluti. Kannski lendir maður í slysi einhvern tímann og verður meira eða minna alveg upp á aðra kominn. Slíkt hendir. Þá blasir spurningin við: Hvað gerist? Verður mér sinnt? Níu prósent Á dögunum kom út skýrsla á vegum Eurostat. Hún staðfestir illan grun. Í ljós kom að á Íslandi er það fyrirkomulag algengast í Evrópu, að aðstandendur séu látnir sjá um að aðstoða fólk sem þarf umönnun. Hið opinbera, sem á að sjá um velferðarkerfið fyrir skattfé, veltir ábyrgðinni samviskulaust á fjölskyldur landsins. Um 9% uppkominna Íslendinga verja drjúgum hluta af tíma sínum í að sinna ættingjum sem þurfa umönnun. Þetta geta til dæmis verið aldraðir foreldrar, langveik börn eða fólk með fötlun. Á Norðurlöndum er þetta hlutfall að meðaltali 3%. Þessi svakalegi munur sýnir svart á hvítu hvernig velferðarkerfið er í grundvallaratriðum öðruvísi rekið hér en annars staðar á Norðurlöndum. Á meðan spekingar rökræða hér af listfengi nánast endalaust um það hvort velferðarkerfið eigi að vera ríkisrekið eða einkarekið hefur raunveruleikinn sinn gang. Einhver þarf jú að sinna fólkinu. Velferðarkerfið er því að stórum hluta fjölskyldurekið. Aðstandendum rennur blóðið til skyldunnar. Þeir sjá um að sinna þörfinni sem hið opinbera hundsar. Íslenska leiðin Svona er hægt að nýta ást og kærleika nákominna til að spara fé í ráðuneytum. Excelskjöl með vaktaplönum systkina — við umönnun aldraðra foreldra — hanga á ísskápum. Eiginmanni er gefið frí einu sinni í viku við umönnun eiginkonu með Alzheimer. Á laugardögum taka börnin keflið. Móðir gefur vinnuna upp á bátinn til að sinna langveiku barni. Öldruð bakveik eiginkona kemur eiginmanni sínum á klósettið. Þrekvirki eru unnin á hverjum degi. Er þetta ekki módel sem Íslendingar mættu stæra sig meira af? Er ekki lag að flytja út þessa tegund af velferðarkerfi? Á Íslandi eru aðstandendur undir mestu álagi allra í Evrópu. Heyra má fyrir sér hvernig setningin gæti hljómað á alþjóðlegri ráðstefnu um velferðarmál: „In Iceland we are proud to have built a welfare system that puts a large portion of the care responsibilities on the shoulders of relatives.“ Þetta, ásamt árangri í kynjajafnrétti og nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda, skilgreinir auðvitað hina miklu fyrirmyndarstöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna. Meðvituð stefna Á sumum sviðum ríkir þónokkur sátt um það að fólkið í landinu, í sjálfboðaliðastarfi eða í gegnum skipulögð samtök, sjái um mikilvæga starfsemi. Björgunarsveitirnar eru dæmi um þetta. Áfengismeðferðir líka. Hins vegar held ég að það megi óhikað fullyrða að það fyrirkomulag að aðstandendur sjái um velferðarkerfið að stórum hluta sé fullkomlega órætt og um það ríki engin sátt. Það er þó útlit fyrir að þetta sé meðvituð stefna. Nú síðast rataði í fréttir að fötluð börn eigi helst ekki að fá notendastýrða persónulega aðstoð. Ekki er til fé, er sagt. En hver er þá pælingin? Eiga börnin að sjá um sig sjálf? Eiga þau að éta það sem úti frýs? Nei. Aðstandendur redda. Af sjónarhóli kerfis sem er upptekið við að sóa peningum í alls konar dót eins og misheppnað íbúðabrask eða kola- og peningabrennandi stóriðju koma aðstandendur sterkir inn þegar svona mál eins og umönnun þurfandi fólks er annars vegar. Bingó. Fyrst þessi aðferð kemur svona vel til greina í velferðarkerfinu má spyrja sig hvers vegna þetta er þá ekki gert á fleiri sviðum. Leggja mætti niður leikskólana. Mamma og pabbi redda. Til hvers að hafa lögreglu? Nágrannavakt er feykinóg. Leggja má niður sorphirðu. Fólk getur farið með tunnurnar sjálft. Þetta yrði skilvirkt þjóðfélag eða hitt þó heldur. Allir á flandri við að redda. Fólk búið á því. Útkeyrt verður það fyrr að öryrkjum sjálft. En hvaða máli skiptir það? Það verða alltaf til ferskir aðstandendur. Það er snilldin. Þeir munu alltaf hlaupa til.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun