Botnfrosinn leikmannamarkaður Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 31. október 2019 14:00 Níundu félagaskiptin runnu í gegnum KSÍ í gær þegar Halldór Orri Björnsson sneri aftur í sína heimahaga í Garðabæ og samdi við Stjörnuna. Fimm félög hafa ekki sótt sér nýjan leikmann eftir að tímabilinu lauk. Fréttablaðið/Ernir Aðeins níu félagaskipti hafa runnið í gegnum KSÍ frá því að keppni í Pepsi-deild karla lauk, þar af tvenn sem voru nánast klöppuð og klár í sumar. Félögin í deildinni virðast vera að búa sig undir erfiðara rekstrarár og erfiðara er að afla fjár en áður. Þannig sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti fótbolta.net að félögin væru að glíma við að það væri erfiðara að skuldbinda sig í leikmannamálum á meðan óvissa væri um hvað væri til í veskinu. KA þarf að skera niður um 10 prósent fyrir næsta ár og sagði Sævar að hann myndi minnka leikmannahópinn. Trúlega væri það leið sem önnur lið myndu fara líka. E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segist búast við litlum breytingum á leikmannahópi Vals frá síðasta tímabili. „Við erum með öflugan hóp, mjög öflugan meira að segja. Ég reikna ekki með miklum tilfærslum en maður veit aldrei. Almennt er verið að kenna fjárhagnum um en ég held að það séu bara ekki eftirsóknarverðir bitar á lausu, allavega færri en undanfarin ár. Það eru margir ungir leikmenn farnir út og þar af leiðandi skipta þeir ekki um félög innanlands á meðan. Það er eitthvað lítið um að leikmenn erlendis séu að snúa aftur heim – þannig að ef maður rýnir í þetta þá eru eðlilegar skýringar á bak við þessi félagaskipti og við þurfum að passa okkur á að tala ekki deildina niður og alhæfa. Það kannski breytist aðeins þegar félögin fara að æfa. Það er rólegt núna en ég held að þetta eigi sér eðlilegar skýringar,“ segir Börkur.E.Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Fréttablaðið/SigtryggurÞjóðsagan um gullið Hann segir það þjóðsögu að Valur hafi botnlausa vasa af gulli – stjórn knattspyrnudeildar Vals þurfi að hugsa út í hverja krónu sem eytt sé þrátt fyrir að hafa skilað góðum hagnaði á síðastliðnu ári. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga. Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila. Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“ Honum finnst eins og félög í efstu deild séu að stíga örlítið varlegar til jarðar en áður. „Talandi um þjóðsögur þá eru laun leikmanna ákveðin þjóðsaga. Ég efast um að nokkurt félag sé að borga einhver forstjóralaun. Ég er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi á komandi misserum. Ég held að menn muni vanda sig enn frekar og taka vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að því að sækja sér feitan bita á markaðnum.“Þarf yfirvegaða umræðu Börkur er ekki feiminn við að viðra sínar skoðanir og trúlega væri hægt að gefa út ansi stórt blað um skoðanir hans á fótboltanum hér heima. Hann spyr hvort hér séu of margar landsdeildir (of mörg lið), hvort það sé sanngjarnt að lið frá höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði ferðakostnað liða úti á landi, hvort meistaraflokkar liða ættu að sameinast svo fátt eitt sé nefnt. „Það þarf að taka yfirvegaða umræðu um hvert íslenskur fótbolti stefnir. Út frá fjárhag, árangri og mörgu fleiru. Skilja tilfinningarnar eftir heima og skoða þetta ofan í kjölinn. Menn tengjast sínum félögum mjög sterkt og taka oft ákvarðanir út frá sínu félagi og sjá þar af leiðandi ekki heildarmyndina.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Aðeins níu félagaskipti hafa runnið í gegnum KSÍ frá því að keppni í Pepsi-deild karla lauk, þar af tvenn sem voru nánast klöppuð og klár í sumar. Félögin í deildinni virðast vera að búa sig undir erfiðara rekstrarár og erfiðara er að afla fjár en áður. Þannig sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti fótbolta.net að félögin væru að glíma við að það væri erfiðara að skuldbinda sig í leikmannamálum á meðan óvissa væri um hvað væri til í veskinu. KA þarf að skera niður um 10 prósent fyrir næsta ár og sagði Sævar að hann myndi minnka leikmannahópinn. Trúlega væri það leið sem önnur lið myndu fara líka. E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segist búast við litlum breytingum á leikmannahópi Vals frá síðasta tímabili. „Við erum með öflugan hóp, mjög öflugan meira að segja. Ég reikna ekki með miklum tilfærslum en maður veit aldrei. Almennt er verið að kenna fjárhagnum um en ég held að það séu bara ekki eftirsóknarverðir bitar á lausu, allavega færri en undanfarin ár. Það eru margir ungir leikmenn farnir út og þar af leiðandi skipta þeir ekki um félög innanlands á meðan. Það er eitthvað lítið um að leikmenn erlendis séu að snúa aftur heim – þannig að ef maður rýnir í þetta þá eru eðlilegar skýringar á bak við þessi félagaskipti og við þurfum að passa okkur á að tala ekki deildina niður og alhæfa. Það kannski breytist aðeins þegar félögin fara að æfa. Það er rólegt núna en ég held að þetta eigi sér eðlilegar skýringar,“ segir Börkur.E.Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Fréttablaðið/SigtryggurÞjóðsagan um gullið Hann segir það þjóðsögu að Valur hafi botnlausa vasa af gulli – stjórn knattspyrnudeildar Vals þurfi að hugsa út í hverja krónu sem eytt sé þrátt fyrir að hafa skilað góðum hagnaði á síðastliðnu ári. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga. Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila. Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“ Honum finnst eins og félög í efstu deild séu að stíga örlítið varlegar til jarðar en áður. „Talandi um þjóðsögur þá eru laun leikmanna ákveðin þjóðsaga. Ég efast um að nokkurt félag sé að borga einhver forstjóralaun. Ég er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi á komandi misserum. Ég held að menn muni vanda sig enn frekar og taka vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að því að sækja sér feitan bita á markaðnum.“Þarf yfirvegaða umræðu Börkur er ekki feiminn við að viðra sínar skoðanir og trúlega væri hægt að gefa út ansi stórt blað um skoðanir hans á fótboltanum hér heima. Hann spyr hvort hér séu of margar landsdeildir (of mörg lið), hvort það sé sanngjarnt að lið frá höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði ferðakostnað liða úti á landi, hvort meistaraflokkar liða ættu að sameinast svo fátt eitt sé nefnt. „Það þarf að taka yfirvegaða umræðu um hvert íslenskur fótbolti stefnir. Út frá fjárhag, árangri og mörgu fleiru. Skilja tilfinningarnar eftir heima og skoða þetta ofan í kjölinn. Menn tengjast sínum félögum mjög sterkt og taka oft ákvarðanir út frá sínu félagi og sjá þar af leiðandi ekki heildarmyndina.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira