Upplýst ákvarðanataka Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 25. október 2019 11:30 Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Samgöngur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Tengdar fréttir Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15 Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00 Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15
Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar