Einkunnir eftir tap gegn Frökkum: Hannes maður leiksins Íþróttadeild skrifar 11. október 2019 21:07 Hannes Þór átti mjög góðan leik í dag vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins í íslenska liðinu á móti Frökkum í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Ísland tapaði leiknum 1-0, sigurmarkið skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur á Antoine Griezmann. Heilt yfir var frammistaða Íslands nokkuð góð, strákarnir unnu sína vinnu vel og þurftu Frakkarnir vítaspyrnu til þess að taka sigurinn. Það hefði þó líklega endað verr fyrir íslenska liðið hefði ekki verið fyrir Hannes sem varði frábærlega í markinu í dag. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Greip oft vel inn í fyrirgjafir Frakka og varði ágætlega í nokkur skipti, meðal annars frá Griezmann í fyrri hálfleiknum. Var öruggur í sínum aðgerðum og besti maður Íslands í dag.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Átti í vandræðum með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleiknum. Skilaði varnarvinnunni lengst af vel og sérstaklega með það í huga að hann er ekki vanur að spila þessa stöðu.Kári Árnason, miðvörður 7 Átti í mikilli baráttu við Giroud í loftinu og lenti stundum í basli með stóra gæjann. Var að öðru leyti traustur og lokaði vörninni vel með félögum sínum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Var traustur í vörninni og gerði engin stórvægileg mistök. Fékk spjald í fyrri hálfleik en spilaði skynsamlega eftir það og greip vel inn í sóknir Frakka í nokkur skipti.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Lenti sjaldan í vandræðum og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Sýndi fremur klaufalegan varnarleik þegar hann fékk dæmt á sig vítið þó dómurinn hefði verið ódýr.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður Meiddist eftir tæplega 15 mínútna leik og varð að fara af velli. Fær ekki einkunn.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Lokaði vel á spil Frakka sem áttu í stökustu vandræðum með að skapa hættu löngum stundum. Harðduglegur og gaf allt sitt í leikinn. Fór meiddur af velli í síðari hálfleik.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Spilaði vel á miðri miðjunni og fyllti skarð Arons Einars á ágætlega með Rúnari Má. Dró af honum þegar leið á leikinn en skilaði sínu og vel það.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Fór yfir á hægri kantinn þegar Jóhann Berg meiddist og Jón Daði kom inn. Skilaði ágætri varnarvinnu en sóknarlega gerðist lítið þegar hann fékk boltann.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hljóp mikið eins og venjulega og var duglegur að pressa. Reyndi eins og hann gat sóknarlega en fékk lítinn tíma á boltanum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Vann marga skallabolta í framlínunni en seinni boltinn endaði sjaldan hjá samherja. Var duglegur í pressunni en vantaði meiri stuðning sóknarlega.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson 6 - Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 16. mínútu) Kom inn á vinstri kantinn. Átti ágæta skottilraun sem Mandanda varði í fyrri hálfleik. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en fékk úr litlu að moða sóknarlega og olli Pavard, hægri bakverði Frakka, litlum vandræðum.Alfreð Finnbogason - (Kom inn fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 73.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn.Arnór Sigurðsson - (Kom inn fyrir Arnór Ingva Traustason á 81.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 0-1 | Vítaspyrna Giroud gaf Frökkum sigurinn Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57 Jóhann Berg fór meiddur af velli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli. 11. október 2019 19:24 Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins í íslenska liðinu á móti Frökkum í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Ísland tapaði leiknum 1-0, sigurmarkið skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur á Antoine Griezmann. Heilt yfir var frammistaða Íslands nokkuð góð, strákarnir unnu sína vinnu vel og þurftu Frakkarnir vítaspyrnu til þess að taka sigurinn. Það hefði þó líklega endað verr fyrir íslenska liðið hefði ekki verið fyrir Hannes sem varði frábærlega í markinu í dag. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Greip oft vel inn í fyrirgjafir Frakka og varði ágætlega í nokkur skipti, meðal annars frá Griezmann í fyrri hálfleiknum. Var öruggur í sínum aðgerðum og besti maður Íslands í dag.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Átti í vandræðum með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleiknum. Skilaði varnarvinnunni lengst af vel og sérstaklega með það í huga að hann er ekki vanur að spila þessa stöðu.Kári Árnason, miðvörður 7 Átti í mikilli baráttu við Giroud í loftinu og lenti stundum í basli með stóra gæjann. Var að öðru leyti traustur og lokaði vörninni vel með félögum sínum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Var traustur í vörninni og gerði engin stórvægileg mistök. Fékk spjald í fyrri hálfleik en spilaði skynsamlega eftir það og greip vel inn í sóknir Frakka í nokkur skipti.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Lenti sjaldan í vandræðum og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Sýndi fremur klaufalegan varnarleik þegar hann fékk dæmt á sig vítið þó dómurinn hefði verið ódýr.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður Meiddist eftir tæplega 15 mínútna leik og varð að fara af velli. Fær ekki einkunn.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Lokaði vel á spil Frakka sem áttu í stökustu vandræðum með að skapa hættu löngum stundum. Harðduglegur og gaf allt sitt í leikinn. Fór meiddur af velli í síðari hálfleik.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Spilaði vel á miðri miðjunni og fyllti skarð Arons Einars á ágætlega með Rúnari Má. Dró af honum þegar leið á leikinn en skilaði sínu og vel það.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Fór yfir á hægri kantinn þegar Jóhann Berg meiddist og Jón Daði kom inn. Skilaði ágætri varnarvinnu en sóknarlega gerðist lítið þegar hann fékk boltann.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hljóp mikið eins og venjulega og var duglegur að pressa. Reyndi eins og hann gat sóknarlega en fékk lítinn tíma á boltanum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Vann marga skallabolta í framlínunni en seinni boltinn endaði sjaldan hjá samherja. Var duglegur í pressunni en vantaði meiri stuðning sóknarlega.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson 6 - Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 16. mínútu) Kom inn á vinstri kantinn. Átti ágæta skottilraun sem Mandanda varði í fyrri hálfleik. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en fékk úr litlu að moða sóknarlega og olli Pavard, hægri bakverði Frakka, litlum vandræðum.Alfreð Finnbogason - (Kom inn fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 73.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn.Arnór Sigurðsson - (Kom inn fyrir Arnór Ingva Traustason á 81.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 0-1 | Vítaspyrna Giroud gaf Frökkum sigurinn Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57 Jóhann Berg fór meiddur af velli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli. 11. október 2019 19:24 Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 0-1 | Vítaspyrna Giroud gaf Frökkum sigurinn Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30
Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57
Jóhann Berg fór meiddur af velli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli. 11. október 2019 19:24