Enginn að biðja um bitlaust eftirlit Ásta S. Fjeldsted skrifar 28. október 2019 08:40 Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar kynnti til sögunnar frumvarp í sl. viku sem felur í sér töluverða breytingu á samkeppnislögum landsins. Umræðan fór heldur geyst af stað og litast því miður af upphrópunum fremur en efnislegri og ígrundaðri nálgun. Breytingartillögurnar eru ekki úr lausu lofti gripnar en samkeppnislöggjöf líkt og önnur löggjöf landsins þarfnast reglulegrar yfirferðar og uppfærslu til að standast tímans tönn – og er ekki annað að ætla en að ráðherra hafi vandað til verka og fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga landsins. Óhófleg tortryggni í garð viðskiptalífsins Þó svo að vissulega verði seint allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins er það ekki svo að atvinnurekendur á Íslandi óski þess að starfa án eftirlits eða utan ramma laga. Þvert á móti hafa forsvarsmenn atvinnurekenda ýtt á eftir því að regluverkið sé styrkt þannig að það feli í sér þann fyrirsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikilvægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga i uppbyggilegu samtali um úrbætur, ef viðhorfið í garð viðskiptalífsins einkennist af óhóflegri tortryggni. Atvinnulífið frumkvæði að því að gefa út leiðbeiningar um samkeppnislög Vert er að minnast þess að í apríl á síðasta ári stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands að útgáfu um leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkri útgáfu: „Með [útgáfunni] er stuðlað að því að draga úr samkeppnishindrunum og fækka brotum gegn ákvæðum samkeppnislaga“. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna var að auðvelda stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni – en regluverkið er flókið og matskennt oft á tíðum og því oftar en ekki þrautinni þyngra að átta sig almennilega á því. Samkeppnislög meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum Ráðherra Þórdís Kolbrún sagði í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að „markmið [frumvarpsins væri] að endurmeta þær breytingar sem gerðar voru eftir hrun og stuðla að frekari skilvirkni innan Samkeppniseftirlitsins og létta á umfangi verkefna svo [það] geti betur einbeitt sér að þeim mikilvægu þáttum sem þarf að sinna.“ Í þessu samhengi má nefna að skv. árskýrslu Samkeppniseftirlitsins til OECD var 40% af tíma þess varið í samrunamál árið 2018. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Í ljósi þessa hefur Viðskiptaráð bent á fjögur atriði sem eru meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum: Í fyrsta lagi má Samkeppniseftirlitið grípa inn í rekstur fyrirtækja óháð því hvort fyrirtækin hafi brotið samkeppnislög – en slíkt tíðkast ekki á NorðurlöndunumÍ öðru lagi hefur Samkeppniseftirlitið að meginreglu heimild til að leggja hald á gögn við rannsókn - en slíkt tíðkast heldur ekki á NorðurlöndunumÍ þriðja lagi þurfa fyrirtæki hér á landi leyfi Samkeppniseftirlitsins til að hefja samstarf sem hagnast neytendum í stað þess að þurfa einungis að tilkynna um samstarfið líkt og tíðkast á NorðurlöndunumÍ fjórða lagi hefur Samkeppniseftirlitið heimild til að kæra úrskurð æðra stjórnvalds til dómstóla, ólíkt því sem tíðkast á NorðurlöndunumFrumvarpið byggir á því að breyta eigi þremur af ofangreindum atriðum. Breytingin snýst ekki um að draga tennurnar úr eftirlitinu, eins og umræða síðustu viku hefur snúist um - heldur, eins og Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti benti á í síðustu viku: „Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi.“ Allavega eru samkeppniseftirlitin þar ekki þekkt fyrir að vera bitlaus, þvert á móti. Lágmörkum takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækjaSamkeppnislöggjöfin hérlendis þarf að lágmarka takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækja. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Af hverju eiga íslenskir neytendur og íslensk fyrirtæki að búa við fyrirkomulag sem víðast hvar í Evrópu er löngu búið að breyta til að tryggja virkni markaða og hag neytenda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Samkeppnismál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar kynnti til sögunnar frumvarp í sl. viku sem felur í sér töluverða breytingu á samkeppnislögum landsins. Umræðan fór heldur geyst af stað og litast því miður af upphrópunum fremur en efnislegri og ígrundaðri nálgun. Breytingartillögurnar eru ekki úr lausu lofti gripnar en samkeppnislöggjöf líkt og önnur löggjöf landsins þarfnast reglulegrar yfirferðar og uppfærslu til að standast tímans tönn – og er ekki annað að ætla en að ráðherra hafi vandað til verka og fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga landsins. Óhófleg tortryggni í garð viðskiptalífsins Þó svo að vissulega verði seint allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins er það ekki svo að atvinnurekendur á Íslandi óski þess að starfa án eftirlits eða utan ramma laga. Þvert á móti hafa forsvarsmenn atvinnurekenda ýtt á eftir því að regluverkið sé styrkt þannig að það feli í sér þann fyrirsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikilvægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga i uppbyggilegu samtali um úrbætur, ef viðhorfið í garð viðskiptalífsins einkennist af óhóflegri tortryggni. Atvinnulífið frumkvæði að því að gefa út leiðbeiningar um samkeppnislög Vert er að minnast þess að í apríl á síðasta ári stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands að útgáfu um leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkri útgáfu: „Með [útgáfunni] er stuðlað að því að draga úr samkeppnishindrunum og fækka brotum gegn ákvæðum samkeppnislaga“. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna var að auðvelda stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni – en regluverkið er flókið og matskennt oft á tíðum og því oftar en ekki þrautinni þyngra að átta sig almennilega á því. Samkeppnislög meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum Ráðherra Þórdís Kolbrún sagði í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að „markmið [frumvarpsins væri] að endurmeta þær breytingar sem gerðar voru eftir hrun og stuðla að frekari skilvirkni innan Samkeppniseftirlitsins og létta á umfangi verkefna svo [það] geti betur einbeitt sér að þeim mikilvægu þáttum sem þarf að sinna.“ Í þessu samhengi má nefna að skv. árskýrslu Samkeppniseftirlitsins til OECD var 40% af tíma þess varið í samrunamál árið 2018. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Í ljósi þessa hefur Viðskiptaráð bent á fjögur atriði sem eru meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum: Í fyrsta lagi má Samkeppniseftirlitið grípa inn í rekstur fyrirtækja óháð því hvort fyrirtækin hafi brotið samkeppnislög – en slíkt tíðkast ekki á NorðurlöndunumÍ öðru lagi hefur Samkeppniseftirlitið að meginreglu heimild til að leggja hald á gögn við rannsókn - en slíkt tíðkast heldur ekki á NorðurlöndunumÍ þriðja lagi þurfa fyrirtæki hér á landi leyfi Samkeppniseftirlitsins til að hefja samstarf sem hagnast neytendum í stað þess að þurfa einungis að tilkynna um samstarfið líkt og tíðkast á NorðurlöndunumÍ fjórða lagi hefur Samkeppniseftirlitið heimild til að kæra úrskurð æðra stjórnvalds til dómstóla, ólíkt því sem tíðkast á NorðurlöndunumFrumvarpið byggir á því að breyta eigi þremur af ofangreindum atriðum. Breytingin snýst ekki um að draga tennurnar úr eftirlitinu, eins og umræða síðustu viku hefur snúist um - heldur, eins og Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti benti á í síðustu viku: „Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi.“ Allavega eru samkeppniseftirlitin þar ekki þekkt fyrir að vera bitlaus, þvert á móti. Lágmörkum takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækjaSamkeppnislöggjöfin hérlendis þarf að lágmarka takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækja. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Af hverju eiga íslenskir neytendur og íslensk fyrirtæki að búa við fyrirkomulag sem víðast hvar í Evrópu er löngu búið að breyta til að tryggja virkni markaða og hag neytenda?
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun