Níutíu manns tóku inntökuprófið í slökkviliðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2019 19:23 Ingibjörg segir mun færri konur en karla sækja um. stöð 2 Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira