Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 11:49 Fjöldi fólks hefur leitað á bráðamóttökuna í morgun vegna hálkuslysa. vísir/vilhelm 25 einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag á deildinni og hefur auka mannskapur verið kallaður út. Hálka sem myndaðist víða um landið í morgun virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu og hafa þó nokkur umferðaróhöpp orðið. Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð nærri Smáralind í Kópavogi. Þá valt saltflutningabíll á fólksbíl á Flóttamannaleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar og eldur upp í bíl sem valt við Tálkafjörð í morgun. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys í þessum óhöppum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrir hádegi fengið tilkynningar um sjö umferðarslys frá miðnætti. Jón Magnússon, yfirlæknir á Bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag hafa verið í morgun. „Það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur í morgun vegna hálkuslysa. Um ellefu höfðu þegar tuttugu og fimm einstaklingar komið til okkar eftir að hafa lent í ýmsum óhöppum tengdum hálkunni,“ segir Jón. Einhver alvarleg slys? „Þetta eru beinbrot, mar og skurðir en engir lífshættulegir áverkar.“ Jón kveðst eiga von á því að það verði álag á bráðamóttökunni fram eftir degi. „Það verður löng bið hjá okkur í dag fyrir þá sem leita til okkar vegna minniháttar veikinda og slysa vegna þessa. Ég vill fá að nota tækifærið og minna fólk á að hægt er að fá prýðisgóða þjónustu við minniháttar veikindum og minni slysum á heilsugæslustöðum og læknavakt,“ segir Jón. Hefur þetta haft mikil áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar? „Já, við höfum verið að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna þessum sjúklingahópi og það hefur lengst biðin hjá okkur við minniháttar slysum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
25 einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag á deildinni og hefur auka mannskapur verið kallaður út. Hálka sem myndaðist víða um landið í morgun virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu og hafa þó nokkur umferðaróhöpp orðið. Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð nærri Smáralind í Kópavogi. Þá valt saltflutningabíll á fólksbíl á Flóttamannaleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar og eldur upp í bíl sem valt við Tálkafjörð í morgun. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys í þessum óhöppum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrir hádegi fengið tilkynningar um sjö umferðarslys frá miðnætti. Jón Magnússon, yfirlæknir á Bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag hafa verið í morgun. „Það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur í morgun vegna hálkuslysa. Um ellefu höfðu þegar tuttugu og fimm einstaklingar komið til okkar eftir að hafa lent í ýmsum óhöppum tengdum hálkunni,“ segir Jón. Einhver alvarleg slys? „Þetta eru beinbrot, mar og skurðir en engir lífshættulegir áverkar.“ Jón kveðst eiga von á því að það verði álag á bráðamóttökunni fram eftir degi. „Það verður löng bið hjá okkur í dag fyrir þá sem leita til okkar vegna minniháttar veikinda og slysa vegna þessa. Ég vill fá að nota tækifærið og minna fólk á að hægt er að fá prýðisgóða þjónustu við minniháttar veikindum og minni slysum á heilsugæslustöðum og læknavakt,“ segir Jón. Hefur þetta haft mikil áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar? „Já, við höfum verið að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna þessum sjúklingahópi og það hefur lengst biðin hjá okkur við minniháttar slysum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira