Fór yfir það á skemmtilegan hátt hvernig Solskjær tókst að loka á Liverpool liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 10:00 Getty/Samsett Skemmtileg greining á leik Manchester United og Liverpool sýnir hversu vel Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, tókst að loka á leik Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var búið að vinna sautján deildarleiki í röð, Meistaradeildina og Ofurbikarinn, þegar liðið mætti á Old Trafford um helgina. Þar endaði sigurgangan og Liverpool rétt slapp í burtu með eitt stig. Manchester United tókst að hægja vel á leik Liverpool liðsins og norski stjórinn hitti naglann á höfuðið þegar hann stillti upp sínu liði. Fram að þessum leik var nefnilega ekkert sem leit út fyrir það að United gæti hreinlega strítt Liverpool þótt liðið væri á heimavelli. Ole Gunnar Solskjær hafði fengið á sig mikla gagnrýni eftir dapurt gengi United liðsins á tímabilinu og eflaust frekar fáir eftir í hans horni meðal stuðningsmanna Manchester United.Wing-backs neutralising Robertson and Alexander-Arnold Split strikers to expose Van Dijk and Matip Pereira covering Fabinho out of possession Who said Solskjaer doesn't know anything about tactics? #MUFC#GGMU#MANLIVhttps://t.co/BoJ4mabE0E — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 21, 2019YouTuber maðurinn Nouman greindi leikskipulag liðanna og fór á athyglisverðan hátt yfir það hvernig Ole Gunnari tókst að loka á styrkleika Liverpool og skapa lærisveinum Jürgen Klopp vandræði í leiknum. Þar kom meðal annars fram að United spilaði með vængbakverði til að loka á upphlaup bakvarðanna frábæru Robertson og Alexander-Arnold. Jafnframt lagði Solskjær áherslu á að framherjaparið héldi sér utarlega á vellinum til að reyna að draga miðvarðarpar Liverpool, Van Dijk og Matip, í sundur. Andreas Pereira lokaði síðan á Fabinho á miðjunni þegar Manchester United var ekki með boltann. Allt eru þetta dæmi um hvernig Ole Gunnar Solskjær breytti leikskipulagi síns liðs til að loka á styrkleika Liverpool. Nú er bara að sjá hvort fleiri andstæðingar Liverpool reyni þetta á næstunni og hvort þá Jürgen Klopp takist að koma með mótleik. Það var í það minnsta ljóst á öllu að leikur Liverpool var ekki sannfærandi á Old Trafford og liðið ekki líkt sjálfu sér. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu greiningu hjá umræddum Nouman. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Skemmtileg greining á leik Manchester United og Liverpool sýnir hversu vel Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, tókst að loka á leik Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var búið að vinna sautján deildarleiki í röð, Meistaradeildina og Ofurbikarinn, þegar liðið mætti á Old Trafford um helgina. Þar endaði sigurgangan og Liverpool rétt slapp í burtu með eitt stig. Manchester United tókst að hægja vel á leik Liverpool liðsins og norski stjórinn hitti naglann á höfuðið þegar hann stillti upp sínu liði. Fram að þessum leik var nefnilega ekkert sem leit út fyrir það að United gæti hreinlega strítt Liverpool þótt liðið væri á heimavelli. Ole Gunnar Solskjær hafði fengið á sig mikla gagnrýni eftir dapurt gengi United liðsins á tímabilinu og eflaust frekar fáir eftir í hans horni meðal stuðningsmanna Manchester United.Wing-backs neutralising Robertson and Alexander-Arnold Split strikers to expose Van Dijk and Matip Pereira covering Fabinho out of possession Who said Solskjaer doesn't know anything about tactics? #MUFC#GGMU#MANLIVhttps://t.co/BoJ4mabE0E — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 21, 2019YouTuber maðurinn Nouman greindi leikskipulag liðanna og fór á athyglisverðan hátt yfir það hvernig Ole Gunnari tókst að loka á styrkleika Liverpool og skapa lærisveinum Jürgen Klopp vandræði í leiknum. Þar kom meðal annars fram að United spilaði með vængbakverði til að loka á upphlaup bakvarðanna frábæru Robertson og Alexander-Arnold. Jafnframt lagði Solskjær áherslu á að framherjaparið héldi sér utarlega á vellinum til að reyna að draga miðvarðarpar Liverpool, Van Dijk og Matip, í sundur. Andreas Pereira lokaði síðan á Fabinho á miðjunni þegar Manchester United var ekki með boltann. Allt eru þetta dæmi um hvernig Ole Gunnar Solskjær breytti leikskipulagi síns liðs til að loka á styrkleika Liverpool. Nú er bara að sjá hvort fleiri andstæðingar Liverpool reyni þetta á næstunni og hvort þá Jürgen Klopp takist að koma með mótleik. Það var í það minnsta ljóst á öllu að leikur Liverpool var ekki sannfærandi á Old Trafford og liðið ekki líkt sjálfu sér. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu greiningu hjá umræddum Nouman.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira