Ég sakna mín Friðrik Agni Árnason skrifar 26. október 2019 08:00 Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar