Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 07:00 Anthony Bacigalupo kom fyrst til Íslands fyrir tíu árum síðan og féll fyrir Íslandi. Hann býr nú hér ásamt Ýr Káradóttur eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Úr einkasafni Anthony Bacigalupo kom fyrst til Íslands fyrir tíu árum síðan. Hann vann þá fyrir Apple í San Francisco og ákvað að koma til hingað í nokkrar vikur til þess að vinna listaverkefni fyrir SFMOMA . Hann kolféll fyrir landinu og í dag býr hann ásamt Ýr Káradóttur eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra í fallegu húsi Hafnarfirði. Saman eiga þau og reka heimilisvörufyrirtæki og hönnnunarstúdíó, Reykjavík Trading Co. Þau breyttu nýlega bílskúrnum sínum í ævintýralegt stúdíó og verslun. sem fékk nafnið The Shed. „Fyrir tíu árum síðan kom ég á Snæfellsnes. Það var eitthvað ævintýralegt við Búðir og umhverfið þar. Ég varð fyrst ástfanginn af landsbyggðinni. Ég var ekki vanur þögninni, hvernig vindurinn blés og skýiin færðust. Ég dvaldi þrjár eða fjórar vikur þarna og vann að listaverkefni sem ég var að gera í San Fransisco & LA. Ég var enn að vinna fyrir Apple en vildi líka einbeita mér að listinni svona til hliðar.“ Anthony þekkti engan hér á landi og dvaldi á Hótel Búðum. „Það sem var áhugavert var að haustið 2009 voru ekki margir gestir þar og ég var eiginlega einn og hafði staðinn út af fyrir mig. Nokkrum mánuðum seinna kom ég aftur il Íslands til þess að skoða Vestfirðina og endaði þá á Djúpavík í leit minni að ónýtu skipsflaki. En þegar ég mætti þangað varð ég ástfanginn af staðnum og sögu hans. Ég kynntist tveimur af indælustu manneskjum sem ég hef á ævi minni hitt og sáu þau um mig á meðan ég dvaldi þar, Eva og Ási frá Hótel Djúpavík. Þessi staður kallaði einhvern veginn á mig og ég áttaði mig á því að ég var orðinn háður landslaginu og einangruninni. Ég hafði verið í langtíma sambandi áður en ég kom hingað en ákvað svo að stórborgarlífið, flotta starfið hjá Apple, alltaf sama veðrið, sama rútínan og að gifta mig á þessum tíma var bara ekki fyrir mig. Svo ég valdi að flýja hingað og hefja nýjan kafla í mínu lífi. Ég hugsaði með mér að ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég fylgdi ekki hjartanu. Augljóslega gætu ekki allir flutt allt sitt líf til lítillar eyju í norðri án þess að vita hvað morgundagurinn bæri í skaut með sér. Þetta var stórt skref sem ég hef aldrei séð eftir.“ Anthony og Ýr fyrir saman verslun sína og vinnustofu, The ShedAnthony Bacigalupo Fann ástina fyrsta kvöldið í Reykjavík „Þegar ég kom frá Djúpavík ákvað ég loksins að fara til Reykjavíkur í fyrsta skipti og gista þar síðustu næturnar mínar hér á landi. Ég hitti vin minn á Kaffibarnum og hann var að reyna við íslenskar stelpur, ég endaði á að tala við Ýr og falla fyrir henni, fallegu rauðhærðu stúlkunni sem hafði ekki hugmynd um það hvað hún væri að koma sér út í.“ Anthony segir að Ýri hafi ekki grunað að hann myndi enda á að flytja til Íslands. „Ég var bara að vera góði gaurinn. Ég vildi að sagan væri ævintýralegri, eins að ég hafi verið á hestbaki og hafi þurft að bjarga henni af því að hún var föst í undir hrauni eða bíllinn hennar bilaði eða eitthvað álíka rómantískt, en nei vinur minn var bara að reyna við hana á bar. Þannig kynntumst við.“ Þau hafa heyrt af nokkrum fleiri pörum sem kynntust á Kaffibarnum á svipuðum tíma, svo Anthony grínast með að þessi staður hafi greinilega verið eins og Tinder á þessum árum. Hann segir að þau séu mjög ólík en það sé virkilega jákvætt. „Ég held að við Ýr virkum svona vel saman af því að við erum alveg jing og jang, hún heldur mér á jörðinni.“ Brann út hjá Apple Anthony var mjög fljótur að koma sér fyrir á Íslandi og leið strax vel hér á landi. Hann langaði að flytja hingað en var ennþá í vinnu í Bandaríkjunum. „Fjölskyldan mín er frá Mexíkó og Ítalíu, svo ég var bókstaflega mexíkóski innflytjandinn á Íslandi,“ segir Anthony og hlær. „Ég var alltaf á flakki fram og til baka út af starfinu mínu hjá Apple og að gera auglýsingar og annað. Ég gat farið út og gert auglýsingu eða verkefni og komið svo til baka aftur.“ Hér á Íslandi vann hann verkefni fyrir hljómsveitina Of Monsters And Men sem var þá nýstofnuð. Þetta var í kringum árið 2011. „Ég var að þróast sem listamaður og kynntist hljómsveitinni. Ég hafði alltaf haft áhuga á að vinna með tónlistarmönnum, við gerðum skemmtilega hluti fyrir tónleika þeirra, á þeim tíma sem þau voru að skrifa undir útgáfusamninginn sinn.“ „Hjá Apple vann ég að markaðsmálum en svo breyttist starfið og vann ég þá við að setja upp allar nýjar verslanir, mitt starf var að tryggja að allt liti vel út. Þetta var æðislegt starf en ég var alltaf að ferðast, flakka á milli stórborga.“ Anthony byrjaði að vinna hjá Apple í kringum tvítugt. „Þau vildu að ég myndi færast ofar í fyrirtækinu. Þeim var alveg sama um gráðurnar mínar, horfðu bara á listaverkin mín og sköpunargleðina. Þeir buðu mér frábær störf og reynslu sem ég verð ávalt þakklátur fyrir. Ég lærði svo margt af þessu og nota mikið í eigin fyrirtæki í dag, þá hæfni sem ég lærði þar, sérstaklega eins og varðandi að hafa auga fyrir smáatriðum.“ Skúrinn er bjartur og fallegur að innan, undir áhrifum frá bæði Skandinavíu og Kaliforníu.Anthony Bacigalupo Opnuðu verslun og stúdíó í garðinum Eftir listasýningarnar, samsarf við aðra listamenn og auðvitað að finna ástina hér, ákvað Anthony að byrja á einhverju nýju hér og skapa eitthvað frá grunni. Það er ekki auðvelt að velja starfstitil á Anthony í dag enda tekur hann að sér einstaklega fjölbreytt og ólík verkefni. Hann vinnur við hönnun, stíliseringu, ljósmyndun,og fyrir sérstök verkefni tekur hann líka að sér módelstörf. Svo var hann líka í bakgrunnshlutverki í Game of Thrones þegar þættirnir voru teknir upp hér á landi. Hjónin eru með lítið gistiheimili í húsinu The Garden Cottage sínu og á dögunum opnuðu þau svo líka verslun í skúrnum í garðinum hjá sér, The Shed. „Þetta er frekar brjáluð hugmynd en viðbrögðin sem við höfum fengið hafa verið stórkostleg, því þetta er í Hafnarfirði í fyrsta lagi og svo er þetta líka bara í garðinum okkar. Hugmyndin að hafa þar vinnustúdíó en líka verslun og stað til að hittast, þetta er ekki algengt hérna á Íslandi.“ Ýr er frá Hafnarfirði og því vildi fjölskyldan koma sér fyrir þar. Þau búa þar í fallegu húsi og kemur garðurinn og það sem þar leynist flestum á óvart. „Við keyptum húsið fyrir sex og hálfu ári, þetta er eitt af elstu húsunum í bænum og það er mikil saga á þessu litla svæði, við erum á móti höfninni en samt í gamla bænum. Hafnarfjörður býður upp á marga möguleika, við hefðum ekki getað gert þetta í miðbæ Reykjavíkur, það hefði ekki gengið upp. Það er möguleiki á að gera góða hluti hér í Hafnarfirði og fólk er byrjað að taka eftir því. View this post on Instagram A post shared by The Shed by R.T.Co. (@shedhomesupply) on Oct 4, 2019 at 10:28am PDT Kalifornía og Ísland mætast Anthony hefði helst viljað búa á landsbyggðinni en fyrst að þau hjónin ákváðu að búa á höfuðborgarsvæðinu vildi hann tryggja að honum liði eins og hann væri út í sveit þegar hann er heima hjá sér. Þegar þau keypti eignina var ekki ein planta, eða tré eða blóm þar. Svo hann ákvað að búa til sinn eigin skóg með fjölbreyttum tegundum. Hann þurfti fyrst að fjarlægja töluvert af hrauni og steinum til þess að láta þann draum rætast. Garðurinn er nú fullur af fallegum blómum og trjám og svo er þar hænsnakofi með torfþaki, en hænurnar sem búa þar í augnablikinu eru þrjár. „The Shed“ var áður bílskúr mannsins sem átti neðstu hæðina í húsinu. „Við keyptum hæðina eiginlega til þess að fá skúrinn og hinn helminginn af garðinum. Við þurftum ekki meira pláss í húsinu og vildum eiginlega ekki verða leigusalar með langtímaleigjendur,“ útskýrir Anthony. Þau ákváðu því að hafa litlu aukaíbúðina bara í skammtímaleigu og hafa því allan garðinn út af fyrir sig.“ Fyrir nokkrum árum fékk hann símtal um að það vantaði einhvern til að leika John Snow í einu atriði í Game of Thrones sem taka átti upp á Íslandi. Atriðið var svo tekið upp annars staðar svo þeir þurftu ekki á honum að halda. „Ég var svo svekktur að fá ekki að vera hálfdauður John Snow liggjandi á hestbaki,“ segir Anthony og hlær. Í næsta mánuði verður hann á hálendinu með ljósmyndaranum Benjamin Hardman að taka upp auglýsingaherferð fyrir breska vörumerkið Shackleton. „Þetta er það sem ég elska við að búa hérna, þú getur verið hatta. Þú þarft ekki að skilgreina þig út frá einu starfsheiti.“ Anthony og hænan Bandita með prjónahúfuna sína.Anthony Bacigalupo Lúxusgisting og ný egg daglega Anthony og Ýr hafa hannað saman hluti fyrir hótel, veitingastaði, kaffihús og verslanir. Aukaíbúðin í húsinu varð svo þeirra gæluverkefni, algjörlega í þeirra einstaka stíl. Þetta varð að stað þar sem fjölskylda, vinir, listamenn og gestir erlendis frá geta dvalið. Þau vildu að íbúðin, The Garden Cottage, væri full af fallegum munum, lestrarefni, teppum, raftækjum, keramiki og listaverkum frá þeirra fyrirtæki og margt af því er gert í skúrnum. „Það er líka fullkomið að hafa þetta rými til þess að halda hittinga eða matarboð til að kynna nýjar vörur.“ Á síðasta ári fengu þau svo spurningu frá Airbnb hvort að þau vildu hafa íbúðina fyrstu Airbnb plus gistinguna á Íslandi. Þau ákváðu að slá til og hafa síðan þá tekið á móti mikið af listamönnum, ferðamönnum og fjölskyldum. Einnig hefur íbúðin og húsið verið notað fyrir margar íslenskar auglýsingar, myndatökur og einnig einhverjar erlendar bíómyndir. „Það er gaman að sjá að fólk sér hvað við öfum gert til þess að gera það einstakt og langar að sýna það í bíómyndum og auglýsingum. Það gerir okkur svo hamingjusöm að geta deilt því með öðrum. Þegar við ákváðum að gera þetta að gistiheimili, vildum við gera þetta á réttan máta og láta fólki líða eins og persónulegum gestum okkar.“ Þetta gera þau með því að gefa gestunum egg frá hænunum þeirra á hverjum degi og einnig grænmeti og jurtir úr garðinum. Einnig drekka þau kaffi með gestunum og aðstoða þá að plana ferðina um Ísland. „Margir þeirra verða einnig viðskiptavinir R.T.Co sem er auðvitað frábært. Í framtíðinni værum við til í að hafa þetta sem aðsetur fyrir listamenn í mánuð í einu og hafa svo sýningu í The Shed,“ segir Anthony. Í sumar komu tveir leikstjórar og tóku upp auglýsingu fyrir Isavia í húsinu og báðu þeir Anthony að leika aðalhlutverkið. „Þeir fengu ekki aðeins húsið heldur leikarann líka.“ Anthony var núna nýlega að vinna að nýja Dill staðnum og aðstoðaði hann Gunnar Karl Gíslason kokk við að innanhússhönnunina. Anthony segir að Gunni hafi verið mjög hrifin af því sem þau gerðu í húsinu, garðinum og skúrnum heima. Þeir hafi því blandað þessum áhrifum saman á veitingastaðnum, sem er undir áhrifum frá bæði Kaliforníu og Skandinavíu. „Þetta eru tvær andstæður á margan hátt en virka svo vel saman,“ segir Anthony. Anthony og Ýr hafa gjörbreytt garðinum sínum í Hafnarfirði.Anthony Bacigalupo Sleppa við háa leigu „Við vissum að við vildum hafa rými til að hitta fólk, hafa verslun og vinnustúdíó. Þessi skúr hafði mikla möguleika og var í okkar eigin garði. Vanalega þegar þú vilt hönnunarstúdíó eða verslun þarftu að borga háa leigu eða vera á staðsetningu sem ekki margir heimsækja. Því vildi ég hanna þetta eins og skóginn í garðinum.“ The Shed var nafnið sem kom fyrst til greina og breyttist það aldrei, enda er þetta skúr svo nafnið gæti ekki passað betur. Það hljómar líka vel með nafninu á gistiheimilinu, The Garden Cottage. Þetta var mjög hefðbundinn bílskúr áður og það fyrsta sem Anthony gerði var að rífa allt í burtu nema veggina. Hann ákvað að nota sama stíl og á pallinum og garðinum, verkefni sem hann hafði unnið að lengi. Hann notaði japanska aðferð til að brenna við sem málaður er með svartri tjöru. Heildarmyndin er því mjög stílhrein og falleg og umfram allt mjög ólík öðrum görðum í nágrenninu. „Þegar ég gerði þetta tók ég einangrunina í skúrnum og gerði þakið hærra til þess að sýna viðarbitana og gera rýmið hlýlegra.“ Myndataka fyrir As We Grow.Anthony Bacigalupo Hlýtt og kósý Hann fékk torf.is til þess að koma með lyng fullt af grasi, mosa og berjum og var þetta torf sett á þakið til þess að einangra það líka betur. Honum fannst þetta einnig gefa garðinum smá gamaldags íslenskt yfirbragð, enda er garðurinn og skúrinn ekki í mjög hefðbundnum íslenskum stíl. „Fjölskyldan mín og nágrannarnir hristu hausinn þegar ég var að gera þetta en ég held að þau skilji þetta núna og elski útkomuna.“ Næst var komið að bílskúrshurðinni og ákvað Anthony að rífa hana af og láta smíða stóran glugga í staðinn, rúðan nær nú frá gólfi og upp í loftið. Aðstæðurnar í skúrnum eru nú fullkomnar fyrir blóm og plöntur. „Þetta breytti rýminu algjörlega, þetta gerði dökkan og dimman stað að einhverju hlýju og kósý.“ Anthony er byrjaður að undirbúa jólatréð.Aðsend mynd Stærsta jólatré landsins Samfélag Hafnfirðinga er mjög þétt að mati Anthony og kann hann mjög vel við sig í bæjarfélaginu. Anthony og Ýr hlutu á dögunum viðurkenningu þegar fallegustu garðar Hafnarfjarðar voru valdir. „Allir aðrir sem voru þarna voru helmingi eldri en við. Ég spurði Rósu bæjarstjóra því hvort við værum yngstu einstaklingarnir sem hefðu hlotið þessi verðlaun og hún staðfesti það, langyngstu.“ Garðurinn þeirra er ævintýralega fallegur en Anthony ætlar að toppa sig nú fyrir jólin, og sótti því um styrk frá bæjarfélaginu til þess að gera stærsta skreytta jólatré á Íslandi fyrir utan húsið sitt. Tréð er á lóð sem tilheyrir bænum og munu allir bæjarbúar og gestir geta fengið að njóta þess að skoða það. „Ég er jólaálfur í dulargervi. Þetta verður án efa stærsta listaverk sem ég hef nokkurn tímann gert. Tréð er það stórt að ég þurfti að byrja undirbúninginn núna í nóvember. Ég mældi tréð og það er svona 25 metra hátt.“ Það tók Anthony fimm daga að hengja sjálfur upp meira en 500 stórar ljósaperur á tréð. „Þetta er hugsanlega það ógnvægilegasta og brjálaðasta sem ég hef gert í langan tíma. Ég var 25 metra frá jörðu einn í lyftunni og vann stundum á kvöldin. En ég hugsaði bara um það hvað þetta myndi færa bænum mikla gleði. Ég er mjög ánægður með að vera á lífi til að njóta þess.“ Anthony segir að því miður sé það oft þannig á Íslandi að fólk hugsi meira um það sem er inni í húsunum sínum heldur en umhverfið í kringum það. „Kannski er það af því að fólki finnst það varla ná að njóta þess. En mér finnst þetta mikilvægt og þess vegna er ég með garðinn, skúrinn, trén og hænurnar. Þetta er það sem gerir heimilið að því sem það er.“ Handgerðar gæðavörur Anthony hefur safnað mikið af blómum og jurtum frá öllum árstíðum bæði hér á Íslandi og í Kaliforníu. Úr þessu gerir hann falleg verk sem hann hengir til dæmis upp á veitingastöðum sem hann tekur þátt í að hanna. Anthony segir að tími og minningar séu rauður þráður í gegnum hans listaverk. „Ég var heillaður af minningum og eitt af því sem ég byrjaði á þegar ég kom hingað var að safna blómum og plöntum á mismunandi árstíðum og pressa þær til að ég gæti geymt þær. Ég gerði það sama í Kaliforníu þegar ég var þar.“ Anthony setti þær svo í gler og ætlaði að halda sýningu síðar en svo hafði fólk svo mikinn áhuga á þeim að þessi verk eru nú á heimilum og víðar í dag. „Árið 2020 ætlum við að vinna áfram með DILL og nota matarafganga og náttúrulega liti til þess að hanna nýja hluti fyrir fyrirtækið okkar og veitingastaðinn. Við munum einnig nota garðinn við hlið hússins til að rækta grænmeti fyrir verkefni og viðburði.“ Einnig gerir hann ilmolíur sem hægt er að setja í fallega keramik ilmlampa sem þau hanna og selja. „Ég hanna keramikið og vinnur minn í Kaliforníu býr þá svo til fyrir okkur.“ Í skúrnum má sjá einstakar handgerðar vörur frá Indlandi, Californíu, Mexíkó og víðs vegar annars staðar úr heiminum. Það er ekki mikið um íslenska hönnun frá öðrum en þeim sjálfum, fyrir utan íslenska merkið As We Grow, en Anthony hefur myndað fyrir fyrirtækið. „Allar vörurnar sem við seljum eru frá fyrirtækjum með svipuð gildi og okkar eins og til dæmis Block Shop Textiles frá LA, Maison Louis Marie frá LA, Sam Lee ceramics frá San Fransisco, Lappalainen frá Þýskalandi og frá fyrirtækjum sem við elskum eins og Aesop. Allar gjafavöruverslanir á Íslandi eru eins, svo við erum ekki að elta það. Okkar vörur, Reykjavík trading company, eru seldar í verslununum Geysir, Farmers market, Kormákur og Skjöldur og einnig Epal. En það er gaman að fólk geti núna líka komið til okkar.“ View this post on Instagram We’ve accomplished a lot the last 6 years of marriage & have many more things to share soon...but sometimes it’s nice to take a stroll in the desert at sundown when it’s silent and take a photo together & not get eaten. A post shared by Anthony Bacigalupo (@mono1984) on May 7, 2019 at 7:09pm PDT Treysta á gott orðspor Anthony og Ýr selja meðal annars lyklakippur, kápur á vegabréf og fleira úr leðri frá Reykjavik Trading Co. og getu fólk fengið að fylgjast með þeim merkja leðrið ef óskað er eftir nafni eða öðru slíku á vöruna. Í hönnun sína nota þau mikið íslenskt leður og íslensku ullina. „Við erum ekki með neina fjárfesta og við skuldum því engum peninga. Mér finnst frábært að þetta sé hægt hér á landi, að gera þetta svona sjálfur.“ Þau auglýsa ekki mikið merkið sitt eða verslunina og treysta meira sitt orðspor, samfélagsmiðla og jákvæðar upplifanir þeirra viðskiptavina, sem svo segja öðrum frá merkinu. „Ef þú gerir hlutina vel þá mun þér ganga vel, við kjósum að vaxa rólega. Íslenska leiðin er oftast þannig að ef fólk gerir eitthvað eitt sem slær í gegn, þá gerir það strax fimm alveg eins hvort sem það er vara, verslun, bakarí eða annað.“ Eins og er þá er „The Shed“ aðeins opinn eftir samkomulagi en fyrir jólin ætla þau að vera með hefðbundnari fasta opnunartíma.s „Við erum ekki með venjulega opnunartíma því við erum alltaf hér að vinna, ef fólk lætur vita af sér þá get ég verið á staðnum, gert kaffi, spjallað við fólk og leyft því að sjá mig vinna ef það hefur áhuga.“ Færri kúrekar í Hafnarfirði Það er ekki margt sem Anthony saknar við Bandaríkin fyrir utan ástvina og vina, nema kannski góða veðursins. „Ég bjó aðeins nokkur ár í Los Angeles. Áður en ég kom hingað bjó ég í San Fransisco en ég ólst upp í Paso Robles, lítill bær eins og Hafnarfjörður en bara með fleiri kúrekum. Mikið af góðu víni kemur þaðan, þetta er við strönd og þar er mikið af búgörðum, alls ekkert líkt Íslandi. Það eina sem ég held að ég sakni, kannski svolítið heimskulegt að sakna þess, en það er að þar veistu alltaf hvernig veður þú getur átt von á.“ Anthony segir að flestir sem hann ólst upp með hafi ekki skilið af hverju hann vildi flytja hingað. „En ég áttaði mig á því að það er ekki fyrir alla að flytja á eyju, flestir sem ég þekki myndu ekki endast hérna. En ég held að þegar þú ferð út fyrir þægindarammann þinn og uppeldisstaðinn þinn þá lærir þú svo mikið um eðli mannsins og sérð þín gildi miklu betur. Ég hef sætt mig við að ég þarf ekki að eiga fullt af vinum. Í nútíma samfélagi snýst svo margt um hversu marga fylgjendur þú ert með og hversu marga þú þekkir. Við ævilok eru aðeins nokkrir þér við hlið, svo af hverju ekki að halda þínum nánustu þétt að þér og eyða dögunum þínum með þeim. Margar af mikilvægustu persónunum í mínu lífi eru á þessari eyju. Mér fannst að í Los Angeles snerist allt um hvern þú þekktir og hverju þú varst að vinna í, ég hafði ekki raunverulega tengingu við helminginn af fólkinu nema aðeins á því augnabliki.“ Í The Shed og The Garden Cottage má sjá stíl hjónanna í hverju smáatriði.Anthony Bacigalupo Halda sig við handgerðar vörur Hann segir að það sé líka margt auðveldara í Bandaríkjunum, eins og fyrir fyrirtæki. „Allt gerist svo hratt ef þú ert fyrirtæki eða búð. Að þurfa ekki að bíða margar vikur efir sendingum. Háir tollar og innflutningsgjöld gera það erfitt fyrir lítil fyrirtæki að vaxa hérna. Þú þarft að vera sniðugur og taka ekki of mikla áhættu, ég sé svo marga hönnuði sem fara „all in“ og hverfa svo.“ Anthony og Ýr eru samstíga, þau lifa „hægum lífsstíl“ og fara ekkert fram úr sér. Þau trúa því að það sé ástæða fyrir öllu sem gerist. „Við erum búin að vera með fyrirtækið frá árinu 2012 en það var ekki fyrr en nýlega sem Íslendingar fóru að heyra um okkur. Ég er ánægður með að við erum ekki orðin of stór, ef að við værum að framleiða hlutina í verksmiðjum erlendis þá væri það ekki í takt við söguna sem við erum að segja. Við erum ánægð með það hvernig þetta er núna.“ Hræðsla og stöðugar áhyggjur Anthony segir að fólkið í kringum hann hafi verið mjög hissa þegar hann tilkynnti plön sín um að flytja til Íslands. Það skilji það þó allir betur í dag. „Ég sakna ekki allra hræðilegu hlutanna sem gerast þar og rasismans. Eitt af því sem ég hef lært á því að búa hér er að í Ameríku er þér kennt að þú þarft að vera betri en aðrir, að ef þú ert ekki fyrstur þá ertu síðastur. Einnig að þú þurfir að óttast það sem er öðruvísi. Í Skandinavíu held ég að við pössum um á hvort annað og börn þurfa ekki að alast upp með sama kvíða. Þegar ég flutti hingað fyrir tíu árum síðan héltt fólk að ég væri að flýja eitthvað, væri þunglyndur eða orðinn brjálaður fyrir að vilja fara frá Kaliforníu til Íslands. Íslendingar héldu að ég væri eitthvað skrítinn og Kaliforníubúar héldu að ég væri ruglaður. Þetta sama fólk í Kaliforníu, þeim langar núna að flytja hingað til Íslands því þau eru bara hrædd við það sem er að gerast og með stöðugar áhyggjur.“ Hann segir að sem foreldri skipti svo miklu máli að vita að börnin eru örugg. „Jújú það er dýrara hér en fólkið hér er heilbrigðara og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessum brjáluðu hlutum. Þegar ég var í heimsókn í Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum vildi ég sýna dóttur minni gamla skólann minn en ég gat það ekki því þar voru læst hlið alls staðar, þriggja metra háar girðinga og öryggisverðir, á sunnudegi. Ég gat ekki einu sinni sýnt henni leikvöllinn og þetta er í smábæ. Auðvitað eru vandamál hér á en heilt yfir þá er þetta frábært.“ Hafnarfjörður Helgarviðtal Tíska og hönnun Viðtal Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Anthony Bacigalupo kom fyrst til Íslands fyrir tíu árum síðan. Hann vann þá fyrir Apple í San Francisco og ákvað að koma til hingað í nokkrar vikur til þess að vinna listaverkefni fyrir SFMOMA . Hann kolféll fyrir landinu og í dag býr hann ásamt Ýr Káradóttur eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra í fallegu húsi Hafnarfirði. Saman eiga þau og reka heimilisvörufyrirtæki og hönnnunarstúdíó, Reykjavík Trading Co. Þau breyttu nýlega bílskúrnum sínum í ævintýralegt stúdíó og verslun. sem fékk nafnið The Shed. „Fyrir tíu árum síðan kom ég á Snæfellsnes. Það var eitthvað ævintýralegt við Búðir og umhverfið þar. Ég varð fyrst ástfanginn af landsbyggðinni. Ég var ekki vanur þögninni, hvernig vindurinn blés og skýiin færðust. Ég dvaldi þrjár eða fjórar vikur þarna og vann að listaverkefni sem ég var að gera í San Fransisco & LA. Ég var enn að vinna fyrir Apple en vildi líka einbeita mér að listinni svona til hliðar.“ Anthony þekkti engan hér á landi og dvaldi á Hótel Búðum. „Það sem var áhugavert var að haustið 2009 voru ekki margir gestir þar og ég var eiginlega einn og hafði staðinn út af fyrir mig. Nokkrum mánuðum seinna kom ég aftur il Íslands til þess að skoða Vestfirðina og endaði þá á Djúpavík í leit minni að ónýtu skipsflaki. En þegar ég mætti þangað varð ég ástfanginn af staðnum og sögu hans. Ég kynntist tveimur af indælustu manneskjum sem ég hef á ævi minni hitt og sáu þau um mig á meðan ég dvaldi þar, Eva og Ási frá Hótel Djúpavík. Þessi staður kallaði einhvern veginn á mig og ég áttaði mig á því að ég var orðinn háður landslaginu og einangruninni. Ég hafði verið í langtíma sambandi áður en ég kom hingað en ákvað svo að stórborgarlífið, flotta starfið hjá Apple, alltaf sama veðrið, sama rútínan og að gifta mig á þessum tíma var bara ekki fyrir mig. Svo ég valdi að flýja hingað og hefja nýjan kafla í mínu lífi. Ég hugsaði með mér að ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég fylgdi ekki hjartanu. Augljóslega gætu ekki allir flutt allt sitt líf til lítillar eyju í norðri án þess að vita hvað morgundagurinn bæri í skaut með sér. Þetta var stórt skref sem ég hef aldrei séð eftir.“ Anthony og Ýr fyrir saman verslun sína og vinnustofu, The ShedAnthony Bacigalupo Fann ástina fyrsta kvöldið í Reykjavík „Þegar ég kom frá Djúpavík ákvað ég loksins að fara til Reykjavíkur í fyrsta skipti og gista þar síðustu næturnar mínar hér á landi. Ég hitti vin minn á Kaffibarnum og hann var að reyna við íslenskar stelpur, ég endaði á að tala við Ýr og falla fyrir henni, fallegu rauðhærðu stúlkunni sem hafði ekki hugmynd um það hvað hún væri að koma sér út í.“ Anthony segir að Ýri hafi ekki grunað að hann myndi enda á að flytja til Íslands. „Ég var bara að vera góði gaurinn. Ég vildi að sagan væri ævintýralegri, eins að ég hafi verið á hestbaki og hafi þurft að bjarga henni af því að hún var föst í undir hrauni eða bíllinn hennar bilaði eða eitthvað álíka rómantískt, en nei vinur minn var bara að reyna við hana á bar. Þannig kynntumst við.“ Þau hafa heyrt af nokkrum fleiri pörum sem kynntust á Kaffibarnum á svipuðum tíma, svo Anthony grínast með að þessi staður hafi greinilega verið eins og Tinder á þessum árum. Hann segir að þau séu mjög ólík en það sé virkilega jákvætt. „Ég held að við Ýr virkum svona vel saman af því að við erum alveg jing og jang, hún heldur mér á jörðinni.“ Brann út hjá Apple Anthony var mjög fljótur að koma sér fyrir á Íslandi og leið strax vel hér á landi. Hann langaði að flytja hingað en var ennþá í vinnu í Bandaríkjunum. „Fjölskyldan mín er frá Mexíkó og Ítalíu, svo ég var bókstaflega mexíkóski innflytjandinn á Íslandi,“ segir Anthony og hlær. „Ég var alltaf á flakki fram og til baka út af starfinu mínu hjá Apple og að gera auglýsingar og annað. Ég gat farið út og gert auglýsingu eða verkefni og komið svo til baka aftur.“ Hér á Íslandi vann hann verkefni fyrir hljómsveitina Of Monsters And Men sem var þá nýstofnuð. Þetta var í kringum árið 2011. „Ég var að þróast sem listamaður og kynntist hljómsveitinni. Ég hafði alltaf haft áhuga á að vinna með tónlistarmönnum, við gerðum skemmtilega hluti fyrir tónleika þeirra, á þeim tíma sem þau voru að skrifa undir útgáfusamninginn sinn.“ „Hjá Apple vann ég að markaðsmálum en svo breyttist starfið og vann ég þá við að setja upp allar nýjar verslanir, mitt starf var að tryggja að allt liti vel út. Þetta var æðislegt starf en ég var alltaf að ferðast, flakka á milli stórborga.“ Anthony byrjaði að vinna hjá Apple í kringum tvítugt. „Þau vildu að ég myndi færast ofar í fyrirtækinu. Þeim var alveg sama um gráðurnar mínar, horfðu bara á listaverkin mín og sköpunargleðina. Þeir buðu mér frábær störf og reynslu sem ég verð ávalt þakklátur fyrir. Ég lærði svo margt af þessu og nota mikið í eigin fyrirtæki í dag, þá hæfni sem ég lærði þar, sérstaklega eins og varðandi að hafa auga fyrir smáatriðum.“ Skúrinn er bjartur og fallegur að innan, undir áhrifum frá bæði Skandinavíu og Kaliforníu.Anthony Bacigalupo Opnuðu verslun og stúdíó í garðinum Eftir listasýningarnar, samsarf við aðra listamenn og auðvitað að finna ástina hér, ákvað Anthony að byrja á einhverju nýju hér og skapa eitthvað frá grunni. Það er ekki auðvelt að velja starfstitil á Anthony í dag enda tekur hann að sér einstaklega fjölbreytt og ólík verkefni. Hann vinnur við hönnun, stíliseringu, ljósmyndun,og fyrir sérstök verkefni tekur hann líka að sér módelstörf. Svo var hann líka í bakgrunnshlutverki í Game of Thrones þegar þættirnir voru teknir upp hér á landi. Hjónin eru með lítið gistiheimili í húsinu The Garden Cottage sínu og á dögunum opnuðu þau svo líka verslun í skúrnum í garðinum hjá sér, The Shed. „Þetta er frekar brjáluð hugmynd en viðbrögðin sem við höfum fengið hafa verið stórkostleg, því þetta er í Hafnarfirði í fyrsta lagi og svo er þetta líka bara í garðinum okkar. Hugmyndin að hafa þar vinnustúdíó en líka verslun og stað til að hittast, þetta er ekki algengt hérna á Íslandi.“ Ýr er frá Hafnarfirði og því vildi fjölskyldan koma sér fyrir þar. Þau búa þar í fallegu húsi og kemur garðurinn og það sem þar leynist flestum á óvart. „Við keyptum húsið fyrir sex og hálfu ári, þetta er eitt af elstu húsunum í bænum og það er mikil saga á þessu litla svæði, við erum á móti höfninni en samt í gamla bænum. Hafnarfjörður býður upp á marga möguleika, við hefðum ekki getað gert þetta í miðbæ Reykjavíkur, það hefði ekki gengið upp. Það er möguleiki á að gera góða hluti hér í Hafnarfirði og fólk er byrjað að taka eftir því. View this post on Instagram A post shared by The Shed by R.T.Co. (@shedhomesupply) on Oct 4, 2019 at 10:28am PDT Kalifornía og Ísland mætast Anthony hefði helst viljað búa á landsbyggðinni en fyrst að þau hjónin ákváðu að búa á höfuðborgarsvæðinu vildi hann tryggja að honum liði eins og hann væri út í sveit þegar hann er heima hjá sér. Þegar þau keypti eignina var ekki ein planta, eða tré eða blóm þar. Svo hann ákvað að búa til sinn eigin skóg með fjölbreyttum tegundum. Hann þurfti fyrst að fjarlægja töluvert af hrauni og steinum til þess að láta þann draum rætast. Garðurinn er nú fullur af fallegum blómum og trjám og svo er þar hænsnakofi með torfþaki, en hænurnar sem búa þar í augnablikinu eru þrjár. „The Shed“ var áður bílskúr mannsins sem átti neðstu hæðina í húsinu. „Við keyptum hæðina eiginlega til þess að fá skúrinn og hinn helminginn af garðinum. Við þurftum ekki meira pláss í húsinu og vildum eiginlega ekki verða leigusalar með langtímaleigjendur,“ útskýrir Anthony. Þau ákváðu því að hafa litlu aukaíbúðina bara í skammtímaleigu og hafa því allan garðinn út af fyrir sig.“ Fyrir nokkrum árum fékk hann símtal um að það vantaði einhvern til að leika John Snow í einu atriði í Game of Thrones sem taka átti upp á Íslandi. Atriðið var svo tekið upp annars staðar svo þeir þurftu ekki á honum að halda. „Ég var svo svekktur að fá ekki að vera hálfdauður John Snow liggjandi á hestbaki,“ segir Anthony og hlær. Í næsta mánuði verður hann á hálendinu með ljósmyndaranum Benjamin Hardman að taka upp auglýsingaherferð fyrir breska vörumerkið Shackleton. „Þetta er það sem ég elska við að búa hérna, þú getur verið hatta. Þú þarft ekki að skilgreina þig út frá einu starfsheiti.“ Anthony og hænan Bandita með prjónahúfuna sína.Anthony Bacigalupo Lúxusgisting og ný egg daglega Anthony og Ýr hafa hannað saman hluti fyrir hótel, veitingastaði, kaffihús og verslanir. Aukaíbúðin í húsinu varð svo þeirra gæluverkefni, algjörlega í þeirra einstaka stíl. Þetta varð að stað þar sem fjölskylda, vinir, listamenn og gestir erlendis frá geta dvalið. Þau vildu að íbúðin, The Garden Cottage, væri full af fallegum munum, lestrarefni, teppum, raftækjum, keramiki og listaverkum frá þeirra fyrirtæki og margt af því er gert í skúrnum. „Það er líka fullkomið að hafa þetta rými til þess að halda hittinga eða matarboð til að kynna nýjar vörur.“ Á síðasta ári fengu þau svo spurningu frá Airbnb hvort að þau vildu hafa íbúðina fyrstu Airbnb plus gistinguna á Íslandi. Þau ákváðu að slá til og hafa síðan þá tekið á móti mikið af listamönnum, ferðamönnum og fjölskyldum. Einnig hefur íbúðin og húsið verið notað fyrir margar íslenskar auglýsingar, myndatökur og einnig einhverjar erlendar bíómyndir. „Það er gaman að sjá að fólk sér hvað við öfum gert til þess að gera það einstakt og langar að sýna það í bíómyndum og auglýsingum. Það gerir okkur svo hamingjusöm að geta deilt því með öðrum. Þegar við ákváðum að gera þetta að gistiheimili, vildum við gera þetta á réttan máta og láta fólki líða eins og persónulegum gestum okkar.“ Þetta gera þau með því að gefa gestunum egg frá hænunum þeirra á hverjum degi og einnig grænmeti og jurtir úr garðinum. Einnig drekka þau kaffi með gestunum og aðstoða þá að plana ferðina um Ísland. „Margir þeirra verða einnig viðskiptavinir R.T.Co sem er auðvitað frábært. Í framtíðinni værum við til í að hafa þetta sem aðsetur fyrir listamenn í mánuð í einu og hafa svo sýningu í The Shed,“ segir Anthony. Í sumar komu tveir leikstjórar og tóku upp auglýsingu fyrir Isavia í húsinu og báðu þeir Anthony að leika aðalhlutverkið. „Þeir fengu ekki aðeins húsið heldur leikarann líka.“ Anthony var núna nýlega að vinna að nýja Dill staðnum og aðstoðaði hann Gunnar Karl Gíslason kokk við að innanhússhönnunina. Anthony segir að Gunni hafi verið mjög hrifin af því sem þau gerðu í húsinu, garðinum og skúrnum heima. Þeir hafi því blandað þessum áhrifum saman á veitingastaðnum, sem er undir áhrifum frá bæði Kaliforníu og Skandinavíu. „Þetta eru tvær andstæður á margan hátt en virka svo vel saman,“ segir Anthony. Anthony og Ýr hafa gjörbreytt garðinum sínum í Hafnarfirði.Anthony Bacigalupo Sleppa við háa leigu „Við vissum að við vildum hafa rými til að hitta fólk, hafa verslun og vinnustúdíó. Þessi skúr hafði mikla möguleika og var í okkar eigin garði. Vanalega þegar þú vilt hönnunarstúdíó eða verslun þarftu að borga háa leigu eða vera á staðsetningu sem ekki margir heimsækja. Því vildi ég hanna þetta eins og skóginn í garðinum.“ The Shed var nafnið sem kom fyrst til greina og breyttist það aldrei, enda er þetta skúr svo nafnið gæti ekki passað betur. Það hljómar líka vel með nafninu á gistiheimilinu, The Garden Cottage. Þetta var mjög hefðbundinn bílskúr áður og það fyrsta sem Anthony gerði var að rífa allt í burtu nema veggina. Hann ákvað að nota sama stíl og á pallinum og garðinum, verkefni sem hann hafði unnið að lengi. Hann notaði japanska aðferð til að brenna við sem málaður er með svartri tjöru. Heildarmyndin er því mjög stílhrein og falleg og umfram allt mjög ólík öðrum görðum í nágrenninu. „Þegar ég gerði þetta tók ég einangrunina í skúrnum og gerði þakið hærra til þess að sýna viðarbitana og gera rýmið hlýlegra.“ Myndataka fyrir As We Grow.Anthony Bacigalupo Hlýtt og kósý Hann fékk torf.is til þess að koma með lyng fullt af grasi, mosa og berjum og var þetta torf sett á þakið til þess að einangra það líka betur. Honum fannst þetta einnig gefa garðinum smá gamaldags íslenskt yfirbragð, enda er garðurinn og skúrinn ekki í mjög hefðbundnum íslenskum stíl. „Fjölskyldan mín og nágrannarnir hristu hausinn þegar ég var að gera þetta en ég held að þau skilji þetta núna og elski útkomuna.“ Næst var komið að bílskúrshurðinni og ákvað Anthony að rífa hana af og láta smíða stóran glugga í staðinn, rúðan nær nú frá gólfi og upp í loftið. Aðstæðurnar í skúrnum eru nú fullkomnar fyrir blóm og plöntur. „Þetta breytti rýminu algjörlega, þetta gerði dökkan og dimman stað að einhverju hlýju og kósý.“ Anthony er byrjaður að undirbúa jólatréð.Aðsend mynd Stærsta jólatré landsins Samfélag Hafnfirðinga er mjög þétt að mati Anthony og kann hann mjög vel við sig í bæjarfélaginu. Anthony og Ýr hlutu á dögunum viðurkenningu þegar fallegustu garðar Hafnarfjarðar voru valdir. „Allir aðrir sem voru þarna voru helmingi eldri en við. Ég spurði Rósu bæjarstjóra því hvort við værum yngstu einstaklingarnir sem hefðu hlotið þessi verðlaun og hún staðfesti það, langyngstu.“ Garðurinn þeirra er ævintýralega fallegur en Anthony ætlar að toppa sig nú fyrir jólin, og sótti því um styrk frá bæjarfélaginu til þess að gera stærsta skreytta jólatré á Íslandi fyrir utan húsið sitt. Tréð er á lóð sem tilheyrir bænum og munu allir bæjarbúar og gestir geta fengið að njóta þess að skoða það. „Ég er jólaálfur í dulargervi. Þetta verður án efa stærsta listaverk sem ég hef nokkurn tímann gert. Tréð er það stórt að ég þurfti að byrja undirbúninginn núna í nóvember. Ég mældi tréð og það er svona 25 metra hátt.“ Það tók Anthony fimm daga að hengja sjálfur upp meira en 500 stórar ljósaperur á tréð. „Þetta er hugsanlega það ógnvægilegasta og brjálaðasta sem ég hef gert í langan tíma. Ég var 25 metra frá jörðu einn í lyftunni og vann stundum á kvöldin. En ég hugsaði bara um það hvað þetta myndi færa bænum mikla gleði. Ég er mjög ánægður með að vera á lífi til að njóta þess.“ Anthony segir að því miður sé það oft þannig á Íslandi að fólk hugsi meira um það sem er inni í húsunum sínum heldur en umhverfið í kringum það. „Kannski er það af því að fólki finnst það varla ná að njóta þess. En mér finnst þetta mikilvægt og þess vegna er ég með garðinn, skúrinn, trén og hænurnar. Þetta er það sem gerir heimilið að því sem það er.“ Handgerðar gæðavörur Anthony hefur safnað mikið af blómum og jurtum frá öllum árstíðum bæði hér á Íslandi og í Kaliforníu. Úr þessu gerir hann falleg verk sem hann hengir til dæmis upp á veitingastöðum sem hann tekur þátt í að hanna. Anthony segir að tími og minningar séu rauður þráður í gegnum hans listaverk. „Ég var heillaður af minningum og eitt af því sem ég byrjaði á þegar ég kom hingað var að safna blómum og plöntum á mismunandi árstíðum og pressa þær til að ég gæti geymt þær. Ég gerði það sama í Kaliforníu þegar ég var þar.“ Anthony setti þær svo í gler og ætlaði að halda sýningu síðar en svo hafði fólk svo mikinn áhuga á þeim að þessi verk eru nú á heimilum og víðar í dag. „Árið 2020 ætlum við að vinna áfram með DILL og nota matarafganga og náttúrulega liti til þess að hanna nýja hluti fyrir fyrirtækið okkar og veitingastaðinn. Við munum einnig nota garðinn við hlið hússins til að rækta grænmeti fyrir verkefni og viðburði.“ Einnig gerir hann ilmolíur sem hægt er að setja í fallega keramik ilmlampa sem þau hanna og selja. „Ég hanna keramikið og vinnur minn í Kaliforníu býr þá svo til fyrir okkur.“ Í skúrnum má sjá einstakar handgerðar vörur frá Indlandi, Californíu, Mexíkó og víðs vegar annars staðar úr heiminum. Það er ekki mikið um íslenska hönnun frá öðrum en þeim sjálfum, fyrir utan íslenska merkið As We Grow, en Anthony hefur myndað fyrir fyrirtækið. „Allar vörurnar sem við seljum eru frá fyrirtækjum með svipuð gildi og okkar eins og til dæmis Block Shop Textiles frá LA, Maison Louis Marie frá LA, Sam Lee ceramics frá San Fransisco, Lappalainen frá Þýskalandi og frá fyrirtækjum sem við elskum eins og Aesop. Allar gjafavöruverslanir á Íslandi eru eins, svo við erum ekki að elta það. Okkar vörur, Reykjavík trading company, eru seldar í verslununum Geysir, Farmers market, Kormákur og Skjöldur og einnig Epal. En það er gaman að fólk geti núna líka komið til okkar.“ View this post on Instagram We’ve accomplished a lot the last 6 years of marriage & have many more things to share soon...but sometimes it’s nice to take a stroll in the desert at sundown when it’s silent and take a photo together & not get eaten. A post shared by Anthony Bacigalupo (@mono1984) on May 7, 2019 at 7:09pm PDT Treysta á gott orðspor Anthony og Ýr selja meðal annars lyklakippur, kápur á vegabréf og fleira úr leðri frá Reykjavik Trading Co. og getu fólk fengið að fylgjast með þeim merkja leðrið ef óskað er eftir nafni eða öðru slíku á vöruna. Í hönnun sína nota þau mikið íslenskt leður og íslensku ullina. „Við erum ekki með neina fjárfesta og við skuldum því engum peninga. Mér finnst frábært að þetta sé hægt hér á landi, að gera þetta svona sjálfur.“ Þau auglýsa ekki mikið merkið sitt eða verslunina og treysta meira sitt orðspor, samfélagsmiðla og jákvæðar upplifanir þeirra viðskiptavina, sem svo segja öðrum frá merkinu. „Ef þú gerir hlutina vel þá mun þér ganga vel, við kjósum að vaxa rólega. Íslenska leiðin er oftast þannig að ef fólk gerir eitthvað eitt sem slær í gegn, þá gerir það strax fimm alveg eins hvort sem það er vara, verslun, bakarí eða annað.“ Eins og er þá er „The Shed“ aðeins opinn eftir samkomulagi en fyrir jólin ætla þau að vera með hefðbundnari fasta opnunartíma.s „Við erum ekki með venjulega opnunartíma því við erum alltaf hér að vinna, ef fólk lætur vita af sér þá get ég verið á staðnum, gert kaffi, spjallað við fólk og leyft því að sjá mig vinna ef það hefur áhuga.“ Færri kúrekar í Hafnarfirði Það er ekki margt sem Anthony saknar við Bandaríkin fyrir utan ástvina og vina, nema kannski góða veðursins. „Ég bjó aðeins nokkur ár í Los Angeles. Áður en ég kom hingað bjó ég í San Fransisco en ég ólst upp í Paso Robles, lítill bær eins og Hafnarfjörður en bara með fleiri kúrekum. Mikið af góðu víni kemur þaðan, þetta er við strönd og þar er mikið af búgörðum, alls ekkert líkt Íslandi. Það eina sem ég held að ég sakni, kannski svolítið heimskulegt að sakna þess, en það er að þar veistu alltaf hvernig veður þú getur átt von á.“ Anthony segir að flestir sem hann ólst upp með hafi ekki skilið af hverju hann vildi flytja hingað. „En ég áttaði mig á því að það er ekki fyrir alla að flytja á eyju, flestir sem ég þekki myndu ekki endast hérna. En ég held að þegar þú ferð út fyrir þægindarammann þinn og uppeldisstaðinn þinn þá lærir þú svo mikið um eðli mannsins og sérð þín gildi miklu betur. Ég hef sætt mig við að ég þarf ekki að eiga fullt af vinum. Í nútíma samfélagi snýst svo margt um hversu marga fylgjendur þú ert með og hversu marga þú þekkir. Við ævilok eru aðeins nokkrir þér við hlið, svo af hverju ekki að halda þínum nánustu þétt að þér og eyða dögunum þínum með þeim. Margar af mikilvægustu persónunum í mínu lífi eru á þessari eyju. Mér fannst að í Los Angeles snerist allt um hvern þú þekktir og hverju þú varst að vinna í, ég hafði ekki raunverulega tengingu við helminginn af fólkinu nema aðeins á því augnabliki.“ Í The Shed og The Garden Cottage má sjá stíl hjónanna í hverju smáatriði.Anthony Bacigalupo Halda sig við handgerðar vörur Hann segir að það sé líka margt auðveldara í Bandaríkjunum, eins og fyrir fyrirtæki. „Allt gerist svo hratt ef þú ert fyrirtæki eða búð. Að þurfa ekki að bíða margar vikur efir sendingum. Háir tollar og innflutningsgjöld gera það erfitt fyrir lítil fyrirtæki að vaxa hérna. Þú þarft að vera sniðugur og taka ekki of mikla áhættu, ég sé svo marga hönnuði sem fara „all in“ og hverfa svo.“ Anthony og Ýr eru samstíga, þau lifa „hægum lífsstíl“ og fara ekkert fram úr sér. Þau trúa því að það sé ástæða fyrir öllu sem gerist. „Við erum búin að vera með fyrirtækið frá árinu 2012 en það var ekki fyrr en nýlega sem Íslendingar fóru að heyra um okkur. Ég er ánægður með að við erum ekki orðin of stór, ef að við værum að framleiða hlutina í verksmiðjum erlendis þá væri það ekki í takt við söguna sem við erum að segja. Við erum ánægð með það hvernig þetta er núna.“ Hræðsla og stöðugar áhyggjur Anthony segir að fólkið í kringum hann hafi verið mjög hissa þegar hann tilkynnti plön sín um að flytja til Íslands. Það skilji það þó allir betur í dag. „Ég sakna ekki allra hræðilegu hlutanna sem gerast þar og rasismans. Eitt af því sem ég hef lært á því að búa hér er að í Ameríku er þér kennt að þú þarft að vera betri en aðrir, að ef þú ert ekki fyrstur þá ertu síðastur. Einnig að þú þurfir að óttast það sem er öðruvísi. Í Skandinavíu held ég að við pössum um á hvort annað og börn þurfa ekki að alast upp með sama kvíða. Þegar ég flutti hingað fyrir tíu árum síðan héltt fólk að ég væri að flýja eitthvað, væri þunglyndur eða orðinn brjálaður fyrir að vilja fara frá Kaliforníu til Íslands. Íslendingar héldu að ég væri eitthvað skrítinn og Kaliforníubúar héldu að ég væri ruglaður. Þetta sama fólk í Kaliforníu, þeim langar núna að flytja hingað til Íslands því þau eru bara hrædd við það sem er að gerast og með stöðugar áhyggjur.“ Hann segir að sem foreldri skipti svo miklu máli að vita að börnin eru örugg. „Jújú það er dýrara hér en fólkið hér er heilbrigðara og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessum brjáluðu hlutum. Þegar ég var í heimsókn í Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum vildi ég sýna dóttur minni gamla skólann minn en ég gat það ekki því þar voru læst hlið alls staðar, þriggja metra háar girðinga og öryggisverðir, á sunnudegi. Ég gat ekki einu sinni sýnt henni leikvöllinn og þetta er í smábæ. Auðvitað eru vandamál hér á en heilt yfir þá er þetta frábært.“
Hafnarfjörður Helgarviðtal Tíska og hönnun Viðtal Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira