Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 95-92 | Pavel tryggði Val sigur eftir framlengdan leik Gabríel Sighvatsson skrifar 24. október 2019 22:15 Pavel var hetja Vals í kvöld. Vísir/Daníel Valur og Tindastóll mættust í 4. umferð Domins deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið með 4 stig eftir 3 leiki. Gestirnir frá Sauðárkróki byrjuðu leikinn mun betur. Valur fylgdi því þeirra einkenni með að byrja leiki illa. Staðan sýndi greinilega muninn á liðunum í fyrri hálfleik, 28-43 gestunum í vil og sá munur hefði getað verið mun meiri. Í 3. leikhluta mætti Valsliðið til leiks og það með stæl. Þegar flautan gall hafði liðið skorað 30 stig og voru tveimur stigum yfir! Í 4. leikhluta var mikið jafnræði með liðunum og var ekki hægt að skilja liðin að að loknum 40 mínútum. Í framlengingunni var áfram jafnt með liðunum en Pavel setti 3 stig fyrir Val í lokasókn þeirra og Jasmin Perkovic klikkaði á sínu skoti í lokasókn Stólanna. Ótrúleg endurkoma Vals staðreynd.Af hverju vann Valur?Valsmenn hafa ótrúleg gæði og þau skinu í gegn í seinni hálfleik. Liðið reddaði sér með frábærum 3. leikhluta og herslumunurinn tryggði þeim sigurinn í kvöld. Um leið og vörnin fór að smella kom sóknarleikurinn með og allt í allt frábær seinni hálfleikur sem gerði það að verkum að Valur náði að klára leikinn í framlengingu.Hvað gekk illa? Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega illa og er það ekki í fyrsta skiptið í vetur. Alla leikina sem þeir hafa unnið hafa þeir byrjað illa og þurft að koma til baka í seinni hálfleik. Liðið verður að fara að byrja leiki betur annars eiga þeir eftir að brenna sig á þessu.Hverjir stóðu upp úr? Útlendingarnir hjá Tindastól voru stigahæstir, Brodnik með 24, Bilic með 21 og Simmons með 20 stig. Þeir áttu allir góðan leik heilt yfir en klikkuðu í nokkrum skotum undir lokin sem hefði getað breytt leiknum. Allt Valsliðið var skelfilegt í fyrri hálfleik en í þeim seinni fóru menn eins og Pavel og Chris Jones að sýna sitt rétta andlit. Jones setti öll 19 stigin sín í seinni hálfleik og Frank Booker setti flest sín í seinni hálfleik. Pavel var stigahæstur með 23 stig.Hvað gerist næst?Valur fer suður með sjó og sækir heim Keflavík sem hefur unnið alla 3 leiki sína á tímabilinu. Næsti leikur Tindastóls er gegn botnliðinu, Þór Akureyri.Baldur var ósáttur við varnarleik Stólanna í seinni hálfleik.vísir/daníelBaldur Þór: Svekkjandi tap „Þetta er mjög svekkjandi tap. Hörkuleikur og við töpum þessum.“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir rosalegan leik gegn Val. Baldur var frekar niðurlútur en hans lið var betri aðilinn í fyrri hálfleik. „Þetta er 40 mínútna leikur og við vorum í sjálfu sér að spila mjög vel í fyrri hálfleik og vorum með fín tök á leiknum. Síðan misstum við aðeins sjónar á þeirra góðu skyttum í seinni hálfleik og þeir skoruðu allt of mikið á okkur.“ Í seinni hálfleik var annað upp á teningunum. Valsmenn komu til baka með látum og gestirnir náðu ekki að halda út. „Svo var þetta bara orðið ping-pong og hefði getað endað hvorum megin. Pavel setur stórt skot fyrir þá og klárar þetta, bara vel gert,“ sagði Baldur. „Við töpum þessum leik bara út af varnarleiknum okkar í seinni hálfleik. Við þurfum náttúrulega að skoða það og bæta það.“Ágúst hrósaði Pavel í hástert eftir sigurinn á Tindastóli.vísir/daníelÁgúst: Forréttindi að hafa Pavel í liðinu Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigurinn. „Frammistaðan í fyrri hálfleik var dálítið framhald af síðasta leik og síðustu leikjum. Seinni hálfleikur var allt annað upp á teningunum, allt annar bragur á liðinu.“ Liðið hefur átt í erfiðleikum með að halda dampi í 40 mínútur og hefur oft byrjað leiki illa í vetur og náð að redda sér í lokin. „Það var eiginlega akkúrat öfugt í síðasta leik og þá töpuðum við. Við byrjum ágætlega en varnarleikurinn hefur verið að stríða okkur í þessum leikjum hingað til. Vörnin í seinni hálfleik var oft á köflum fín en vorum að frákasta illa og náðum stundum ekki að stoppa nægilega vel.“ Í seinni hálfleik gekk öllu betur og Valur hefði getað klárað leikinn á 40 mínútum. „Við vorum með leikinn og hefðum getað klárað hann, vorum þremur yfir og með tvö víti þegar það voru 9 sekúndur eftir. Með að setja annað niður þá hefðum við farið langt með að klára það en gerum það ekki og þeir jafna.“ „Við getum verið sáttir og fegnir að hafa klárað þetta í framlengingu.“ Ágúst segir að liðið sé á réttri leið. „Það er fyrst og fremst ánægjulegt að holningin á liðinu er betri. Þetta var skref í rétta átt en það er samt töluverð vinna eftir.“ sagði Ágúst og talaði síðan um mikilvægi Pavels Ermolinskij fyrir liðið. „Hann gerir miklu meira en það. Hann er einstakur leiðtogi og það er magnað að sjá gæjann á vellinum. Það eru forréttindi fyrir mig og alla í liðinu að hafa leikmann eins og Pavel og ég get ekki annað séð en að hann sé að komast í sitt besta form þó ég veit að hann eigi ennþá eitthvað í það.“ „Við erum með nýtt lið og erum ennþá að slípa okkur saman,“ sagði Ágúst að lokum.Jones: Við þurfum tíma til að slípa okkur samanRasheed Cristopher Jones, leikmaður Vals, var ánægður með stigin tvö. „Mér fannst að frammistaðan hefði getað verið mun betri. Þetta var mun erfiðara en þetta leit út fyrir. Við komum dýrvitlausir í seinni hálfleikinn. Þegar allt kom til alls þá stóðum við saman og héldum áfram og náðum í sigurinn.“ „Þetta var erfitt lið að spila gegn. Þeir eru góðir að verjast og við vissum að þetta yrði erfitt en við bjuggumst ekki við að þetta yrði svona.“ Chris náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik, ekkert frekar en allt liðið. Hann steig hins vegar upp í seinni hálfleik og skoraði 19 stig til að hjálpa liði sínu að landa sigrinum. „Engin stig í fyrri hálfleik, ég vissi að þetta yrði svona. Ég þurfti bara að finna út úr þessu. Ég hægði á leiknum fyrir samherja mína, við gátum ekki hlaupið svona allan leikinn og ég kom inn ferskur.“ „Í fyrri hálfleik aðlöguðumst við og í seinni hálfleik gerðum við það sem þjálfarinn sagði okkur að gera.“ Þá sagði hann að liðið væri ennþá nýtt og þyrfti meiri tíma saman en að liðsandinn sé mjög góður. „Ég kom inn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og við fengum nýjan leikmann í gær. Við þurfum tíma til að slípa okkur saman. Við viljum ekki þurfa að koma til baka í hverjum einasta leik. Við erum flottur hópur og munum læra af þessu.“ „Við hefðum auðveldlega getað gefist upp, munurinn var 17-19 stig, einhverjir aðrir hefðu gefist upp. Það er mikil orka í hópnum og vonandi getum við tekið það á næsta stig. Við getum keppt við hvaða lið sem er og þurfum bara að halda áfram.“ sagði Chris að lokum. Dominos-deild karla
