Hlýnun jarðar torveldi ávöxtun lífeyrissjóða Helgi Vífill Júlíusson skrifar 24. október 2019 07:30 Sean Kidney, framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative og Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Fossum Mörkuðum. fbl/valli Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira