Afi sýknaður af ákæru um ítrekuð kynferðisbrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 11:15 Framburður stúlkunnar var þó talinn trúverðugri en framburður afans. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður. Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50