Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 11:40 Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn. Vísir/getty Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkraþjálfara. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á félagsfundi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 5. nóvember síðastliðinn. Þannig munu sjúkraþjálfararnir ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun frá og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019. Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn „en hefur verið framlengdur einhliða af S.Í. án verðlagsleiðréttinga,“ að því er segir í yfirlýsingu Félags sjúkraþjálfara. Þá hafi SÍ auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar. Útboðinu hafi verið frestað til 15. janúar. „Staðan er óásættanleg. Útboð það, sem SÍ hefur boðað, telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu. Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar og fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið. Félag sjúkraþjálfara hvetur SÍ að fara aðrar færar leiðir til að tryggja örugga og hagkvæma þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Endurskoða verður kröfur til þjónustunnar, gæðamat og fjárhæðir,“ segir í yfirlýsingu sjúkraþjálfara. „Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Félag sjúkraþjálfara skorar á stjórnvöld að endurskoða lögin í þessu ljósi og skýra betur hvaða stefnu á að fylgja til framtíðar í mikilvægri þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Þrátt fyrir þessa stöðu eru sjúkraþjálfarar tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.“Yfirlýsing sjúkraþjálfara í heild. Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkraþjálfara. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á félagsfundi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 5. nóvember síðastliðinn. Þannig munu sjúkraþjálfararnir ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun frá og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019. Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn „en hefur verið framlengdur einhliða af S.Í. án verðlagsleiðréttinga,“ að því er segir í yfirlýsingu Félags sjúkraþjálfara. Þá hafi SÍ auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar. Útboðinu hafi verið frestað til 15. janúar. „Staðan er óásættanleg. Útboð það, sem SÍ hefur boðað, telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu. Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar og fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið. Félag sjúkraþjálfara hvetur SÍ að fara aðrar færar leiðir til að tryggja örugga og hagkvæma þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Endurskoða verður kröfur til þjónustunnar, gæðamat og fjárhæðir,“ segir í yfirlýsingu sjúkraþjálfara. „Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Félag sjúkraþjálfara skorar á stjórnvöld að endurskoða lögin í þessu ljósi og skýra betur hvaða stefnu á að fylgja til framtíðar í mikilvægri þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Þrátt fyrir þessa stöðu eru sjúkraþjálfarar tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.“Yfirlýsing sjúkraþjálfara í heild.
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira