Stal sjúkrabíl og ók á fólk í Osló Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. október 2019 11:06 Skotum var hleypt af þegar sjúkrabíllinn var stöðvaður. EPA/Stian Lysberg Solum Vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á fjölda fólks í hverfinu Torshov í Osló um hádegisbil í dag. NRK segir frá því að sjúkralið hafi verið í útkalli við Åsengata í Torshov þegar bílnum var rænt. Í fréttinni segir að sjúkrabílnum hafi verið ekið á fólk, barnavagn og eyðilagt skilti. Lögregla greinir frá því á Twitter að vopnaður maður hafi rænt bílnum. Lögreglan hleypti af skotum þegar hann var stöðvaður við Krebs gate. Skotið var á dekk sjúkrabílsins en ku maðurinn ekki hafa særst við handtöku. Vitni segja manninn einnig hafa skotið á lögregluþjóna en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.Samkvæmt lögreglunni ók maðurinn um í fimmtán mínútur áður en hann var stöðvaður. Leit stendur yfir að konu sem talin er koma að málinu. Er hún sögð vera 165 sentimetrar á hæð., krullað brúnt hét, í svörtum jakka og undir áhrifum. Ekki liggur fyrir um fjölda slasaða að svo stöddu. Sjö mánaða tvíburarar voru í barnavagni sem ekið var á. Annar tvíburanna særðist lítillega en ekki er vitað um ástandið hins. Maðurinn sem stal sjúkrabílnum er talinn hafa velt bíl sínum þar nærri. Vitni segir hann hafa skriðið út úr bílnum með poka úr Ikea og flúið af vettvangi slyssins. Skömmu eftir það er hann sagður hafa stolið sjúkrabílnum.Hér að neðan má meðal annars sjá myndband af lögregluþjónum reyna að stöðva sjúkrabílinn og skjóta á hann. #Oslo Vi har kontroll på en ambulanse som ble stjålet, av en bevæpnet mann. Det ble avfyrt skudd for å stanse gjerningsmannen, han er ikke kritisk skadd. Oppdatering vil komme. — OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) October 22, 2019 Noregur Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á fjölda fólks í hverfinu Torshov í Osló um hádegisbil í dag. NRK segir frá því að sjúkralið hafi verið í útkalli við Åsengata í Torshov þegar bílnum var rænt. Í fréttinni segir að sjúkrabílnum hafi verið ekið á fólk, barnavagn og eyðilagt skilti. Lögregla greinir frá því á Twitter að vopnaður maður hafi rænt bílnum. Lögreglan hleypti af skotum þegar hann var stöðvaður við Krebs gate. Skotið var á dekk sjúkrabílsins en ku maðurinn ekki hafa særst við handtöku. Vitni segja manninn einnig hafa skotið á lögregluþjóna en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.Samkvæmt lögreglunni ók maðurinn um í fimmtán mínútur áður en hann var stöðvaður. Leit stendur yfir að konu sem talin er koma að málinu. Er hún sögð vera 165 sentimetrar á hæð., krullað brúnt hét, í svörtum jakka og undir áhrifum. Ekki liggur fyrir um fjölda slasaða að svo stöddu. Sjö mánaða tvíburarar voru í barnavagni sem ekið var á. Annar tvíburanna særðist lítillega en ekki er vitað um ástandið hins. Maðurinn sem stal sjúkrabílnum er talinn hafa velt bíl sínum þar nærri. Vitni segir hann hafa skriðið út úr bílnum með poka úr Ikea og flúið af vettvangi slyssins. Skömmu eftir það er hann sagður hafa stolið sjúkrabílnum.Hér að neðan má meðal annars sjá myndband af lögregluþjónum reyna að stöðva sjúkrabílinn og skjóta á hann. #Oslo Vi har kontroll på en ambulanse som ble stjålet, av en bevæpnet mann. Det ble avfyrt skudd for å stanse gjerningsmannen, han er ikke kritisk skadd. Oppdatering vil komme. — OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) October 22, 2019
Noregur Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira