Slökkviliðið á Akranesi hefur verið kallað út vegna elds í verksmiðju Elkem á Grundartanga.
Samkvæmt upplýsingum frá Þráni Ólafssyni, slökkviliðsstjóra á Akranesi, virðist eldur hafa upp í skautum á fjórðu hæð verksmiðjunnar. Unnið er að slökkvistarfi.
Slökkvilið mætti á staðinn skömmu eftir klukkan sjö í morgun.
Uppfært 8:41: Samkvæmt upplýsingum frá Þráni er búið að slökkva eldinn og eru slökkviliðsmenn nú að ganga frá. Ekki er vitað um tjón.
