Hollywood Reporter greinir frá því að tilkynningin sé reiðarslag fyrir einhverja leikarana, sem höfðu einhverjir gert sér vonir um að „nokkrar þáttaraðir“yrðu framleiddar. Áhuginn á þessum nýju þáttunum virðist hins vegar hafa verið takmarkaður sé litið til áhorfs.
Í þáttunum sneru þau Brian Austin Green, Gabrielle Carteris, Ian Ziering, Jason Priestley, Jennie Garth, Shannen Doherty og Tori Spelling aftur sem þau David, Andrea, Steve, Brandon, Kelly, Brenda og Donna. Leikarinn Luke Perry, sem fór með hlutverk Dylan í upprunalegu þáttunum, lést fyrr á árinu.
Upprunalegu þættirnir, sem fjölluðu um ástir og örlög táninga í hverfinu Beverly Hills í Los Angeles, munu mikilla vinsælda árunum 1990 til 2000.