Mál fjórmenninganna verður ekki tekið fyrir á þingi SGS Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 12:05 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir sambandið ekki hlutast til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Fréttablaðið/Stefán Mál fjórmenninganna sem voru ýmist reknir eða eru í veikindaleyfi frá störfum hjá Eflingu stéttarfélagi verður ekki tekið fyrir á þingi Starfsgreinasambandsins í dag. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands segir að málið sé ekki með neinum hætti þinglegt. Sambandið hlutist ekki til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Morgunblaðið greindi frá því í blaði dagsins að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar, sem hafa verið reknir eða eru í veikindaleyfi, hefðu sent skriflegt erindi til stjórnenda Starfsgreinasambands Íslands og óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á sjöunda þingi Starfsgreinasambandsins sem var sett á Hótel Reykjavík Natura í dag. Málið varðar þau Önnu Lisu Terrazas, Elínu Hönnu Kjartansdóttur, Kristjönu Valgeirsdóttur og Þráinn Hallgrímsson sem saka forystu Eflingar stéttarfélags um eineltistilburði. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, segir málið ekki eiga heima á þinginu. „Þetta erindi var sent nokkrum framkvæmdastjórnarmönnum og mér. Þetta er ekki með neinum hætti þingerindi eða þinglegt mál. Til þess að leggja mál hér fyrir þingið okkar þá þarf að gera það með ákveðnum fyrirvara. Starfsgreinasambandið hlutast ekkert til um einstök mál aðildarfélaga sinna og ég á ekki von á því að þetta verði tekið fyrir hér. Enda erum við að fjalla um stóra hluti; kjarasamningana og kjaramálin í landinu,“ segir Flosi. Það sé ekki til siðs að Starfsgreinasambandið hlutist til um innri málefni verkalýðsfélaganna. „Nei og engar heimildir til þess og enda eru þetta sjálfstæð lýðræðisleg félög sem hafa sínum málum eins og þau telja hvað best.“ Þess ber að geta að forysta Eflingar hafnar með öllu ásökunum fjórmenninganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir auk þess að ekkert nýtt sé í málinu. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Mál fjórmenninganna sem voru ýmist reknir eða eru í veikindaleyfi frá störfum hjá Eflingu stéttarfélagi verður ekki tekið fyrir á þingi Starfsgreinasambandsins í dag. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands segir að málið sé ekki með neinum hætti þinglegt. Sambandið hlutist ekki til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Morgunblaðið greindi frá því í blaði dagsins að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar, sem hafa verið reknir eða eru í veikindaleyfi, hefðu sent skriflegt erindi til stjórnenda Starfsgreinasambands Íslands og óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á sjöunda þingi Starfsgreinasambandsins sem var sett á Hótel Reykjavík Natura í dag. Málið varðar þau Önnu Lisu Terrazas, Elínu Hönnu Kjartansdóttur, Kristjönu Valgeirsdóttur og Þráinn Hallgrímsson sem saka forystu Eflingar stéttarfélags um eineltistilburði. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, segir málið ekki eiga heima á þinginu. „Þetta erindi var sent nokkrum framkvæmdastjórnarmönnum og mér. Þetta er ekki með neinum hætti þingerindi eða þinglegt mál. Til þess að leggja mál hér fyrir þingið okkar þá þarf að gera það með ákveðnum fyrirvara. Starfsgreinasambandið hlutast ekkert til um einstök mál aðildarfélaga sinna og ég á ekki von á því að þetta verði tekið fyrir hér. Enda erum við að fjalla um stóra hluti; kjarasamningana og kjaramálin í landinu,“ segir Flosi. Það sé ekki til siðs að Starfsgreinasambandið hlutist til um innri málefni verkalýðsfélaganna. „Nei og engar heimildir til þess og enda eru þetta sjálfstæð lýðræðisleg félög sem hafa sínum málum eins og þau telja hvað best.“ Þess ber að geta að forysta Eflingar hafnar með öllu ásökunum fjórmenninganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir auk þess að ekkert nýtt sé í málinu.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51
Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00