Yaya Toure: FIFA er alveg sama um rasisma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 10:30 Yaya Toure spilar nú í Kína. Getty/Visual China Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina. Að mati Fílabeinsstrendingsins þá er FIFA ekki að gera nógu mikið og að hans mati þá átti enska landsliðið einnig að ganga af velli í Búlgaíu þegar ensku landsliðsmennirnir heyrðu apahljóðin úr stúkunni. Hinn 36 ára gamli Yaya Toure spilar nú í Kína og lét þessi orð falla eftir að lið hans, Qingdao Huanghai, tryggði sér sæti í kínversku súperdeildinni um helgina. Leikur Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 var stöðvaður í tvígang í fyrri hálfleik vegna kynþáttaníðs úr stúkunni en ensku landsliðsmennirnir ákváðu að klára samt leikinn.Yaya Toure: FIFA er ligeglade med racisme https://t.co/aNd4rvwR9x — bold.dk (@bolddk) October 28, 2019 „Þetta er synd, Af hverju ertu að spila fyrir England?,“ spurði Yaya Toure sem vildi sjá róttækari viðbrögð frá ensku landsliðsmönnunum. „Það er alltaf verið að tala um að gera eitthvað, bla, bla, bla en svo hvað? Ekkert breytist,“ sagði Yaya Toure. Hann er heldur ekki ánægður með FIFA. „Fólkinu hjá FIFA er alveg sama um þetta hvort sem er því við erum enn að tala um þetta og þetta er ennþá í gangi. Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Yaya Toure. „Þeir verða að taka alvarlegra á þessu því annars mun rassistarnir bara halda áfram. Þeir verða að fara með leikmennina af velli,“ sagði Yaya Toure.#YayaToure, who has been outspoken on #football's racism problem, said of the decision. "They are always talking, 'Blah, blah, blah', and what? Nothing changes."https://t.co/0Pj9emXtCf — The Peninsula (@PeninsulaQatar) October 28, 2019 EM 2020 í fótbolta FIFA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina. Að mati Fílabeinsstrendingsins þá er FIFA ekki að gera nógu mikið og að hans mati þá átti enska landsliðið einnig að ganga af velli í Búlgaíu þegar ensku landsliðsmennirnir heyrðu apahljóðin úr stúkunni. Hinn 36 ára gamli Yaya Toure spilar nú í Kína og lét þessi orð falla eftir að lið hans, Qingdao Huanghai, tryggði sér sæti í kínversku súperdeildinni um helgina. Leikur Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 var stöðvaður í tvígang í fyrri hálfleik vegna kynþáttaníðs úr stúkunni en ensku landsliðsmennirnir ákváðu að klára samt leikinn.Yaya Toure: FIFA er ligeglade med racisme https://t.co/aNd4rvwR9x — bold.dk (@bolddk) October 28, 2019 „Þetta er synd, Af hverju ertu að spila fyrir England?,“ spurði Yaya Toure sem vildi sjá róttækari viðbrögð frá ensku landsliðsmönnunum. „Það er alltaf verið að tala um að gera eitthvað, bla, bla, bla en svo hvað? Ekkert breytist,“ sagði Yaya Toure. Hann er heldur ekki ánægður með FIFA. „Fólkinu hjá FIFA er alveg sama um þetta hvort sem er því við erum enn að tala um þetta og þetta er ennþá í gangi. Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Yaya Toure. „Þeir verða að taka alvarlegra á þessu því annars mun rassistarnir bara halda áfram. Þeir verða að fara með leikmennina af velli,“ sagði Yaya Toure.#YayaToure, who has been outspoken on #football's racism problem, said of the decision. "They are always talking, 'Blah, blah, blah', and what? Nothing changes."https://t.co/0Pj9emXtCf — The Peninsula (@PeninsulaQatar) October 28, 2019
EM 2020 í fótbolta FIFA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira