Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 13:30 Rannsókninni var hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. vísir/getty Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið. Svíþjóð Vísindi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið.
Svíþjóð Vísindi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira