Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 11:49 Fjöldi fólks hefur leitað á bráðamóttökuna í morgun vegna hálkuslysa. vísir/vilhelm 25 einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag á deildinni og hefur auka mannskapur verið kallaður út. Hálka sem myndaðist víða um landið í morgun virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu og hafa þó nokkur umferðaróhöpp orðið. Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð nærri Smáralind í Kópavogi. Þá valt saltflutningabíll á fólksbíl á Flóttamannaleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar og eldur upp í bíl sem valt við Tálkafjörð í morgun. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys í þessum óhöppum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrir hádegi fengið tilkynningar um sjö umferðarslys frá miðnætti. Jón Magnússon, yfirlæknir á Bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag hafa verið í morgun. „Það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur í morgun vegna hálkuslysa. Um ellefu höfðu þegar tuttugu og fimm einstaklingar komið til okkar eftir að hafa lent í ýmsum óhöppum tengdum hálkunni,“ segir Jón. Einhver alvarleg slys? „Þetta eru beinbrot, mar og skurðir en engir lífshættulegir áverkar.“ Jón kveðst eiga von á því að það verði álag á bráðamóttökunni fram eftir degi. „Það verður löng bið hjá okkur í dag fyrir þá sem leita til okkar vegna minniháttar veikinda og slysa vegna þessa. Ég vill fá að nota tækifærið og minna fólk á að hægt er að fá prýðisgóða þjónustu við minniháttar veikindum og minni slysum á heilsugæslustöðum og læknavakt,“ segir Jón. Hefur þetta haft mikil áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar? „Já, við höfum verið að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna þessum sjúklingahópi og það hefur lengst biðin hjá okkur við minniháttar slysum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
25 einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag á deildinni og hefur auka mannskapur verið kallaður út. Hálka sem myndaðist víða um landið í morgun virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu og hafa þó nokkur umferðaróhöpp orðið. Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð nærri Smáralind í Kópavogi. Þá valt saltflutningabíll á fólksbíl á Flóttamannaleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar og eldur upp í bíl sem valt við Tálkafjörð í morgun. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys í þessum óhöppum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrir hádegi fengið tilkynningar um sjö umferðarslys frá miðnætti. Jón Magnússon, yfirlæknir á Bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag hafa verið í morgun. „Það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur í morgun vegna hálkuslysa. Um ellefu höfðu þegar tuttugu og fimm einstaklingar komið til okkar eftir að hafa lent í ýmsum óhöppum tengdum hálkunni,“ segir Jón. Einhver alvarleg slys? „Þetta eru beinbrot, mar og skurðir en engir lífshættulegir áverkar.“ Jón kveðst eiga von á því að það verði álag á bráðamóttökunni fram eftir degi. „Það verður löng bið hjá okkur í dag fyrir þá sem leita til okkar vegna minniháttar veikinda og slysa vegna þessa. Ég vill fá að nota tækifærið og minna fólk á að hægt er að fá prýðisgóða þjónustu við minniháttar veikindum og minni slysum á heilsugæslustöðum og læknavakt,“ segir Jón. Hefur þetta haft mikil áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar? „Já, við höfum verið að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna þessum sjúklingahópi og það hefur lengst biðin hjá okkur við minniháttar slysum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira