Í samtali við Extra segir leikarinn bónorðið ekki beinlínis hafa verið skipulagt en hann hafi þó íhugað að biðja hennar í um það bil mánuð. Parið hefur verið saman frá því í júní á þessu ári.
Dennis Quaid, 65, confirms engagement to Laura Savoie, 26 https://t.co/DBw3PzHLgrpic.twitter.com/rqqziYMDW7
— Page Six (@PageSix) October 21, 2019
Leikarinn var því tilbúinn með hring í vasanum þegar hann tók ákvörðunina um að fara á annað hné þegar þau voru að njóta náttúrunnar á norðanverðri eyjunni Oahu.
„Hún var reyndar að taka „selfie“ af okkur og ég lyfti hringnum inn á myndinna og spurði: „Viltu giftast mér?“,“ sagði leikarinn og bætti við að Savoie hefði brugðið við spurninguna.
Leikarinn hefur verið giftur þrisvar sinnum áður og á þrjú börn, þar á meðal leikarann Jack Quaid með leikkonunni Meg Ryan.