Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2019 18:30 Svona mun flugstöðin líta út gangi áætlanir Air Iceland Connect eftir. Air Iceland Connect Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar sem á að færa hana í nútímalegra horf. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri og sér framkvæmdastjóri Air Iceland Connect framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar en þar. Núverandi hönnun flugstöðvarinnar er mörkuð af þeim miklu deilum sem hafa staðið um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Miðja hússins er gamall braggi frá stríðsárunum sem búið er að byggja við í áföngum. Reykjavíkurflugvöllur stendur á landi í eigu ríkisins en borgin fer með skipulagsvaldið. Air Iceland Connect er eigandi flugstöðvarinnar og hefur unnið að áætlun um endurbætur í nokkurn tíma.Á að færa flugstöðina í nútímalegra horf þar sem flæðið verður bætt.Air Iceland Connect„Hugmyndirnar sem við erum með hér eru í rauninni að endurbæta flugstöðina á þessum stað sem hún er. Þær hugmyndir hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Þetta er ennþá á vinnslustigi, við erum ekki komin að því að framkvæma en áformin eru þó fyrir hendi og hafa verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Flugstöðin mun ekki stækka mikið í fermetrum en farþegar munu finna fyrir nýjungum þar sem flæðið verður bætt til muna. Ekki liggur fyrir hvenær endurbæturnar verða að veruleika og er ekki búið að gera kostnaðaráætlun. Hafði Air Iceland Connect unnið út frá gömlu samkomulagi um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri frá árinu 2011. Seinna kom tillaga um að flugfarþegar færu í gegnum samgöngumiðstöð við BSÍ.Er ekki búið að ákveða hvenær endurbætt flugstöð mun líta dagsins ljós og þá liggur kostnaðaráætlun ekki fyrir.Air Iceland Connect„Við höfum hins vegar farið í gegnum þær hugmyndir og það er töluvert mikið rask í tengslum við það. Bæði að gera göng undir Hringbrautina, búa til nýtt flughlað þeim megin við flugbrautina og svo framvegis sem við teljum að yrði bæði dýrt í rekstri og framkvæmd,“ segir Árni. Hluti af þessum endurbótum felst í því að malbika bílastæðin við Reykjavíkurflugvöll. Eru hugmyndir um að setja þar gjaldskyldu til að standa undir kostnaði við framkvæmdir. Í drögum að flugstefnu Íslands er gert ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri þar til annar jafn góður kostur eða betri er tilbúinn til notkunar. „Við höfum allavega tekið á undanförnum árum ítrekað þátt í vinnu varðandi það að finna aðrar staðsetningar sem myndu henta. Það hefur ekki fundið enn sem komið er. Við erum auðvitað opin fyrir þeim möguleika ef að það yrði. Miðað við það sem við sjáum á borðinu í dag þá sé ég ekki framtíð innanlandsflugsins annars staðar en hér í Vatnsmýrinni,“ segir Árni. Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar sem á að færa hana í nútímalegra horf. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri og sér framkvæmdastjóri Air Iceland Connect framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar en þar. Núverandi hönnun flugstöðvarinnar er mörkuð af þeim miklu deilum sem hafa staðið um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Miðja hússins er gamall braggi frá stríðsárunum sem búið er að byggja við í áföngum. Reykjavíkurflugvöllur stendur á landi í eigu ríkisins en borgin fer með skipulagsvaldið. Air Iceland Connect er eigandi flugstöðvarinnar og hefur unnið að áætlun um endurbætur í nokkurn tíma.Á að færa flugstöðina í nútímalegra horf þar sem flæðið verður bætt.Air Iceland Connect„Hugmyndirnar sem við erum með hér eru í rauninni að endurbæta flugstöðina á þessum stað sem hún er. Þær hugmyndir hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Þetta er ennþá á vinnslustigi, við erum ekki komin að því að framkvæma en áformin eru þó fyrir hendi og hafa verið samþykkt af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Flugstöðin mun ekki stækka mikið í fermetrum en farþegar munu finna fyrir nýjungum þar sem flæðið verður bætt til muna. Ekki liggur fyrir hvenær endurbæturnar verða að veruleika og er ekki búið að gera kostnaðaráætlun. Hafði Air Iceland Connect unnið út frá gömlu samkomulagi um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri frá árinu 2011. Seinna kom tillaga um að flugfarþegar færu í gegnum samgöngumiðstöð við BSÍ.Er ekki búið að ákveða hvenær endurbætt flugstöð mun líta dagsins ljós og þá liggur kostnaðaráætlun ekki fyrir.Air Iceland Connect„Við höfum hins vegar farið í gegnum þær hugmyndir og það er töluvert mikið rask í tengslum við það. Bæði að gera göng undir Hringbrautina, búa til nýtt flughlað þeim megin við flugbrautina og svo framvegis sem við teljum að yrði bæði dýrt í rekstri og framkvæmd,“ segir Árni. Hluti af þessum endurbótum felst í því að malbika bílastæðin við Reykjavíkurflugvöll. Eru hugmyndir um að setja þar gjaldskyldu til að standa undir kostnaði við framkvæmdir. Í drögum að flugstefnu Íslands er gert ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri þar til annar jafn góður kostur eða betri er tilbúinn til notkunar. „Við höfum allavega tekið á undanförnum árum ítrekað þátt í vinnu varðandi það að finna aðrar staðsetningar sem myndu henta. Það hefur ekki fundið enn sem komið er. Við erum auðvitað opin fyrir þeim möguleika ef að það yrði. Miðað við það sem við sjáum á borðinu í dag þá sé ég ekki framtíð innanlandsflugsins annars staðar en hér í Vatnsmýrinni,“ segir Árni.
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira