Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2019 06:05 Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt. Fréttablaðið/Anton Brink Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn. Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn.
Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira