Húsfélag fær 27 milljónir í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 18:30 Um er að ræða húsin tvö lengst til hægri á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira