Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2019 19:13 Guðmundur var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. vísir/vilhelm „Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45