Valur og Tindastóll mættust í 4. umferð Domins deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið með 4 stig eftir 3 leiki. Gestirnir frá Sauðárkróki byrjuðu leikinn mun betur. Valur fylgdi því þeirra einkenni með að byrja leiki illa. Staðan sýndi greinilega muninn á liðunum í fyrri hálfleik, 28-43 gestunum í vil og sá munur hefði getað verið mun meiri. Í 3. leikhluta mætti Valsliðið til leiks og það með stæl. Þegar flautan gall hafði liðið skorað 30 stig og voru tveimur stigum yfir! Í 4. leikhluta var mikið jafnræði með liðunum og var ekki hægt að skilja liðin að að loknum 40 mínútum. Í framlengingunni var áfram jafnt með liðunum en Pavel setti 3 stig fyrir Val í lokasókn þeirra og Jasmin Perkovic klikkaði á sínu skoti í lokasókn Stólanna. Ótrúleg endurkoma Vals staðreynd.Af hverju vann Valur?Valsmenn hafa ótrúleg gæði og þau skinu í gegn í seinni hálfleik. Liðið reddaði sér með frábærum 3. leikhluta og herslumunurinn tryggði þeim sigurinn í kvöld. Um leið og vörnin fór að smella kom sóknarleikurinn með og allt í allt frábær seinni hálfleikur sem gerði það að verkum að Valur náði að klára leikinn í framlengingu.Hvað gekk illa? Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega illa og er það ekki í fyrsta skiptið í vetur. Alla leikina sem þeir hafa unnið hafa þeir byrjað illa og þurft að koma til baka í seinni hálfleik. Liðið verður að fara að byrja leiki betur annars eiga þeir eftir að brenna sig á þessu.Hverjir stóðu upp úr? Útlendingarnir hjá Tindastól voru stigahæstir, Brodnik með 24, Bilic með 21 og Simmons með 20 stig. Þeir áttu allir góðan leik heilt yfir en klikkuðu í nokkrum skotum undir lokin sem hefði getað breytt leiknum. Allt Valsliðið var skelfilegt í fyrri hálfleik en í þeim seinni fóru menn eins og Pavel og Chris Jones að sýna sitt rétta andlit. Jones setti öll 19 stigin sín í seinni hálfleik og Frank Booker setti flest sín í seinni hálfleik. Pavel var stigahæstur með 23 stig.Hvað gerist næst?Valur fer suður með sjó og sækir heim Keflavík sem hefur unnið alla 3 leiki sína á tímabilinu. Næsti leikur Tindastóls er gegn botnliðinu, Þór Akureyri.Baldur var ósáttur við varnarleik Stólanna í seinni hálfleik.vísir/daníelBaldur Þór: Svekkjandi tap „Þetta er mjög svekkjandi tap. Hörkuleikur og við töpum þessum.“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir rosalegan leik gegn Val. Baldur var frekar niðurlútur en hans lið var betri aðilinn í fyrri hálfleik. „Þetta er 40 mínútna leikur og við vorum í sjálfu sér að spila mjög vel í fyrri hálfleik og vorum með fín tök á leiknum. Síðan misstum við aðeins sjónar á þeirra góðu skyttum í seinni hálfleik og þeir skoruðu allt of mikið á okkur.“ Í seinni hálfleik var annað upp á teningunum. Valsmenn komu til baka með látum og gestirnir náðu ekki að halda út. „Svo var þetta bara orðið ping-pong og hefði getað endað hvorum megin. Pavel setur stórt skot fyrir þá og klárar þetta, bara vel gert,“ sagði Baldur. „Við töpum þessum leik bara út af varnarleiknum okkar í seinni hálfleik. Við þurfum náttúrulega að skoða það og bæta það.