Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 en alls eru ellefu beinar útsendingar á sportrásunum í dag.
Dagurinn hefst með Turkish Airlines Open en það er ekki eina golfmótið sem er í beinni í dag því klukkan 02.30 hefst útsending frá TOTO Japan meistaramótinu.
Nottingham Forest og Derby mætast í ensku B-deildinni í hádeginu. Tvö ástríðulið en Forrest er í 5. sætinu á meðan Derby hefur verið í vandræðum. Þeir sitja í 15. sætinu.
KR og Haukar mætast í Dominos-deild kvenna en liðin eru í 2. og 3. sætinu. Bæði liðin reyna að elta Val sem er með fullt hús stiga eftir umferðirnar sex sem búnar eru.
Tveir leikir úr ítalska boltanum og tveir leikir úr spænska boltanum verða í beinni í dag en bæði Barcelona og Real Madrid verða í eldlínunni sem og Inter Milan.
UFC er á sínum stað en það verður flott bardagakvöld sem fer af stað klukkan 19.00.
Við verðum einnig í beinni úr TM-höllinni þar sem verður tvíhöfði. Stjarnan og Haukar mætast í Olís-deild kvenna en Stjarnan er í 3. sætinu á meðan Haukar eru í 6. sætinu.
Klukkan 20.05 hefst útsending frá karlaleiknum en þar mætast Stjarnan og Fram. Garðabæjarliðið hefur verið í miklum vandræðum. Liðið með fjögur stig í 11. sætinu en Fram í 9. sætinu með sex stig.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og útsendingar næstu daga má sjá hér.
Beinar útsendingar í dag:
08.00 Turkish Airlines Open (Stöð 2 Golf)
12.25 Nottingham Forest - Derby (Stöð 2 Sport)
16.50 KR - Haukar (Stöð 2 Sport 4)
16.55 Inter - Hellas Verona (Stöð 2 Sport 3)
17.25 Eibar - Real Madrid (Stöð 2 Sport)
17.50 Stjarnan - Haukar (Stöð 2 Sport 2)
19.00 UFC Fight Night: Zabit vs Kattar (Stöð 2 Sport 3)
19.40 Napoli - Genoa (Stöð 2 Sport 4)
19.55 Barcelona - Celta Vigo (Stöð 2 Sport)
20.05 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport 2)
02.30 TOTO Japan meistaramótið (Stöð 2 Golf)
Sport