Að hanga heima Lára G. Sigurðardóttir skrifar 21. október 2019 07:00 Þegar ég var yngri voru stífar æfingar daginn fyrir hæðarmælingu hjá skólahjúkrunarfræðingnum: Stattu bein í baki, lyftu upp bringunni og teygðu úr hálsinum eins og sé verið að draga þig upp á hnakkadrambinu. Tugir ára hafa liðið síðan en samt man ég þetta eins og hafi gerst í gær. Ég er ekki af hávöxnu kyni og því skipti hver millimetri máli í mælingum sem þessum. Hæðarmetið mitt var 160,5 cm - þessi hálfi var alltaf tiltekinn þegar ég var spurð um hæð. Í læknanáminu lærði ég að við byrjum að skreppa saman eftir 25 ára aldur því liðbil hryggjarliðanna minnka með árunum. Eina leiðin til að stækka eftir það væri á þverveginn. Eftir það hætti ég að hæðarmæla mig og hélt mig við töluna þegar ég var sem spengilegust. Allt þangað til ég fór nýverið í læknisheimsókn í Bandaríkjunum. Þar ertu hæðarmældur í hverri heimsókn eins og í ungbarnaeftirliti. Ég rak upp stór augu þegar mér var tilkynnt að ég hefði slegið hæðarmet mitt um 1,5 cm. Hóflega bjartsýn taldi ég að um skekkju væri að ræða en þegar næstu þrjár mælingar sögðu allar það sama á mismunandi stöðum og hjá mismunandi aðilum, þá runnu á mig tvær grímur. Getur fullvaxta manneskja lengst? Það kæmi mér ekki á óvart að það að klifra, ástunda yoga og hanga mikið heima (sem er Yin Yoga æfing) hafi teygt úr stelpunni. Enda var kennt í Yin Yoga námi sem ég sótti að ákveðnar æfingar geti lengt liðbilin og snúið við samskreppingarferlinu. Ólafur Ragnar sagði eftirminnilega í forsetatíð sinni við Everestfarana að þjóðin væri í skýjunum. Ég á vissulega nokkuð í land með að komast það hátt en það er gaman til þess að hugsa að það geti tognað eilítið á okkur seinna á ævinni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri voru stífar æfingar daginn fyrir hæðarmælingu hjá skólahjúkrunarfræðingnum: Stattu bein í baki, lyftu upp bringunni og teygðu úr hálsinum eins og sé verið að draga þig upp á hnakkadrambinu. Tugir ára hafa liðið síðan en samt man ég þetta eins og hafi gerst í gær. Ég er ekki af hávöxnu kyni og því skipti hver millimetri máli í mælingum sem þessum. Hæðarmetið mitt var 160,5 cm - þessi hálfi var alltaf tiltekinn þegar ég var spurð um hæð. Í læknanáminu lærði ég að við byrjum að skreppa saman eftir 25 ára aldur því liðbil hryggjarliðanna minnka með árunum. Eina leiðin til að stækka eftir það væri á þverveginn. Eftir það hætti ég að hæðarmæla mig og hélt mig við töluna þegar ég var sem spengilegust. Allt þangað til ég fór nýverið í læknisheimsókn í Bandaríkjunum. Þar ertu hæðarmældur í hverri heimsókn eins og í ungbarnaeftirliti. Ég rak upp stór augu þegar mér var tilkynnt að ég hefði slegið hæðarmet mitt um 1,5 cm. Hóflega bjartsýn taldi ég að um skekkju væri að ræða en þegar næstu þrjár mælingar sögðu allar það sama á mismunandi stöðum og hjá mismunandi aðilum, þá runnu á mig tvær grímur. Getur fullvaxta manneskja lengst? Það kæmi mér ekki á óvart að það að klifra, ástunda yoga og hanga mikið heima (sem er Yin Yoga æfing) hafi teygt úr stelpunni. Enda var kennt í Yin Yoga námi sem ég sótti að ákveðnar æfingar geti lengt liðbilin og snúið við samskreppingarferlinu. Ólafur Ragnar sagði eftirminnilega í forsetatíð sinni við Everestfarana að þjóðin væri í skýjunum. Ég á vissulega nokkuð í land með að komast það hátt en það er gaman til þess að hugsa að það geti tognað eilítið á okkur seinna á ævinni!
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar