Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Andri Eysteinsson skrifar 12. október 2019 16:45 Frá Ras al-Ayn í vikunni Getty/Anadolu Agency Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn. Innrásin og framganga Tyrkja hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en enn er baráttuhugur í tyrkneskum stjórnvöldum og heldur innrásin því áfram. AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Tyrkja greindi frá því á opinberum Twitter-aðgangi sínum að miðborg Ras al-Ayn væri komin undir tyrknesk yfirráð í vel heppnuðum aðgerðum Tyrkja austur af ánni Efrat. Yfirlýst markmið tyrkneskra yfirvalda með innrásinni, sem kölluð er Vor Friðar (e. Peace spring), er að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands. Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan staðfesti að árásir beindust gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS.Arababandalagið fordæmir innrásina Nokkrum dögum áður hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnt að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi, var ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Þá hafa tyrkneskar hersveitir einnig náð mikilvægum samgönguleiðum í norðanverðu Sýrlandi á sitt vald. Vegirnir sem Tyrkir náðu á sitt vald tengja bæina Manbuj og Qamishli og þá var einnig lokað á milli Hassakeh og Aleppo. Á fundi sínum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, fordæmdi Arababandalagið, bandalag 22 þjóða, innrásina í Sýrland. Bandalagið kallaði eftir viðurlögum gegn Tyrkjum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira
Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn. Innrásin og framganga Tyrkja hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en enn er baráttuhugur í tyrkneskum stjórnvöldum og heldur innrásin því áfram. AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Tyrkja greindi frá því á opinberum Twitter-aðgangi sínum að miðborg Ras al-Ayn væri komin undir tyrknesk yfirráð í vel heppnuðum aðgerðum Tyrkja austur af ánni Efrat. Yfirlýst markmið tyrkneskra yfirvalda með innrásinni, sem kölluð er Vor Friðar (e. Peace spring), er að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands. Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan staðfesti að árásir beindust gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS.Arababandalagið fordæmir innrásina Nokkrum dögum áður hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnt að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi, var ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Þá hafa tyrkneskar hersveitir einnig náð mikilvægum samgönguleiðum í norðanverðu Sýrlandi á sitt vald. Vegirnir sem Tyrkir náðu á sitt vald tengja bæina Manbuj og Qamishli og þá var einnig lokað á milli Hassakeh og Aleppo. Á fundi sínum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, fordæmdi Arababandalagið, bandalag 22 þjóða, innrásina í Sýrland. Bandalagið kallaði eftir viðurlögum gegn Tyrkjum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45