Lífið

Urðu fyrir aðkasti vegna myndar með Hafþóri Júlíusi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill Ásbjarnarson á og rekur Suitup Reykjavík.
Egill Ásbjarnarson á og rekur Suitup Reykjavík. vísir/vilhelm
Egill Ásbjarnarson er ungur maður á uppleið. Hann stofnaði jakkafatafyrirtækið Suitup Reykjavík sem hefur náð fótfestu á íslenskum markaði.

Egill er gestur vikunnar í Einkalífinu. Egill og Jökull Vilhjálmsson viðskiptafélagi hans ákváðu að leggja allt undir og stofna fyrirtækið Suitup Reykjavik árið 2014.

Fyrir nokkrum árum birtu þeir mynd af Hafþóri Júlíusi Björnssyni í jakkafötum frá Suitup á Facebook og stóðu þeir Egill og Jökull sitthvoru megin við hann. Báðir voru þeir smekklega klæddir en það sem vakti sérstaka athygli var að þeir voru ekki í sokkum.

Fyrir það fengu þeir yfir sig heilan helling af athugasemdum og voru þær ekki beint jákvæðar. Aðdáendur Fjallsins voru ekki parsáttir við stílinn.

„Við fengum hita, ekki spurning,“ segir Egill.

„Athugasemdakerfið fór á hliðina. Þetta er einhvern veginn eitthvað sem ég hef aldrei skilið. Hvernig fólk getur haft svona ótrúlega mikla skoðun á þessu. Þetta sjokkeraði einhverja og voru rosalega margir Game of Thrones aðdáendur frá Bandaríkjunum. Svo lengi sem hitastigið er rétt yfir tíu gráður þá er ég ekki í sokkum.“


Tengdar fréttir

Drakk frá mér alla ábyrgð

Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði.

Spurning hvort keto henti Jóni og Gunnu

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.