Rétt skal vera rétt Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2019 09:45 Ragnar Snær fer yfir síðastliðið ár í einlægu og opinskáu viðtali á Vísi. vísir/vilhelm Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Í dag er Ragnar tveggja barna einstæður faðir sem þarf að koma undir sig fótunum og halda áfram með lífið. Ragnar eignaðist þau Emilý Rós og Erik Fjalar með eiginkonu sinni. Ragnar segir sögu sína í Einkalífinu. Ragnar segir að síðastliðið ár hafi verið það erfiðasta í hans lífi. Samhliða veikindum eiginkonu sinnar mátti hann eiga við slúðursögur sem gengu manna á milli. Hjónin svöruðu á sínum tíma á Instagram fyrir slúður er sneri að því að peningar sem runnu inn á styrktarreikning fyrir Fanneyju hefðu verið notaðir í annað en að bregðast við veikindum hennar. Ragnar segist ekki óska sínum versta óvini það að þurfa taka á svona málum á eins erfiðum tíma og hann varð að gera. „Ég held að það geti enginn gert sér í hugarlund hvernig það er,“ segir Ragnar um þær sögur sem hann sat undir á meðan eiginkona hans háði lokabaráttu við meinið. „Það að aðilar skuli tjá sig um þau spor sem við vorum í eða setja út á einhverja hluti er svona álíka gáfulegt og að miðaldra karlmenn séu að tjá sig um meðgöngurof og annað,“ segir Ragnar Snær. „Við tækluðum svona smáatriði sem okkur fannst mikilvægt að hreinsa upp strax. Við vissum af svo mörgum öðrum hlutum sem er bara ólýsanlega sárt að hugsa út í. Einhver heyrir kannski eina slúðursögu frá einhverjum sem veit tvö prósent, fimm prósent um málið. Sú vitneskja er byggð á sandi og svo er byggt ofan á það. Það er oft talað um hitt og þetta sem er bara þvæla frá a til ö. Jafnvel af aðilum sem við treystum sem áttu að vera nánir okkur. Það fyrir mér er í dag ofboðslega sárt þegar maður hugsar til baka. Fanney deyr sár og ósátt út í nokkra aðila. Út af einhverju svona bulli,“ segir Ragnar. Hann bætir við að þau tvö hafi alltaf verið þau einu sem vissu nákvæmlega allan sannleikann.„Svo heldur bullið áfram að þrífast og bætir ofan á sig einhverri algjörri þvælu. Auðvitað barst þetta á endanum til okkar. Ég sit við rúmstokkinn hennar á líknadeild og við erum að fá þetta beint til okkar frá aðilum í okkar nánasta hring. Hvað þessi sagði, hvað þessi sagði, hvað þessi sagði og svo framvegis. Aðilar sem við treystum sem voru annað hvort að búa eitthvað til, til þess að fá smá athygli eða bera eitthvað áfram sem einhver annar sagði. Eða bara sitja hjá og segja ekki neitt,“ segir Ragnar. Þau hjónin hafi haft mjög góðar ástæður fyrir því af hverju þau tjáðu sig ekki um þessa hluti á sínum tíma.Hef hingað til verið hljóður „Ég ætti ekki að eyða miklum tíma í að tala um þessa hluti en það er samt mikilvægt að halda til haga að orð og gjörðir hafa afleiðingar. Ég hef hingað til verið hljóður en við skulum hafa það alveg á hreinu að ef einhver vogar sér að halda áfram með einhverja svona þvælu þá neyðist ég til að draga viðkomandi aðila fram og aftur í drullusvaðinu. Með staðreyndirnar, sannleikann og alla vitneskjuna hundrað prósent mín megin. Það yrði ekki gert af einhverri hefndargirnd, þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að rétt skal vera rétt,“ segir Ragnar. Þau Fanney skrifuðu niður allar þær sögur sem þau heyrðu á sínum tíma og frá hverjum. Hann geymir þær allar í hefti. „Þetta hafði afskaplega slæm áhrif á okkur á langerfiðasta tímanum í ferlinu. Ég ætla sannarlega að vona það að viðkomandi aðilar geti núna litið í spegil, horft á sjálfan sig og hugsað að frá og með deginum í dag ætla ég að gera betur. Þetta er svo sannarlega ekki framkoma sem ég myndi óska mínum versta óvini. Á ákveðnum tímapunkti í ferlinu var mér og Fanneyju algjörlega ofboðið. Ekki misskilja mig. Þetta var nánast allt ást og ég man ekki eftir einu neikvæðu skilaboði enda myndi enginn þora eða vilja segja eitthvað svona við mig eða okkur. Þetta snýst bara um að hafa eitthvað til að snakka á í saumaklúbbnum. En á þessum tímapunkti ofbýður okkur og við byrjum að skrifa niður allt og sitja yfir þessu síðustu mánuðina og síðustu vikurnar sem Fanney á eftir ólifað og á þeim tímapunkti áttuðum við okkur engan veginn á því að það færi þannig.“ Ragnar mætti í Einkalífið með 160 þéttskrifaðar blaðsíður sem þau hjónin skrifuðu saman. „Maður er bara kominn með heila bók og í lokin töluðum við þannig að þetta væri nú bara eitthvað sem hægt væri að gefa út á einhverjum tímapunkti. Ég er ekki kominn hingað til að tala um einhverja bók eða fara auglýsa einhverja bók. Og ég veit ekki hvort ég myndi undir einhverjum kringumstæðum gefa svoleiðis út. Mér finnst það mjög ólíklegt en ég veit það ekki. Kannski eftir tvö ár eða tuttugu ár en mjög líklega ekki. Við sátum stundum saman og hlutir sem Fanney sagði, hlutir sem ég sagði og allt í vitna viðurvist. Stundum með löggildan aðila og allt undirritað. Okkur ofbauð bara,“ segir Ragnar.Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnar einnig um síðastliðið ár og hvernig var að takast á við þennan erfiða sjúkdóm sem maki og aðstandandi, hvernig það hafi verið að reyna vera jákvæður og takast á við verkefnið af æðruleysi, hvernig stuðningur almennings og fjölskyldu þeirra snerti við þeim tveim, hvort hann sé í dag reiður maður, um síðustu daga Fanneyjar og að lokum um framtíðina hjá honum og börnunum tveim. Hann talar einstaklega fallega um Fanneyju sína og ætlar sér að halda minningu hennar á lofti um ókomna tíð. Einkalífið Tengdar fréttir Draumurinn varð að veruleika eftir tvö launalaus ár Egill Ásbjarnarson er ungur maður á uppleið. Hann stofnaði jakkafatafyrirtækið Suitup Reykjavík sem hefur náð fótfestu á íslenskum markaði. 10. október 2019 12:30 Drakk frá mér alla ábyrgð Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði. 11. apríl 2019 11:30 Yndisleg himnasending sem kom inn í líf mitt Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. 7. mars 2019 11:30 Átröskunin heltók stóran kafla af lífinu mínu Vala Kristín Eiríksdóttir er ung og efnileg leikkona sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir flotta frammistöðu í leiklistarsenunni hér á landi. Vala er gestur vikunnar í Einkalífinu. 24. október 2019 11:30 Sjálfsfróunin kom Völu Grand mest á óvart Vala Grand vakti fyrst athygli hér á landi fyrir þrettán árum en hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010. 24. mars 2019 10:00 Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. 3. mars 2019 10:00 Enginn beðið mig afsökunar "Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“ 20. október 2019 10:00 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Er mjög misskilin manneskja Manúela Ósk Harðardóttir vakti fyrst athygli hér á landi árið 2002 þegar hún varð Ungfrú Ísland, aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur Manúela verið áberandi hér á landi og jafnvel víðar. Hún hefur verið töluvert búsett í Bandaríkjunum en býr í dag í Hafnarfirðinum. 7. apríl 2019 10:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Í dag er Ragnar tveggja barna einstæður faðir sem þarf að koma undir sig fótunum og halda áfram með lífið. Ragnar eignaðist þau Emilý Rós og Erik Fjalar með eiginkonu sinni. Ragnar segir sögu sína í Einkalífinu. Ragnar segir að síðastliðið ár hafi verið það erfiðasta í hans lífi. Samhliða veikindum eiginkonu sinnar mátti hann eiga við slúðursögur sem gengu manna á milli. Hjónin svöruðu á sínum tíma á Instagram fyrir slúður er sneri að því að peningar sem runnu inn á styrktarreikning fyrir Fanneyju hefðu verið notaðir í annað en að bregðast við veikindum hennar. Ragnar segist ekki óska sínum versta óvini það að þurfa taka á svona málum á eins erfiðum tíma og hann varð að gera. „Ég held að það geti enginn gert sér í hugarlund hvernig það er,“ segir Ragnar um þær sögur sem hann sat undir á meðan eiginkona hans háði lokabaráttu við meinið. „Það að aðilar skuli tjá sig um þau spor sem við vorum í eða setja út á einhverja hluti er svona álíka gáfulegt og að miðaldra karlmenn séu að tjá sig um meðgöngurof og annað,“ segir Ragnar Snær. „Við tækluðum svona smáatriði sem okkur fannst mikilvægt að hreinsa upp strax. Við vissum af svo mörgum öðrum hlutum sem er bara ólýsanlega sárt að hugsa út í. Einhver heyrir kannski eina slúðursögu frá einhverjum sem veit tvö prósent, fimm prósent um málið. Sú vitneskja er byggð á sandi og svo er byggt ofan á það. Það er oft talað um hitt og þetta sem er bara þvæla frá a til ö. Jafnvel af aðilum sem við treystum sem áttu að vera nánir okkur. Það fyrir mér er í dag ofboðslega sárt þegar maður hugsar til baka. Fanney deyr sár og ósátt út í nokkra aðila. Út af einhverju svona bulli,“ segir Ragnar. Hann bætir við að þau tvö hafi alltaf verið þau einu sem vissu nákvæmlega allan sannleikann.„Svo heldur bullið áfram að þrífast og bætir ofan á sig einhverri algjörri þvælu. Auðvitað barst þetta á endanum til okkar. Ég sit við rúmstokkinn hennar á líknadeild og við erum að fá þetta beint til okkar frá aðilum í okkar nánasta hring. Hvað þessi sagði, hvað þessi sagði, hvað þessi sagði og svo framvegis. Aðilar sem við treystum sem voru annað hvort að búa eitthvað til, til þess að fá smá athygli eða bera eitthvað áfram sem einhver annar sagði. Eða bara sitja hjá og segja ekki neitt,“ segir Ragnar. Þau hjónin hafi haft mjög góðar ástæður fyrir því af hverju þau tjáðu sig ekki um þessa hluti á sínum tíma.Hef hingað til verið hljóður „Ég ætti ekki að eyða miklum tíma í að tala um þessa hluti en það er samt mikilvægt að halda til haga að orð og gjörðir hafa afleiðingar. Ég hef hingað til verið hljóður en við skulum hafa það alveg á hreinu að ef einhver vogar sér að halda áfram með einhverja svona þvælu þá neyðist ég til að draga viðkomandi aðila fram og aftur í drullusvaðinu. Með staðreyndirnar, sannleikann og alla vitneskjuna hundrað prósent mín megin. Það yrði ekki gert af einhverri hefndargirnd, þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að rétt skal vera rétt,“ segir Ragnar. Þau Fanney skrifuðu niður allar þær sögur sem þau heyrðu á sínum tíma og frá hverjum. Hann geymir þær allar í hefti. „Þetta hafði afskaplega slæm áhrif á okkur á langerfiðasta tímanum í ferlinu. Ég ætla sannarlega að vona það að viðkomandi aðilar geti núna litið í spegil, horft á sjálfan sig og hugsað að frá og með deginum í dag ætla ég að gera betur. Þetta er svo sannarlega ekki framkoma sem ég myndi óska mínum versta óvini. Á ákveðnum tímapunkti í ferlinu var mér og Fanneyju algjörlega ofboðið. Ekki misskilja mig. Þetta var nánast allt ást og ég man ekki eftir einu neikvæðu skilaboði enda myndi enginn þora eða vilja segja eitthvað svona við mig eða okkur. Þetta snýst bara um að hafa eitthvað til að snakka á í saumaklúbbnum. En á þessum tímapunkti ofbýður okkur og við byrjum að skrifa niður allt og sitja yfir þessu síðustu mánuðina og síðustu vikurnar sem Fanney á eftir ólifað og á þeim tímapunkti áttuðum við okkur engan veginn á því að það færi þannig.“ Ragnar mætti í Einkalífið með 160 þéttskrifaðar blaðsíður sem þau hjónin skrifuðu saman. „Maður er bara kominn með heila bók og í lokin töluðum við þannig að þetta væri nú bara eitthvað sem hægt væri að gefa út á einhverjum tímapunkti. Ég er ekki kominn hingað til að tala um einhverja bók eða fara auglýsa einhverja bók. Og ég veit ekki hvort ég myndi undir einhverjum kringumstæðum gefa svoleiðis út. Mér finnst það mjög ólíklegt en ég veit það ekki. Kannski eftir tvö ár eða tuttugu ár en mjög líklega ekki. Við sátum stundum saman og hlutir sem Fanney sagði, hlutir sem ég sagði og allt í vitna viðurvist. Stundum með löggildan aðila og allt undirritað. Okkur ofbauð bara,“ segir Ragnar.Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnar einnig um síðastliðið ár og hvernig var að takast á við þennan erfiða sjúkdóm sem maki og aðstandandi, hvernig það hafi verið að reyna vera jákvæður og takast á við verkefnið af æðruleysi, hvernig stuðningur almennings og fjölskyldu þeirra snerti við þeim tveim, hvort hann sé í dag reiður maður, um síðustu daga Fanneyjar og að lokum um framtíðina hjá honum og börnunum tveim. Hann talar einstaklega fallega um Fanneyju sína og ætlar sér að halda minningu hennar á lofti um ókomna tíð.
Einkalífið Tengdar fréttir Draumurinn varð að veruleika eftir tvö launalaus ár Egill Ásbjarnarson er ungur maður á uppleið. Hann stofnaði jakkafatafyrirtækið Suitup Reykjavík sem hefur náð fótfestu á íslenskum markaði. 10. október 2019 12:30 Drakk frá mér alla ábyrgð Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði. 11. apríl 2019 11:30 Yndisleg himnasending sem kom inn í líf mitt Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. 7. mars 2019 11:30 Átröskunin heltók stóran kafla af lífinu mínu Vala Kristín Eiríksdóttir er ung og efnileg leikkona sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir flotta frammistöðu í leiklistarsenunni hér á landi. Vala er gestur vikunnar í Einkalífinu. 24. október 2019 11:30 Sjálfsfróunin kom Völu Grand mest á óvart Vala Grand vakti fyrst athygli hér á landi fyrir þrettán árum en hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010. 24. mars 2019 10:00 Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. 3. mars 2019 10:00 Enginn beðið mig afsökunar "Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“ 20. október 2019 10:00 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Er mjög misskilin manneskja Manúela Ósk Harðardóttir vakti fyrst athygli hér á landi árið 2002 þegar hún varð Ungfrú Ísland, aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur Manúela verið áberandi hér á landi og jafnvel víðar. Hún hefur verið töluvert búsett í Bandaríkjunum en býr í dag í Hafnarfirðinum. 7. apríl 2019 10:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Draumurinn varð að veruleika eftir tvö launalaus ár Egill Ásbjarnarson er ungur maður á uppleið. Hann stofnaði jakkafatafyrirtækið Suitup Reykjavík sem hefur náð fótfestu á íslenskum markaði. 10. október 2019 12:30
Drakk frá mér alla ábyrgð Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði. 11. apríl 2019 11:30
Yndisleg himnasending sem kom inn í líf mitt Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. 7. mars 2019 11:30
Átröskunin heltók stóran kafla af lífinu mínu Vala Kristín Eiríksdóttir er ung og efnileg leikkona sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir flotta frammistöðu í leiklistarsenunni hér á landi. Vala er gestur vikunnar í Einkalífinu. 24. október 2019 11:30
Sjálfsfróunin kom Völu Grand mest á óvart Vala Grand vakti fyrst athygli hér á landi fyrir þrettán árum en hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010. 24. mars 2019 10:00
Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. 3. mars 2019 10:00
Enginn beðið mig afsökunar "Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“ 20. október 2019 10:00
„Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30
Er mjög misskilin manneskja Manúela Ósk Harðardóttir vakti fyrst athygli hér á landi árið 2002 þegar hún varð Ungfrú Ísland, aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur Manúela verið áberandi hér á landi og jafnvel víðar. Hún hefur verið töluvert búsett í Bandaríkjunum en býr í dag í Hafnarfirðinum. 7. apríl 2019 10:00