Tiger valdi sjálfan sig í Forsetabikarinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2019 09:30 Gary Woodland fær bolamynd af sér með Tiger er tilkynnt var um valið í gær. vísir/getty Það var þó nokkur spenna í gær er fyrirliði bandaríska landsliðsins, Tiger Woods, tilkynnti um fjögurra manna val sitt í Forsetabikarinn. Mesta spennan var fyrir því hvort hann myndi velja sjálfan sig sem hefði verið eðlilegt enda að spila frábærlega um þessar mundir. Tiger tilkynnti fyrst um að hann hefði valið Tony Finau, Gary Woodland og Patrick Reed áður en hann staðfesti valið á sjálfum sér.@TigerWoodspic.twitter.com/bKUE21iWnl — Presidents Cup (@PresidentsCup) November 8, 2019 „Leikmennirnir vildu að ég spilaði í þessu móti. Það verður erfitt að spila og vera fyrirliði en ég er með góða aðstoðarmenn í Fred Couples, Steve Stricker og Zach Johnson,“ sagði Tiger. Þessi niðurstaða er þó svekkjandi fyrir menn eins og Phil Mickelson sem missir af fyrsta risaliðamótinu síðan 1994. Mótið fer fram frá 12. til 15. desember og verður í beinni á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það var þó nokkur spenna í gær er fyrirliði bandaríska landsliðsins, Tiger Woods, tilkynnti um fjögurra manna val sitt í Forsetabikarinn. Mesta spennan var fyrir því hvort hann myndi velja sjálfan sig sem hefði verið eðlilegt enda að spila frábærlega um þessar mundir. Tiger tilkynnti fyrst um að hann hefði valið Tony Finau, Gary Woodland og Patrick Reed áður en hann staðfesti valið á sjálfum sér.@TigerWoodspic.twitter.com/bKUE21iWnl — Presidents Cup (@PresidentsCup) November 8, 2019 „Leikmennirnir vildu að ég spilaði í þessu móti. Það verður erfitt að spila og vera fyrirliði en ég er með góða aðstoðarmenn í Fred Couples, Steve Stricker og Zach Johnson,“ sagði Tiger. Þessi niðurstaða er þó svekkjandi fyrir menn eins og Phil Mickelson sem missir af fyrsta risaliðamótinu síðan 1994. Mótið fer fram frá 12. til 15. desember og verður í beinni á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira