Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 08:47 Recep Tayyip Erdogan og Vladimir Pútín. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. Það miðar að því að halda hersveitum sýrlenskra Kúrda frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Leiðtogarnir funduðu í Sochi í suðurhluta Rússlands í gær þar sem þeir sömdu um að Rússar myndu tryggja að Kúrdar yfirgæfu svæðið við landamæri ríkjanna. Vopnahlé á milli Kúrda og Tyrkja, sem Bandaríkin höfðu milligöngu um, rann út í gær. Í aðdraganda þess höfðu Tyrkir hótað því að árás þeirra á Kúrda myndi hefjast á nýjan leik. Nú hafa þeir þó gert hlé á sókninni og segja ekki þörf á nýrri sókn. Enn hefur ekkert heyrst frá Kúrdum um samkomulagið og óljóst er hvort þeir séu viljugir til að draga sig til baka frá svæðinu, sem þeir líta á sem sitt land. Þeir leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi, eftir að Bandaríkin fóru óvænt af svæðinu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Áðurnefnt samkomulag felur þó í sér að Tyrkir fá að stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir þann 13. október að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra á yfirráðasvæði Kúrda. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“ Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29 Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17 Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. Það miðar að því að halda hersveitum sýrlenskra Kúrda frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Leiðtogarnir funduðu í Sochi í suðurhluta Rússlands í gær þar sem þeir sömdu um að Rússar myndu tryggja að Kúrdar yfirgæfu svæðið við landamæri ríkjanna. Vopnahlé á milli Kúrda og Tyrkja, sem Bandaríkin höfðu milligöngu um, rann út í gær. Í aðdraganda þess höfðu Tyrkir hótað því að árás þeirra á Kúrda myndi hefjast á nýjan leik. Nú hafa þeir þó gert hlé á sókninni og segja ekki þörf á nýrri sókn. Enn hefur ekkert heyrst frá Kúrdum um samkomulagið og óljóst er hvort þeir séu viljugir til að draga sig til baka frá svæðinu, sem þeir líta á sem sitt land. Þeir leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi, eftir að Bandaríkin fóru óvænt af svæðinu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Áðurnefnt samkomulag felur þó í sér að Tyrkir fá að stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir þann 13. október að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra á yfirráðasvæði Kúrda. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29 Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17 Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58
Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30
Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29
Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17
Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00