Þeim var flogið frá Kanaríeyjum, annarri frá Tenerife en hinni frá Las Palmas, þar sem þær hafa setið strandaðar frá því MAX-flotinn var kyrrsettur um allan heim fyrir sjö mánuðum, eftir tvö mannskæð flugslys.

Sjá frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars
Vélar Norwegian komu svo eftir helgina, á mánudag og þriðjudag. Icelandair bætti við tveimur næstu á miðvikudag og fimmtudag og búist við að félagið muni fljótlega ferja þangað fimmtu MAX 8-þotuna.
Samkvæmt frétt í héraðsmiðlinum Lleida.com áformar portúgalska flugfélagið TAP einnig að nýta Alguaire-Lleida flugvöllinn sem geymslustað fyrir Boeing 737 MAX-þotur.
Fyrsta flugtak MAX-þotu Icelandair frá því í mars má sjá á Vísi í heild sinni: