Frilla konungs Taílands fallin í ónáð Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2019 13:19 Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, og frilla hans Sineenat Wongvajirapakdi. Vísir/AP Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn. Taíland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn.
Taíland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira