Carragher bað Evra afsökunar: „Suarez-bolirnir voru risastór mistök“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2019 07:30 Leikmenn Liverpool hita upp í bolnum. vísir/getty Jamie Carragher og Patrice Evra voru gestir Monday Night Football þáttarins á Sky Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir víðan völl á knattspyrnuferli Evra. Eitt atvikið sem um var rætt í þættinum var þegar Evra varð fyrir kynþáttaníði að hálfu Luis Suarez í leik Mancehster United og Liverpool í október 2011. Suarez var dæmdur í átta leikja bann en í leik í desembermánuði, nokkrum dögum eftir að Suarez fékk bannið, hituðu leikmenn Liverpool up í bolum til stuðnings Suarez. Þá má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni en þetta féll ekki vel í kramið hjá mörgum. Jamie Carragher, sem þá spilaði með Liverpool, rifjaði upp atburðarásina í gær og segir að þetta hafi verið klaufalegt. „Það er enginn vafi á því að við gerðum stór mistök. Það er klárt. Þetta var kvöldleikur og af því við vorum að spila á móti Wigan þá ferðuðumst við þangað á leikdegi,“ sagði Carragher er hann rifjaði atvikið upp. Kenny Dalglish var þá stjóri Liverpool og Steve Clarke var honum til aðstoðar en Carragher segir að hann hafi fyrst heyrt af þessu þegar komið var til Wigan. „Við fórum þangað og borðuðum hádegismat og svo var fundur. Ég man á fundinum að annað hvort stjórinn eða Steve Clarke spurði einn af leikmönnunum hvort að við ætluðum enn að vera í bolunum. Það var það fyrsta sem ég heyrði af þessu.“ „Ég er ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki verið hluti af þessu. Þetta var rangt hjá okkur og við vorum allir hluti af þessu. Ég var varafyrirliði en ég heyrði fyrst af þessu þarna svo ég er ekki viss hver átti hugmyndina.“"There is no doubt that we made a massive mistake. That was obvious." Jamie Carragher offers apologies to Patrice Evra on Monday Night Football over wearing T-shirts in support of Luis Suarez following their racism row in 2011. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 22, 2019 „Ég held að Kenny hafi ekkert með þetta að gera, til þess að vera hreinskilinn. Þetta voru leikmennirnir sem voru nánir Luis í búningsklefanum sem vildu styðja liðsfélaga sinn og vin.“ „Það sem ég get sagt persónulega er að ég var kannski ekki með nægilega mikið hugrekki. Kannski voru það fleiri að hugsa það sama. Ég er viss um að allir innan Liverpool hafi ekki hugsað að þetta hafi verið rétt.“ „En sem fjölskylda og knattspyrnufélag eru fyrstu viðbrögð þín - sama hvað gerist - að styðja einhvern sama þótt að það sé rangt. Það er rangt. Ég er ekki að horfa framhjá þessu en þetta eru fyrstu viðbrögðin. Fyrirgefðu. Við gerðum risa mistök,“ sagði Carragher.Jamie Carragher has apologised to Patrice Evra for wearing T-shirts in support of Luis Suarez after he was racially abused by the Uruguayan in 2011. Full story https://t.co/Ubw89Gy6Ul#bbcfootballpic.twitter.com/IJFgtJEmU7 — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Jamie Carragher og Patrice Evra voru gestir Monday Night Football þáttarins á Sky Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir víðan völl á knattspyrnuferli Evra. Eitt atvikið sem um var rætt í þættinum var þegar Evra varð fyrir kynþáttaníði að hálfu Luis Suarez í leik Mancehster United og Liverpool í október 2011. Suarez var dæmdur í átta leikja bann en í leik í desembermánuði, nokkrum dögum eftir að Suarez fékk bannið, hituðu leikmenn Liverpool up í bolum til stuðnings Suarez. Þá má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni en þetta féll ekki vel í kramið hjá mörgum. Jamie Carragher, sem þá spilaði með Liverpool, rifjaði upp atburðarásina í gær og segir að þetta hafi verið klaufalegt. „Það er enginn vafi á því að við gerðum stór mistök. Það er klárt. Þetta var kvöldleikur og af því við vorum að spila á móti Wigan þá ferðuðumst við þangað á leikdegi,“ sagði Carragher er hann rifjaði atvikið upp. Kenny Dalglish var þá stjóri Liverpool og Steve Clarke var honum til aðstoðar en Carragher segir að hann hafi fyrst heyrt af þessu þegar komið var til Wigan. „Við fórum þangað og borðuðum hádegismat og svo var fundur. Ég man á fundinum að annað hvort stjórinn eða Steve Clarke spurði einn af leikmönnunum hvort að við ætluðum enn að vera í bolunum. Það var það fyrsta sem ég heyrði af þessu.“ „Ég er ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki verið hluti af þessu. Þetta var rangt hjá okkur og við vorum allir hluti af þessu. Ég var varafyrirliði en ég heyrði fyrst af þessu þarna svo ég er ekki viss hver átti hugmyndina.“"There is no doubt that we made a massive mistake. That was obvious." Jamie Carragher offers apologies to Patrice Evra on Monday Night Football over wearing T-shirts in support of Luis Suarez following their racism row in 2011. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 22, 2019 „Ég held að Kenny hafi ekkert með þetta að gera, til þess að vera hreinskilinn. Þetta voru leikmennirnir sem voru nánir Luis í búningsklefanum sem vildu styðja liðsfélaga sinn og vin.“ „Það sem ég get sagt persónulega er að ég var kannski ekki með nægilega mikið hugrekki. Kannski voru það fleiri að hugsa það sama. Ég er viss um að allir innan Liverpool hafi ekki hugsað að þetta hafi verið rétt.“ „En sem fjölskylda og knattspyrnufélag eru fyrstu viðbrögð þín - sama hvað gerist - að styðja einhvern sama þótt að það sé rangt. Það er rangt. Ég er ekki að horfa framhjá þessu en þetta eru fyrstu viðbrögðin. Fyrirgefðu. Við gerðum risa mistök,“ sagði Carragher.Jamie Carragher has apologised to Patrice Evra for wearing T-shirts in support of Luis Suarez after he was racially abused by the Uruguayan in 2011. Full story https://t.co/Ubw89Gy6Ul#bbcfootballpic.twitter.com/IJFgtJEmU7 — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti