Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 13:41 Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/EPA Rannsókn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna leiddi í ljós að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, misfór ekki viljandi með leynilegar upplýsingar með því að nota einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra. Umfjöllun um málið reyndist Clinton erfiður ljár í þúfu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Málið snerist um að þegar Clinton var utanríkisráðherra notaði hún einkatölvupóstþjón í störfum sínum frekar en opinbert póstfang sitt á vegum alríkisstjórnarinnar. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakaði meðal annars hvort Clinton hefði þannig misfarið með leynilegar upplýsingar en felldi rannsóknina niður án þess að nokkur væri ákærður árið 2016. Umfjöllun um tölvupóstana fór hátt í kosningabaráttunni árið 2016 þegar Clinton atti kappi við Donald Trump, núverandi forseta. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, var harðlega gagnrýndur fyrir veita Clinton ákúrur fyrir vangát með tölvupóstana þrátt fyrir að FBI hefði ekki talið nokkuð saknæmt hafa gerst. Aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar skrifaði Comey Bandaríkjaþingi svo umdeild bréf þar sem hann sagði að FBI hefði opnað rannsóknina á tölvupóstum Clinton eftir að fleiri tölvupóstar fundust við aðra og ótengda sakamálarannsókn. Ekkert frekar kom fram í þeim póstum en rök hafa verið færð fyrir því að bréf Comey hafi mögulega veitt framboði Clinton náðarhöggið svo skömmu fyrir kjördag.Bað Rússa um að finna póstana Utanríkisráðuneytið rannsakaði tölvupóstana í um þrjú ár. Niðurstaða þess var að þó að aukin hætta á að leynilegar upplýsingar gætu borist fylgdi því að Clinton notaði eigin tölvupóstþjón hafi ekkert kerfisbundið eða vísvitandi misferli átt sér stað í meðferð upplýsinganna, að sögn New York Times. Þrjátíu og átta núverandi og fyrrverandi embættismenn voru taldir sekir um að brjóta gegn öryggisverkferlum með tölvupóstum sem fóru í gegnum tölvupóstþjón Clinton. Rannsakendur töldu engu að síður að í langflestum tilfellum hafi embættismenn vitað af ferlunum og reynt sitt besta til að fara eftir þeim. „Það voru engar sannfærandi vísbendingar um kerfisbundið, viljandi misferli með leynilegar upplýsingar,“ segir í skýrslu rannsakendanna. Trump og fleiri repúblikanar hafa ítrekað ráðist að Clinton vegna tölvupóstsmálsins. Í kosningabaráttunni hvatti Trump rússnesk stjórnvöld meðal annars til þess að finna tölvupósta sem starfsmenn Clinton eyddu af tölvupóstþjóninum á þeim forsendum að þeir vörðuðu persónuleg mál, frekar en störf hennar sem ráðherra. Þrátt fyrir það hefur fjöldi ráðgjafa og embættismanna Trump viðurkennt að nota eigin samskiptaleiðir í opinberum störfum. Þannig hafa Ivanka Trump, dóttir forsetans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, notað eigin tölvupóst í opinberum störfum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Rannsókn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna leiddi í ljós að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, misfór ekki viljandi með leynilegar upplýsingar með því að nota einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra. Umfjöllun um málið reyndist Clinton erfiður ljár í þúfu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Málið snerist um að þegar Clinton var utanríkisráðherra notaði hún einkatölvupóstþjón í störfum sínum frekar en opinbert póstfang sitt á vegum alríkisstjórnarinnar. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakaði meðal annars hvort Clinton hefði þannig misfarið með leynilegar upplýsingar en felldi rannsóknina niður án þess að nokkur væri ákærður árið 2016. Umfjöllun um tölvupóstana fór hátt í kosningabaráttunni árið 2016 þegar Clinton atti kappi við Donald Trump, núverandi forseta. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, var harðlega gagnrýndur fyrir veita Clinton ákúrur fyrir vangát með tölvupóstana þrátt fyrir að FBI hefði ekki talið nokkuð saknæmt hafa gerst. Aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar skrifaði Comey Bandaríkjaþingi svo umdeild bréf þar sem hann sagði að FBI hefði opnað rannsóknina á tölvupóstum Clinton eftir að fleiri tölvupóstar fundust við aðra og ótengda sakamálarannsókn. Ekkert frekar kom fram í þeim póstum en rök hafa verið færð fyrir því að bréf Comey hafi mögulega veitt framboði Clinton náðarhöggið svo skömmu fyrir kjördag.Bað Rússa um að finna póstana Utanríkisráðuneytið rannsakaði tölvupóstana í um þrjú ár. Niðurstaða þess var að þó að aukin hætta á að leynilegar upplýsingar gætu borist fylgdi því að Clinton notaði eigin tölvupóstþjón hafi ekkert kerfisbundið eða vísvitandi misferli átt sér stað í meðferð upplýsinganna, að sögn New York Times. Þrjátíu og átta núverandi og fyrrverandi embættismenn voru taldir sekir um að brjóta gegn öryggisverkferlum með tölvupóstum sem fóru í gegnum tölvupóstþjón Clinton. Rannsakendur töldu engu að síður að í langflestum tilfellum hafi embættismenn vitað af ferlunum og reynt sitt besta til að fara eftir þeim. „Það voru engar sannfærandi vísbendingar um kerfisbundið, viljandi misferli með leynilegar upplýsingar,“ segir í skýrslu rannsakendanna. Trump og fleiri repúblikanar hafa ítrekað ráðist að Clinton vegna tölvupóstsmálsins. Í kosningabaráttunni hvatti Trump rússnesk stjórnvöld meðal annars til þess að finna tölvupósta sem starfsmenn Clinton eyddu af tölvupóstþjóninum á þeim forsendum að þeir vörðuðu persónuleg mál, frekar en störf hennar sem ráðherra. Þrátt fyrir það hefur fjöldi ráðgjafa og embættismanna Trump viðurkennt að nota eigin samskiptaleiðir í opinberum störfum. Þannig hafa Ivanka Trump, dóttir forsetans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, notað eigin tölvupóst í opinberum störfum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30