Gistiforeldrar á íþróttamótum skili inn sakavottorði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 11:45 Auður Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdstjóri UMFÍ. Fréttablaðið/Ernir Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira