Táknmynd illskunnar Davíð Stefánsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun