Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 11:40 Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn. Vísir/getty Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkraþjálfara. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á félagsfundi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 5. nóvember síðastliðinn. Þannig munu sjúkraþjálfararnir ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun frá og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019. Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn „en hefur verið framlengdur einhliða af S.Í. án verðlagsleiðréttinga,“ að því er segir í yfirlýsingu Félags sjúkraþjálfara. Þá hafi SÍ auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar. Útboðinu hafi verið frestað til 15. janúar. „Staðan er óásættanleg. Útboð það, sem SÍ hefur boðað, telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu. Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar og fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið. Félag sjúkraþjálfara hvetur SÍ að fara aðrar færar leiðir til að tryggja örugga og hagkvæma þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Endurskoða verður kröfur til þjónustunnar, gæðamat og fjárhæðir,“ segir í yfirlýsingu sjúkraþjálfara. „Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Félag sjúkraþjálfara skorar á stjórnvöld að endurskoða lögin í þessu ljósi og skýra betur hvaða stefnu á að fylgja til framtíðar í mikilvægri þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Þrátt fyrir þessa stöðu eru sjúkraþjálfarar tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.“Yfirlýsing sjúkraþjálfara í heild. Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkraþjálfara. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á félagsfundi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 5. nóvember síðastliðinn. Þannig munu sjúkraþjálfararnir ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun frá og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019. Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn „en hefur verið framlengdur einhliða af S.Í. án verðlagsleiðréttinga,“ að því er segir í yfirlýsingu Félags sjúkraþjálfara. Þá hafi SÍ auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar. Útboðinu hafi verið frestað til 15. janúar. „Staðan er óásættanleg. Útboð það, sem SÍ hefur boðað, telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu. Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar og fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið. Félag sjúkraþjálfara hvetur SÍ að fara aðrar færar leiðir til að tryggja örugga og hagkvæma þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Endurskoða verður kröfur til þjónustunnar, gæðamat og fjárhæðir,“ segir í yfirlýsingu sjúkraþjálfara. „Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Félag sjúkraþjálfara skorar á stjórnvöld að endurskoða lögin í þessu ljósi og skýra betur hvaða stefnu á að fylgja til framtíðar í mikilvægri þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Þrátt fyrir þessa stöðu eru sjúkraþjálfarar tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.“Yfirlýsing sjúkraþjálfara í heild.
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira