Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir og Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir skrifa 7. nóvember 2019 14:14 Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun