Körfubolti

Átján prósent þriggja stiga nýting Curry í tapi og stórleikur gríska undursins | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry niðurlútur.
Curry niðurlútur. vísir/getty
Það var lítið um varnarleik í NBA-körfuboltanum í nótt er þrír leikir fóru fram en öll sex lið næturinnar skoruðu hundrað stig eða meira.

Golden State Warriors tapaði á heimavelli fyrir Los Angeles Clippers en þrátt fyrir að hafa skorað 122 stig tapaði Warriors með átján stigum, 141-122.

Stigaskorið hjá Clippers dreifðst á marga menn en fjórir leikmenn skoruðu átján stig eða meira. Flest skoraði Lou Williams eða 22 talsins.

Hjá heimamönnum var það Steph Curry sem var stigahæstur með 23 stig en hann hitti þó bara úr tveimur af ellefu þriggja stiga skotum sínum.





Gríska undrið, Giannis Antetokounmpa, fór kostum í liði Milwaukee sem vann sex stiga sigur á Houston en Giannis ksoraði 30 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.

Houston-menn réðu ekkert við hann en Russell Westbrook var með myndarlega tvennu í liði Houston. Hann skoraði 24 stig og tók sextán fráköst.



Atlanta vann svo sautján stiga sigur á Detroit þar sem Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins. Hann skoraði 38 stig og gaf níu stoðsendingar.





Úrslit næturinnar:

LA Clippers - Golden State 141-122

Atlanta - Detroit 117-100

Milwaukee - Houston 117-111



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×