“Ágúst hrósaði Pavel í hástert eftir sigurinn á Tindastóli.vísir/daníelÁgúst: Forréttindi að hafa Pavel í liðinu Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigurinn. „Frammistaðan í fyrri hálfleik var dálítið framhald af síðasta leik og síðustu leikjum. Seinni hálfleikur var allt annað upp á teningunum, allt annar bragur á liðinu.“ Liðið hefur átt í erfiðleikum með að halda dampi í 40 mínútur og hefur oft byrjað leiki illa í vetur og náð að redda sér í lokin. „Það var eiginlega akkúrat öfugt í síðasta leik og þá töpuðum við. Við byrjum ágætlega en varnarleikurinn hefur verið að stríða okkur í þessum leikjum hingað til. Vörnin í seinni hálfleik var oft á köflum fín en vorum að frákasta illa og náðum stundum ekki að stoppa nægilega vel.“ Í seinni hálfleik gekk öllu betur og Valur hefði getað klárað leikinn á 40 mínútum. „Við vorum með leikinn og hefðum getað klárað hann, vorum þremur yfir og með tvö víti þegar það voru 9 sekúndur eftir. Með að setja annað niður þá hefðum við farið langt með að klára það en gerum það ekki og þeir jafna.“ „Við getum verið sáttir og fegnir að hafa klárað þetta í framlengingu.“ Ágúst segir að liðið sé á réttri leið. „Það er fyrst og fremst ánægjulegt að holningin á liðinu er betri. Þetta var skref í rétta átt en það er samt töluverð vinna eftir.“ sagði Ágúst og talaði síðan um mikilvægi Pavels Ermolinskij fyrir liðið. „Hann gerir miklu meira en það. Hann er einstakur leiðtogi og það er magnað að sjá gæjann á vellinum. Það eru forréttindi fyrir mig og alla í liðinu að hafa leikmann eins og Pavel og ég get ekki annað séð en að hann sé að komast í sitt besta form þó ég veit að hann eigi ennþá eitthvað í það.“ „Við erum með nýtt lið og erum ennþá að slípa okkur saman,“ sagði Ágúst að lokum.Jones: Við þurfum tíma til að slípa okkur samanRasheed Cristopher Jones, leikmaður Vals, var ánægður með stigin tvö. „Mér fannst að frammistaðan hefði getað verið mun betri. Þetta var mun erfiðara en þetta leit út fyrir. Við komum dýrvitlausir í seinni hálfleikinn. Þegar allt kom til alls þá stóðum við saman og héldum áfram og náðum í sigurinn.“ „Þetta var erfitt lið að spila gegn. Þeir eru góðir að verjast og við vissum að þetta yrði erfitt en við bjuggumst ekki við að þetta yrði svona.“ Chris náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik, ekkert frekar en allt liðið. Hann steig hins vegar upp í seinni hálfleik og skoraði 19 stig til að hjálpa liði sínu að landa sigrinum. „Engin stig í fyrri hálfleik, ég vissi að þetta yrði svona. Ég þurfti bara að finna út úr þessu. Ég hægði á leiknum fyrir samherja mína, við gátum ekki hlaupið svona allan leikinn og ég kom inn ferskur.“ „Í fyrri hálfleik aðlöguðumst við og í seinni hálfleik gerðum við það sem þjálfarinn sagði okkur að gera.“ Þá sagði hann að liðið væri ennþá nýtt og þyrfti meiri tíma saman en að liðsandinn sé mjög góður. „Ég kom inn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og við fengum nýjan leikmann í gær. Við þurfum tíma til að slípa okkur saman. Við viljum ekki þurfa að koma til baka í hverjum einasta leik. Við erum flottur hópur og munum læra af þessu.“ „Við hefðum auðveldlega getað gefist upp, munurinn var 17-19 stig, einhverjir aðrir hefðu gefist upp. Það er mikil orka í hópnum og vonandi getum við tekið það á næsta stig. Við getum keppt við hvaða lið sem er og þurfum bara að halda áfram.“ sagði Chris að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum