Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2019 20:30 Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður. Netöryggi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður.
Netöryggi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira