Mark Arons Pálmarssonar í sigri Barcelona á Paris Saint-Germain, 36-32, á laugardaginn þótti það næstflottasta í 5. umferðinni.
Aron þrumaði þá boltanum upp í samskeytin framhjá varnarlausum Vincent Gérard í marki PSG. Þetta var eitt fjögurra marka Arons í leiknum. Börsungar eru á toppi A-riðils með átta stig.
Sigvaldi Guðjónsson skoraði fjórða flottasta mark 5. umferðarinnar fyrir Noregsmeistara Elverum í tapi fyrir Celje, 32-25, í gær.
Sigvaldi fór þá inn úr hægra horninu og sneri boltann skemmtilega framhjá markverði Celje.
Sigvaldi átti stórleik fyrir Elverum og skoraði tíu mörk úr jafnmörgum skotum. Elverum er án stiga í 7. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar.
Mörk Arons og Sigvalda má sjá hér fyrir neðan. Þeir eru báðir í íslenska landsliðinu sem mætir því sænska í vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn.
Here are your top five goals from Round 5 of the VELUX EHF Champions League.
Just wait for number 1, it will make your head fly!
@FCBHandbol@ElverumHandball@mhbofficiel#GOGsports#ehfcl#veluxehfclpic.twitter.com/dm5PjhbEWH
— EHF Champions League (@ehfcl) October 21, 2019