Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, Berlín, Alícante og Tenerife Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 16:36 Líklegt þykir að rauðar vélar Play muni fljúga til fjögurra evrópskra stórborga og tveggja sólarstranda innan tíðar. Play Evrópsku áfangastaðirnir sex sem Play horfir til í upphafi eru Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, Berlín, Alícante og Tenerife. Flugfélagið segist þegar hafa náð samkomulagi um lendingartíma á flugvöllum áfangastaðanna. Upplýsingafulltrúi félagsins vill þó ekki taka jafn djúpt í árinni.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag verður í upphafi stuðst við tvær Airbus-þotur til að sinna áætlunarflugi félagsins. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, sagði að fyrst væri horft til sex áfangastaða í Evrópu, þar af til tveggja sólarferðastaða. Með vorinu er ætlunin að vélum félagsins fjölgi í sex og þá muni Play jafnframt hefja áætlunarflug til fjögurra borga í Bandaríkjunum. Í fjárfestakynningu, sem Íslensk verðbréf kynntu íslensku fjárfestum í síðustu viku, eru evrópsku borgirnar tilgreindar, fyrrnefndu borgirnar sex, að því er fram kemur á Kjarnanum. Þar segir jafnframt að viðræður séu hafnar við flugvelli á þessum áfangastöðum og að Play hafi þegar útvegað sér afgreiðslutíma á völlunum. Flugfélagið hafi þar að auki samið um eldsneytiskaup við BP og verðið sé fast hálft ár fram í tímann, sem skapi fyrirsjáanleika í rekstrinum. Þá sé Play búið að ná hagstæðari samningum um viðhald á Airbus-vélum félagsins en WOW air bjó við á sínum tíma, aukinheldur muni flugafgreiðsla í Keflavík vera í höndum „nýs aðila“ sem bjóði áður óþekkt kjör. Upplýsingafulltrúi Play dregur þó aðeins í land í samtali við Morgunblaðið. Áætlanir geti enn breyst en þó styttist í að leiðakerfi Play verði endanlega staðfest. Hún tekur þó fram að ekki sé verið að horfa til annarra áfangastaða á þessari stundu en þeirra sem nefndir eru hér að framan. Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Evrópsku áfangastaðirnir sex sem Play horfir til í upphafi eru Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, Berlín, Alícante og Tenerife. Flugfélagið segist þegar hafa náð samkomulagi um lendingartíma á flugvöllum áfangastaðanna. Upplýsingafulltrúi félagsins vill þó ekki taka jafn djúpt í árinni.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag verður í upphafi stuðst við tvær Airbus-þotur til að sinna áætlunarflugi félagsins. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, sagði að fyrst væri horft til sex áfangastaða í Evrópu, þar af til tveggja sólarferðastaða. Með vorinu er ætlunin að vélum félagsins fjölgi í sex og þá muni Play jafnframt hefja áætlunarflug til fjögurra borga í Bandaríkjunum. Í fjárfestakynningu, sem Íslensk verðbréf kynntu íslensku fjárfestum í síðustu viku, eru evrópsku borgirnar tilgreindar, fyrrnefndu borgirnar sex, að því er fram kemur á Kjarnanum. Þar segir jafnframt að viðræður séu hafnar við flugvelli á þessum áfangastöðum og að Play hafi þegar útvegað sér afgreiðslutíma á völlunum. Flugfélagið hafi þar að auki samið um eldsneytiskaup við BP og verðið sé fast hálft ár fram í tímann, sem skapi fyrirsjáanleika í rekstrinum. Þá sé Play búið að ná hagstæðari samningum um viðhald á Airbus-vélum félagsins en WOW air bjó við á sínum tíma, aukinheldur muni flugafgreiðsla í Keflavík vera í höndum „nýs aðila“ sem bjóði áður óþekkt kjör. Upplýsingafulltrúi Play dregur þó aðeins í land í samtali við Morgunblaðið. Áætlanir geti enn breyst en þó styttist í að leiðakerfi Play verði endanlega staðfest. Hún tekur þó fram að ekki sé verið að horfa til annarra áfangastaða á þessari stundu en þeirra sem nefndir eru hér að framan.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30