Tómhentur af fæðingardeild Haukur Örn Birgisson skrifar 29. október 2019 09:15 Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu. Þegar ég hélt að við værum komin fyrir vind þá hætti lífið í maganum. Fyrirvaralaust var fótunum kippt undan. Það var sárt að horfa á þá, liggjandi í vöggu sinni, og hugsa til alls þess sem við þremenningarnir fórum á mis við. Ég hefði viljað fá að kynnast þeim. Ég hefði viljað fá að sjá þá koma í heiminn undir öðrum kringumstæðum. Ég hefði viljað fá að heyra þá gráta í fyrsta sinn. Ég hefði viljað fá að fara með þá heim af fæðingardeildinni í stað þess að skilja þá þar eftir. Ég hefði viljað fá að sjá þá taka sín fyrstu skref, segja sín fyrstu orð. Ég hefði viljað fá að kenna þeim að hjóla, hvetja þá áfram þegar þeir detta. Ég hefði viljað fá að sjá þá fara í taugarnar á eldri systkinum sínum. Ég hefði viljað fá að sjá þá að morgni fyrsta skóladags. Ég hefði viljað fá að ruglast á þeim. Ég hefði viljað fá að fara með þeim í golf. Ég hefði viljað fá að sjá þá útskrifast úr skóla. Ég hefði viljað fá að sjá þá fara á fyrstu stefnumótin. Ég hefði viljað fá að vera svaramaður þeirra á brúðkaupsdaginn. Ég hefði viljað fá að hitta börnin þeirra. Ég hefði viljað fá að fara í taugarnar á þeim á mínum gamals aldri. Mest af öllu hefði ég viljað fá að kveðja þá á mínum eigin dánarbeð, í stað þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu. Þegar ég hélt að við værum komin fyrir vind þá hætti lífið í maganum. Fyrirvaralaust var fótunum kippt undan. Það var sárt að horfa á þá, liggjandi í vöggu sinni, og hugsa til alls þess sem við þremenningarnir fórum á mis við. Ég hefði viljað fá að kynnast þeim. Ég hefði viljað fá að sjá þá koma í heiminn undir öðrum kringumstæðum. Ég hefði viljað fá að heyra þá gráta í fyrsta sinn. Ég hefði viljað fá að fara með þá heim af fæðingardeildinni í stað þess að skilja þá þar eftir. Ég hefði viljað fá að sjá þá taka sín fyrstu skref, segja sín fyrstu orð. Ég hefði viljað fá að kenna þeim að hjóla, hvetja þá áfram þegar þeir detta. Ég hefði viljað fá að sjá þá fara í taugarnar á eldri systkinum sínum. Ég hefði viljað fá að sjá þá að morgni fyrsta skóladags. Ég hefði viljað fá að ruglast á þeim. Ég hefði viljað fá að fara með þeim í golf. Ég hefði viljað fá að sjá þá útskrifast úr skóla. Ég hefði viljað fá að sjá þá fara á fyrstu stefnumótin. Ég hefði viljað fá að vera svaramaður þeirra á brúðkaupsdaginn. Ég hefði viljað fá að hitta börnin þeirra. Ég hefði viljað fá að fara í taugarnar á þeim á mínum gamals aldri. Mest af öllu hefði ég viljað fá að kveðja þá á mínum eigin dánarbeð, í stað þeirra.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar