Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 16:55 Vladimir Putin (t.v.) og Recep Tayyip Erdogan (t.h.) munu funda í Sochi í vikunni. getty/Mikhail Svetlov Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“ Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“
Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00